Barnablaðið - 01.02.1993, Síða 20

Barnablaðið - 01.02.1993, Síða 20
20 BARNABLAÐIÐ SALTI söngbók Nokkrir krakkar fundu gamla söngbók, liggjandi á skólalóðinni. Þau tóku eftir því að söngbókin var að gráta. Þau tóku hana upp og komust að því að þetta var engin venjuleg söngbók. Þessi söngbók kunni að tala. Söngbókin sagðist heita Salti og væri að gráta af því að enginn vildi syngja lögin hans lengur. Honum hefði bara verið hent út í horn. Börnin kenndu í brjósti um bókina. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er að heyra gamla bók gráta! Þau fóru að fletta blöðunum og skoða bókina. Þau langaði til þess að syngja lögin en því miður kunnu þau ekki eitt einasta lag í bókinni. Þá sagði Salti þeim að það væri enginn vandi að læra þessi lög, þau þyrftu bara að hugsa fallega um Jesú. Allt í einu byrjuðu börnin að syngja og dansa. Þetta voru falleg og fjörug lög. Lofgjörðarlög um Jesú. Fyrir tveimur árum byrjuðu nokkrir krakkar í Vestmannaeyjum að æfa lögin úr Salta söngbók. Hjálmar Guðnason, tónlistarkennari, hjálpaði þeim. Fyrst í stað sungu þau fyrirfólk sem kom að hlusta, en svo ákváðu þau að syngja lögin inn á snældu. Guðni Hjálmarsson syngur Salta sjálfan og eins og þið sjáið á myndunum er búið að búa til sérstakan búning á hann. Fyrir stuttu fengum við sent bréf frá hópnum í Vestmannaeyjum.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.