Barnablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 14

Barnablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 14
g vil frekar heita Krókódfll Mamma lítur upp frá uppvaskinu og hugsar um hverju hún geti svarað, þegar Björn segir: - Ég vil heldur heita Krókódíll, vegna þess að þeir eru miklu flottari. Viltu kalla mig Krókódíl í dag. - Já, ég skal gera það, segir mamma og þurrkar sápuna af höndunum. Hún knúsar Björn en hann smýgur úr fanginu á henni og segir: - Ég ætla að fara út í garð að leika við Nonna. - Já, gerðu það, Krókódíll, segir mamma, ég ætla að fara að hengja upp þvottinn. Björn “Krókódíll” klæðir sig í skóna og úlpuna og fer út. Um leið og hann gengur út um dyrnar, hrópar hann: - Nonni, viltu vera memm?! - Já við getum farið í Zorro leik, svarar Nonni. Þeir finna sér prik og byrja að skylmast. - Farið þið varlega strákar, hrópar mamma þegar hún gengur fram hjá þeim með bala fullan af þvotti. En strákarnir eru svo niðursokknir í leikinn að þeir heyra ekki hvað mamma segir. - Gættu þín! segir Björn ”Krókódíll”. Björn situr á gólfinu í her- berginu sínu. Hann er að byggja hús og turn úr legó- kubbum. Allir kubbarnir eru á víð og dreif um herbergið og Björn situr í miðri hrúgunni. Hann talar örlítið við sjálfan sig, meðan hann bætir kubbi við turninn. - Björn, segir hann hugsandi, Björn... hvernig getur maður heitið Björn...? Hann stendur upp og fer fram í eldhús og spyr mömmu: - Hvernig getur maður heitið Björn? Nú náði ég þér! Hann potar prikinu fast í magann á Nonna. - Æ, æ! kveinar Nonni og hleypur inn til mömmu sinnar. Eftir stutta stund kemur mamma hans Björns til baka frá þvottasnúr- unum. En hún sér strákana hvergi. Björn og Nonni eru báðir á bak og burt. Vonandi hafa þeir ekki farið út á götu, hugsar mamma. Hún ætlar að fara að leita að þeim þegar Nonni kemur út úr húsinu sínu. - Hvar er Björn? spyr mamma. - Hann fór inn til sín, svaraði Nonni og sleikir stóran ís. Þegar mamma kemur inn kallar hún: - Krókódíll, ég er komin aftur! Ekkert svar. Það er grafarþögn f húsinu. Mamma verður svolítið óróleg. - Krókódíll, hvar ertu? hrópar hún aftur, en fær ekkert svar. Mamma gáir inn í eldhús og inn í öll herbergin, en sér “KrókódN” hvergi. En einmitt þegar hún ætlar að fara út að leita heyrir hún rödd koma undan sænginni hans Björns „Krókódíls". - Ég er hérna, mamma. Mamma beygir sig niður og lítur undir sængina. Þarna lengst undir,

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.