Barnablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 5

Barnablaðið - 01.06.1993, Qupperneq 5
BARNABLAÐIÐ 5 TnTTTTlflfriffrMP^M t&jJsaSBBBmsMt smeykar, vegna þess að þeir bitu í fötin okkar og reyndu að borða reimarnar á skónum okkar. En þeir eru svo litlir að þeir geta bara bitið laust. Við meiddum okkur ekkert. Það sá heldur ekkert á fötunum okkar. En skórnir okkar urðu mjög óhreinir, enda voru lítil spörð út um allt og erfitt að finna hreinan stað til að standa á. Einn kiðlingurinn var svo þyrstur að hann varð að fá sér að drekka. Hann saug mjólk úr spenunum hennar mömmu sinnar Við vorum hissa að sjá það, því við viss- um ekki að geitur hefðu spena. En geitur eru spendýr eins og kýr. Öll dýr sem gefa börnunum sínum mjólk úr spena eru kölluð spendýr. Sumstaðar eru geitur mjólkaðar. Fólkið tekur mjólk- ina og drekkur hana. Hún er svolítið öðru vísi á bragðið en kúamjólkin sem við getum keypt út í búð. Svo er líka hægt að búa til ost úr geita- mjólkinni. Hann er kallaður geitaostur. Á íslandi eiga fáir bændur geitur. Hér áður fyrr var það þó ekki sjaldgæft. í fyrstu héldum við að geit- ur væru alveg eins og kindur. En svo þegar við fórum að skoða þær nánar, sáum við að kindurnar hafa miklu meiri ull. Litlu kiðlingarnir eru held- ur ekki með krullur eins og lömbin. Og kindurnar eru ekki með hökutopp, eins og geit- urnar. En geiturnar og kind- urnar virðast tala alveg sama tungumál. Þærjarma. Við skoðuðum hestana, en þeir voru í vondu skapi. Við gátum ekki klappað þeim. Við sáum ekki litlu folöldin þeirra. Kannski hafa hryssurnar ekki verið búnar að kasta. Við heilsuðum líka upp á selina. Það er ótrúlegt hvað þeir geta verið lengi í kafi. Af- kvæmi þeirra heita kópar, mamman urta og pabbinn brimill. Þegar við vorum búin að heilsa upp á öll dýrin, var kominn tími til að fara heim. Við vorum líka orðnar þyrstar og svangar. En eitt er víst; við ætlum bráðum að koma aftur og sjá hvort kiðlingarnir hafa stækkað eitthvað. Texti: E.J. Myndir: E.J.

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.