Barnablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 18

Barnablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 18
18 BARNABLAÐIÐ P Vilt þú hjálpa til? Barnablaðinu hefur borist skemmtileg saga frá sex ára snáða, við mynd á bls. 22 úr síðasta blaði. Það var sumardagur í Kærabæ. íKærabævoruallirvinir. Endag- urinn virtist ætla að verða hálf gerður óhappadagurfyrir marga íbúa bæjarins. Kalli kokkur stóð við gluggann og klóraði á sér hökuna. Hann skildi ekkert í því af hverju rúðan var brotin. -Jæja, égverðvístbara aðsetja nýja rúðu í. Hugsið ykkur, það var líka búið að stela dekkinu undan nýja bílnum hans Kalla. Ja - hérna. Þetta er nú meiri dagurinn. Fyrir utan búðina stóð Berglind litla og volaði. Hún var búin að missa ísinn sinn í götuna. Það var nú ekki nógu gott. Ef hún verður þæg, kaupir mamma hennar nýjan ís handa henni. Hún var einmitt að kaupa sér blað hinu megin við götuna. Berglind litla komst ekki til mömmu sinnar því stóra bæjar- tréð hafði dottið í götuna og allt var stopp. En við pylsuvagninn stóð aðal söguhetjan, hann Kubbur. Hann var að kaupa sér pylsu í svanginn. En hvað hald- ið þið, á meðan Kubbur borgaði sölumanninum, þá kom prakk- arinn hann Lubbi og borðaði pylsuna hans og Kubbur átti ekki meiri peninga svo hann hélt bara áfram að vera svang- ur. Hann var hvort sem er á leiðinni heim í kvöldmatinn til mömmu sinnar. Hann vissi hvað yrði í matinn. Það var upp- áhaldsmaturinn hans: Steiktur fiskur. Svo það var kannski eins gott að pylsan fór ekki í magann hans. Kubbur leit yfir götuna og sá Stínu fínu í vandræðum með sólhlífina sína, þvívindur- inn var að verða pínulítið meiri en um daginn. Hún Stína fína ætti bara að hætta að ganga með þessa fínu sóhlíf, því hún er alltaf í einhverjum vandræð- um með hana, hugsaði Kubbur. Aumingja Kútur klaufabárður var að flýta sér svo mikið heim með allt sem hann keypti í búð- inni að hann rak tána í holræsa- lokið í götunni og datt kylliflatur á nefið. Þið sjáið hvað dagurinn var mik- ill óhappdagur fyrir íbúa Kæra- bæjar. Ibúarnir í bænum þurfa samt enga hjálp í vandræðum sínum, því þeir eru allir svo góðir hvor við annan og alltaf í svo góðu skapi að vandræðin bara leysast einhvern veginn af sjálfu sér. Það eiga allir að vera góðir við alla. Þá er miklu skemmti- legra að vera til! Ég heiti Þorvaldur Halldórsson 6 ára Urðarbraut 2 250 Garði Ég samdi söguna, en mamma mínskrifaði hananiðurfyrirmig. Með fyrirfram þökk og kærri kveðju! Þorvaldur.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.