Barnablaðið - 01.02.1993, Síða 15

Barnablaðið - 01.02.1993, Síða 15
BARNABLAÐIÐ 15 upp við vegginn liggur hann graf- kyrr og horfir á mömmu, stórum, hræddum augum. - Elsku barn, hvað er að? spurði mamma. Björn svarar engu til að byrja með og hreyfir sig ekki. Þá nær mamma í fætur Björns „Krókódíls“ og dregur þá fram úr, síðan tekur hún allan strákinn í fangið og faðmar hann. Þá sagði hinn hræddi krókódíll mömmu sinni að hann hefði óvart meitt Nonna með prikinu og að Nonni hefði farið að gráta og hlaupið heim til sín. - Nú er hann örugglega reiður út í mig og mamma hans líka, sagði Björn, hnugginn, en þetta var alveg óvart, hélt hann áfram. Heldurðu að Nonni vilji nokkurn tímann leika við mig framar? - Elsku „Krókódíir manstu, þú komst grátandi inn í gær, sagði mamma. Nonni og Siggi höfðu hrint þér og þú varðst svo reiður að þú ætlaðir aldrei að leika við þá framar. En síðan lékuð þið ykkur fallega saman aftur seinna um daginn. Og í morgun var ég sjálf svo þreytt að ég öskraði á þig, og þú varðst ósköp leiður. En svo bað ég þig að fyrirgefa mér og við urðum vinir aftur. Allir gera mistök einhvern tímann. Þess vegna er mikilvægt að biðjast fyrirgefningar. Ég gæti trúað því að Nonni vilji gjarnan fyrirgefa þér, því ég sá hann úti í garði með stóran ís þegar ég var að leita að þér. - Mig langar líka í ís, sagði Björn “Krókódíll”. - Þú mátt það litli „Krókódíir sagði mamma og náði í íspinna í fryst- inn. Með ísinn í hendinni fór Björn „Krókódíll“ út í garð og hitti Nonna. - Fyrirgefðu, þetta var óvart. Nonni var þegar búinn að gleyma þessu og spurði: -EigumviðaðfaraíZorroleik? Má ég smakka ísinn þinn? - Já gjörðu svo vel segir Björn hlæjandi. Gott að það er til svona orð eins og „fyrirgefðu" hugsaði hann. Síðan léku þeir sér fallega saman það sem eftir var dagsins. Texti: Marika Steffensen Teikn: María Andersson Þýtt: E.J.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.