Barnablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 5
Eitt sinn var Jesús og lærisveinar hans staddir við stórt vatn. Margt fólk var þar saman komið til að hlusta á Jesú. Þegar kvöldaði, sagði Jesús við lærisveina sína: - Þið skuluð fara í bátinn og sigla heim. Það gerðu þeir. Þegar Jesús hafði kvatt fólkið, fór hann aleinn upp á fjall til að biðjast fyrir. Þaðan gat hann líka fylgst með báti vina sinna á vatninu. Það var farið að dimma. Lærisveinarnir voru komnir langt út á vatnið. Veðrið var orðið vont svo að erfitt var að sigla bátnum. - Ég vildi að Jesús væri hér, andvarpaði Þétur. Lærisveinarnir héldu að Jesús hefði ákveðið að ganga heim, meðfram vatninu. Undir morgun, áður en fór að birta, gerðist svolítið undarlegt. Einhver virtist koma gangandi í áttina til þeirra, Á VATNINU! í fyrstu urðu þeir dauðhræddir. Þeir héldu að þetta væri vofa. En maðurinn sem gekk á vatninu talaði við þá og sagði: - Verið ekki hræddir, þetta er ég. Þá þekktu lærisveinarnir hann. Þetta var Jesús! Pétur trúði ekki sínum eigin augum. Hvernig gat Jesús gengið á vatni. - Jesús! Ef þetta ert þú, leyfðu mér þá að koma gangandi til þín á vatninu, hrópaði hann. - Komdu! svaraði Jesús. Pétur steig út úr bátnum og gekk út á vatnið. Allan tímann horfði hann á Jesú. Á meðan hann gerði það, gekk allt vel. En þegar Pétur var næstum því kominn alla leið, leit hann í kringum sig og sá allar öldurnar. Eitt augnablik gleymdi Pétur að Jesús var hjá honum. Hann varð hræddur og tók að sökkva. - Hjálpaðu mér! hrópaði hann. Þá rétti Jesús Pétri hönd sína. - Af hverju efaðist þú? Spurði hann og dró Pétur upp úr vatninu. Síðan gengu þeir að bátnum. Þegar Jesús steig upp í hann storminn og allt datt í dúna logn. Allir sem í bátnum voru féllu á kné. Nú skildu þeir hver hann var. - Þú ert sonur Guðs! sögðu þeir. Matteus 14: 22-27 Þýtt: E.J. lægði ——---- .»V Jesus gengur a vatninu c- vJ { kCN . /K t ^

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.