Barnablaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 20

Barnablaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 20
20 BARNABLAÐIÐ Við heyru með augunum Það rigndi eins og hellt væri úr fötu þegar ég steig út úr bílnum mínum, hljóp eftir gangstéttinni og inn í blokkina. Ég hafði mælt mér mót við tvær stelpur, sem búa í þessari blokk: Hönnu Kristínu, átta ára og Lísu Rut sex ára. Þær eru systur og báðar mjög heyrnarskertar. Uppi á efstu hæð hringi ég dyrabjöllunni. Móðir telpnanna, Fríða Birna, kemur til dyra og býður mér inn. Hún ætlar að hjálpa okkur að tala saman. Því ekki kann ég táknmál og það er ekki víst að þær heyri allt sem ég segi. Mér var boðið inn í stofu og við settumst þar og fórum að ræða saman. Hvenær byrjuðuð þið að læra táknmál, spurði ég. — Það er nú svo langt síðan að við munum ekkert eftir því, svaraði Hanna Kristín. Ég byrjaði að læra það þegar ég var rúmlega eins árs. Svo fór ég að lesa af vörum þegar ég var tveggja ára. Það er ekkert erfitt að lesa af vörum þegar fólk talar hægt og rólega. En það er alveg útilokað mál þegar fólk talar hratt, bætti hún við. — Mér finnst auðveldara að tala með táknmáli en að tala með munninum, sagði Lísa Rut. Nú er skólinn að byrja. í hvaða skóla farið þið? — Við förum í Heyrnleysingja- skólann, svöruðu systurnar. En svo fáum við líka að fara í Breið- holtsskóla einu sinni í viku. Ég er að fara í 3. bekk en Lísa Rut í 6 ára bekk, sagði Hanna Kristín. — Ég er samt búin að vera í skólanum í tvö ár, sagði Lísa Rut. Krakkarnir í Heyrnleysingjaskól- anum byrja nefnilega fjögurra ára í skóla. Þau byrja á að læra að lesa, skrifa og reikna. Kannt þú þá að lesa, spurði ég forvitin. — Já, já, svaraði Lísa Rut. Ég er orðin alveg læs. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? — Mérfinnstskemmtilegastað reikna, skrifa og lesa, svaraði Lísa Rut. Samt finnst mér erfiðast í skrift af því að það er svo erfitt að skrifa vel. Hvað ert þú að læra í skólanum Hanna Kristín? — Ég er í öllum venjulegum námsgreinum. Svo fáum við, í mínum bekk, að læra á tölvu. Nú eruð þið líka svolítið í Breiðholtsskóla. Hver er munurinn á Breiðholtsskóla og Heyrnleysingjaskólanum ? — í Heyrnleysingjaskólánum eru miklu færri nemendur í bekk. Það geta verið þrír krakkar í bekknum. Það er gaman í Breið- holtsskóla. En okkur finnst auð- veldara að vera í Heyrnleysingja- skólanum, því þar tala allir tákn- mál. Auk þess eigum við fullt af vinum þar. Við höfum ekki kynnst mörgum krökkum í Breiðholts- skóla því við erum þar bara einu sinni í viku, sagði Hanna Kristín. — Þaðerlíkamunuráfrímínút- unum í þessum tveimur skólum. Það þarf alltaf að vera úti í frímínút- um í Breiðholtsskóla, en við meg- um vera inni í frímínútunum í Heyrnleysingjaskólanum. Þá för-

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.