Barnablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 4
4 BARNABLAÐIÐ Kiðlingarnir í Húsdýraöaróinum okkur langaði til að klappa þeim. Maðurinn í Húsdýra- garðinum var svo góður að leyfa okkur að fara inn fyrir girðinguna til þeirra. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað við vorum spenntar. Fyrst lét hann hafurinn fara inn í næstu girðingu. Hafur- inn er geitapabbinn og hon- um þykir mjög gaman að stanga fólk. Við vildum ekki láta stanga okkur. Geiturnar voru ekkert mjög gestrisnar. Þær létu sem þær sæju okkur ekki og vildu ekk- ert við okkur tala. En litlu kiðlingarnir voru svo forvitnir að þeir hrúguðust í kringum okkur. Við urðum svolítið hátt! En nautið, pabbi kálfanna, var hvergi sjá- anlegt. Rebbi refur lá úti á steini og svaf í veðurblíð- unni. Yrðling- arnir hans hafa sennilega verið inni í greninu. í miðjum Hús- dýragarðinum búa fuglarnir. Hænur, kalkún- ar og fleiri teg- undir. Við elt- umst svolítið við einn dauðskelkaðan kalkún og sáum tvær hænur sitjandi uppi í tré. Það fannst okkur fyndið. Við vissum ekki að hænur gætu hugsað sér að sitja í trjám. Við héldum að þrestir og starrar væru einu fuglarnir sem gætu sest þar. Það er gaman að bregða sér í Húsdýragarðinn og heilsa upp á öll dýrin öðru hverju. Við höfðum ekki farið þangað í lengri tíma og nú var aldeilis kominn tími til. börn eru ekki böðuð á þennan Við litum í girð- inguna hjá geit- unum. Þær voru allar bún- ar að eignast litla kiðlinga. Þið vitið að börn geitanna heita kiðling- ar. Þeir voru svo sætir að Veðrið var milt og gott og við hoppuðum og skoppuð- um eftirvæntingarfullar inn í garðinn. Við sáum að kýrnar voru komnar úr fjósi og lágu mak- indalega á túninu og jórtruðu. Sumar voru búnar að eignast kálfa og sleiktu þá með langri tungunni. Það fannst okkur svolítið skrýtið. En þannig baða kýrn- ar börnin sín. Það er gott að manna-

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.