Alþýðublaðið - 31.08.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.08.1923, Blaðsíða 1
""~*'*iSi!?ífB*JSW**íW' Oefið ut af ÆlþýOufloliknam i9J3 Föstudaginrs 31. ágúst. 198. tölublað. (Nl.) ísienzk jafnaðarstefna er ung og hefir að mörgu leyti átt erfitt uppdráttar. Hiin • barst hingað, meðan við iágum í deiíum við Dani, og þjóðin var illa undir 'j það búin að skilja hana og veita henni móttöku. Margir voru von- litlir um, að húa festi rætur nema í stærstu kauptúnum landsins. En hér er aðaliej?a bændaveldi, bæði vegna þess, hve margir þeir eru, en einkum vegna þess, hve kjördæmáskipunin er rang- lát. Það varð að vinna þá til tylgis við stefnuna. Það er reynsla annara þjóða, að bændur skilja bezt annan þátt þjóðnýtingarinnar, sam- vinnuna, enda á hún aðallega við atvionuveg þeirra. Grelðrær- asta leiðin var þyí að gerá þá að samvinnumönnum, byggja á þeim grundveili, sem lagður hafði verið með kaupfélðgunum. Það ráð var þess vegna upp tekið að stofna FramsÓknar- flokkinn, Qg va! di st aðailega til þess einn af þáveraudi forvígis- möhnum jafnaðarmanna í Reykja- vík, Jónas Jónsson frá Hriflu. Ná eru jafnaðarmecn sammála auðvaldssínnum um það, -að jafnaðarstefnan sé fögur hugsjón. en að hún sé því miður ekki framkvæmanleg nema með bættri hugsun, það er að segja, að meiri bluti þjóðarinnar verði jafnaðarmenn. Þeir tara þess , vegna ekki í neina launkofa með kenningar sínar og kröfur. Þair vilja ekki fá menn til íylgis við sig með fölskum forsendUm. Þeir þurfa þess ekki. Þeim er enginn akkur i að leyna þvi, að sam- vinnan er engin sérstök stefna, heldur að eins þáttur af jafnað- arstefounni,' enda eru samvinnu- menn í öðrum löndum ekki sér- Stakur stjórnmáíaflokkur. En slík hreinskilni áttl ekki við skaplyndi þeirra, sem tóku að sér forustu Framsóknarflokks- ins. Þeir þorðu ekkl að ganga í berhögg við það íhald og þröngsýni, sem ranglega er eign- að íslenzkum bændum. Hér við bættist, að inn í flokk- inn var mokað moði, — eftir- stöðvum frá fyrri árum, mönnum, sem voru orðnir á eftir tfman- um, mönnum, sem hvorki höfðu stefnu né áhugamál, heldur stunduðú stjórnmál eins og aðrir standa sjóróðra og hrossakaup. SUkir menn geta aldrei mynd- að heilbrigðan stjórnmálaflokk, geta aldrei sameinast um ákveðna stefhu, geta aldrei orðið annað en klíka, sem keppir um völd. Enda hefir það orðið svo. Með- alið hefir orðið að marki oe markið að meðali. Hlutverkið var að gera bændur , að sam- vinnumönnum, jatnaðarmönnum. Það hefir tekist betur en boðað var, og það er að þakka þeirrl stefnu, sem >flokkurinn< fékk að láni tvjá jaraaðarmönnum. En þó að hlutverki flokksins sé lokið, þá er eftir klíkan. sem keppir um vðld. Hún reynir að nota samvinnuhreyfinguná sem þrep í valdastiganum. Fyrir kosningar fær hún að láni einstaka atriðl úr stefnuskrá jafnaðarmanna t«l þess að sýnast ekki aíveg eins andlega voluð og >MorgunbIaðs- liðið*. Ef hún vildi umbætur í raun og veru, ætti hún aðallega að styðja jafnaðarmenn til kosn- inga, en hún sýnir þeim fullan fjandskaþ, sem eðlilegt ér, því stefna þeirra eru öfiugustú and- mælin gegn öliuni klíkum, sem hafa velferðarmál þjóðarinnar áð valdaglingri. Framsóknarfiokkurinn hefir gert dálítið gagn, þó hann geri það ekki lengur. Við þökkum hon- um kærlega fyrir það, ssm hann hefir tyrir okkur gert. Við ætl- um sjáltir að gera það, sam ®ítir Kvenhatarinn er ná seldur í Tjarnargötu 5 og Bókaverzlun ísafoldar. er. Vonandi, að hann fái hæ.'t og rólegt andlát á næsta kjör- tímabili! Hér er ekki rúm til að fara náhara út í afstöðu þessara flokkn. Aðalatriðið er þetta: þeir eiga ekki samleið. Jafnaðarstefnan ft aðalbrautin. Framsóknarflokk- urinn hefir aldrei verið annað en afiegjíjari. — Andstæðingar jafnaðarmanna eru auðvaldssinnar. Þeir hata orðið að horfa upp á það oðru hvoru, að >Tímaklíkan< hefir setið að kjötpottum landsins, Það hefir þeim sviðið. Þeir eru yfirleitt ekki gáfaðir, en þó hefir þeim loksins skilist, að þeir þyrftu líka að útvega sér afleggjnra. Samkvæmt stefnu sinni gfta þeir ekki náð í nema lélegasta hluta bænda. Sá, sem veitlr því verki forstöðu, verður þess vegna að fullnægja öllum aðalgðllum þeirra. Hann verður að hafa verið hetðarstytta ti! þess að fullnægja lítHmensku<is.i), verður að vera þröngsýnn og aítur- haldssamur, verður bæði i senn að vera smásálarlegur og bruðl- unarsamur, að spara eyrinn, en kasta krónunni. Einn maður ððtum fremur uppíyliir öll þessi skilyrði. Það er Magnús Guð- mundsson fyrrverandi tjármála- ráðherra. Hann' stofnaði >Vörð<. Hann gerðist hliðstæða Jónasar Jónesonar í íslenzkum stjórn- málum. Þetta er flokkaskiftingin í aðaldráttum. Steínurnar eru tvær, flokkarnir tveir, jafnaðarmenn og hinir. >Vörður< og >Tíminn< eru ekkert annað en afleggjarar, og Tíminn er orðinn óþarfur og einskis nýtur afleggjari. Jafnað- armenn þurla ekki lengur á honum aðhalda. Þeir sigra samt, Z.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.