Barnablaðið - 01.02.1993, Qupperneq 6

Barnablaðið - 01.02.1993, Qupperneq 6
6 BARNABLAÐIÐ Við þörfnumst hvers annars Fjölskyldan þarfnast mín Hugsaðu þér bara ef pabbi og mamma hefðu mig ekki, þá myndi þeim alltaf leiðast, það væri svo tómlegt heima hjá þeim og þau hefðu engan tii þess að draga á sleða á veturna, engan til þess að spila við og engan til þess að róla sér með á leikvellinum. Oj, en leiðinlegt! Hvað gætu þau gert án mín? Bara vinna og vinna og vinna.... Og hvenær heldur þú að þau færu á fætur á morgnana? Það er engin eins góð í að vekja þau og ég! Kirkjan þarfnast mín Ég á marga vini, sem ég hitti í kirkjunni þegar ég fer í sunnu- dagaskólann. Þegar barnakórinn er að syngja eru allir svo glaðir. En við lærum það einmitt í sunnudagaskólanum að við eigum að gleðja aðra. Við förum með bænir og biðjum stundum fyrir sjúkum og sorg- mæddum. Það er gott að geta beðið fyrir öðrum.

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.