Barnablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 8
8 BARNABLAÐIÐ Kvum mu Söguna er að finna í Biblíunni, sem er orð Guðs. Þessi saga gerðist fyrir löngu síðan, á dögum Jesú. Hún segir frá lömuðum manni sem Jesú læknaði. Lamaði maðurinn hafði heyrt um Jesú, og að hann gæti læknað þá sem eru veikir. Og nú var Jesús einmitt staddur í bænum hans. Jesús var í heimsókn í stóru húsi. Þarvarfjöldi manns. Allirvoru komnir þangað til þess að hitta hann. Það var heldur ekkert skrýtið, því Jesús var ekkert venjulegur maður. Hann varsvo viturog góður. Allirvoru mjög forvitnir. Inni í stóra húsinu var svo margt fólk að það var ómögulegt fyrir fleiri að komast inn. Sumir urðu að vera fyrir utan og reyna að heyra það sem Jesússagði.Sumirvildutalaviðhann, aðrir vildu hlusta á hann og svo voru margir sjúkir sem þurftu á lækningu að halda. Lamaða manninn langaði svo mikiðtil þessað Jesús læknaði hann. Hann bað vini sína að hjálpa sér. Vinir hans lögðu hann á stóran dúk og báru hann alla leiðina að húsinu, þar sem Jesús var. En þegar þeir komu þangað var húsið orðið fullt af fólki. -Við komumst ekki inn, sögðu vinir mannsins. En lamaði maðurinn vildi ekki gefast upp. - Farið með mig upp á þak, sagði hann. Vinir hans klifruðu með hann upp á þakið. Þeir vildu allt fyrir hann gera, en þetta var ekki auðvelt. Þegar þeir voru komnir upp á þakið, rifu þeir þakplöturnar af og gerðu nægilega stórt gat á þakið beint fyrir ofan staðinn þar sem Jesús stóð. Síðan létu þeir manninn síga niður um gatið, ístóradúknum. Þeir fóru mjög varlega og gættu þess að missa hann ekki. Jesús sá manninn og hve veikur hann var. En fræðimennirnir og farísearnir sem voru að hlusta á Jesú, vildu reka manninn burt. En Jesú, sem þykir svo vænt um alla, ákvað að lækna manninn. Hann sagði við mann- inn: Syndir þínar eru fyrirgefnar. Síðan sagði hann mann- inum að standa uppog fara heim. Þegar maður- innsem hafðiverið lamaður svo lengi fann að hann gat hreyft sig, varð hann himinlifandi. Hann stóð hikandi á fætur. Hann var orðinn heilbrigður. Hann vegsamaði Guð og hljóp heim til sín. Vinir hans urðu líka mjög glaðir og allir sem sáu kraftaverkið urðu undrandi og lofuðu Guð og sögðu: Aldrei höfum við séð neitt þessu líkt!

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.