Barnablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 16
16 BARNABLAÐIÐ
Postulasagan 8: 26-39
Filippus var einn af lærisveinum Jesú.
Dag nokkurn, eftir að Jesús fór til
himna, komengilltil Filippusarogsagði:
- Farðu út á veginn sem liggur frá
Jerúsalem til Gasa.
Filippus skildi ekki af hverju hann átti
að gera það. En hann gerði það samt.
Eftir stutta stund kom hann auga á
glæsivagn, sem kom akandi eftir
veginum.
í vagninum var maður frá Eþíópíu.
Hann var höfðingi í hirð drottningar-
innar og settur yfir fjárhirslur hennar.
Maðurinn hafði farið til Jerúsalem til
að biðja til Guðs. Nú sat hann í vagn-
inum og las úr bók. Þegar Filippus nálg-
aðist vagninn, heyrði hann að mað-
urinn las úr bók Jesaja spámanns.
- Skilur þú hvað þú ert að lesa?
spurði Filippus.
- Hvernig ætti ég að geta það, þar
sem ég hef engan til þess að leiðbeina
mér, svaraði maðurinn.
Hann bauð Filippusi upp í vagninn.
Spádómurinn sem hann las, fjallaði
um Jesú. En eþíópíski maðurinn
vissi ekki hver Jesús var. Þessvegna
spurði hann Filippus:
- Um hvern er Jesaja að skrifa,
sjálfan sig, eða einhvern annan?
- Hanneraðskrifaum Jesú,svaraði
Filippus.
Síðan sagði hann manninum hver
Jesús væri og hvers vegna hann
hefði komið til mannanna. Hann sagði
honum að allir sem trúa á Jesú og eru
skírðir munu eignast eilíft líf.
Eþíópíski höfðinginn hlustaði og
trúði öllu sem Filippus sagði. Nú vissi
hann hver Jesús var.
Eftir stutta stund komu þeir að vatni
nokkru. Þá spurði maðurinn:
- Hér er vatn. Viltu skíra mig?
Filippus var ánægður með að
maðurinn skyldi vilja láta skíra sig. Þeir
stukku niðurúrvagninumogstigu niður
í vatnið, báðir tveir. Filippus skírði eþí-
ópíska höfðingjann.
En þegar þeir stigu upp úr vatninu
aftur, gerðist svolítið undarlegt.
Andi Guðs hreif Filippus burt.
Höfðinginn sá hann aldrei framar. En
hann hélt ferð sinni áfram, glaður og
ánægður. Hann hafði heyrt um Jesú
og verið skírður.
En Filippus kom fram annarsstaðarog
flutti fagnaðarerindið um Jesú Krist í
mörgum borgum.
Minnisvers:
Verið gjörendur orðsins og eigi
aðeins heyrendur þess.
Jakobs bréf 1: 22