Barnablaðið - 01.02.1993, Side 8

Barnablaðið - 01.02.1993, Side 8
8 BARNABLAÐIÐ FYRIRGEFA nFyrirgefning. Allir verða fyrir því að verða stundum reiðir eða sárir út í aðra. Við vitum að það er mikilvægt að geta fyrirgefið þeim sem gera á hlut okkar. Oft er það erfitt en við getum stjórnað þessu sjálf. Verum ekki langrækin eða hefnigjörn. SBænin hjálpar. Oft er erfitt að fyrir- gefa öðrum, ef til vill er það eitt af því erfiðasta sem við gerum. Þá þurfum við að biðja Guð að hjálpa okkur og þá mun hann veita okkur styrk til þess að fyrirgefa þeim sem gerði á hlut okkar. Ekki gefast upp. Stundum er svo erfitt að fyrirgefa að það getur tekið okkur langan tíma. Sérstak- lega ef sá sem veldur okkur reiði og sárs- auka er sífellt að angra okkur. Þá er nauðsynlegt að fá einhverja fullorðna til að stöðva slíkt t.d. kennara, skólastjóra eða foreldra. Guð vill að við hjálpumst að við að leysa vandamálin. Ef við biðjum til hans hjálpar hann okkur og styrkir í öllum góðum verkum. Að fyrirgefa gerir okkur að sterkari og betri mönnum.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.