Alþýðublaðið - 31.08.1923, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 31.08.1923, Qupperneq 1
Gefið út; af Alþýðnflokknam »923 Fostudagini! 31. ágúst. 198. tölublað. Flokkaskifting. (NI.) íslenzk jafnaðarstefna er ung og hefir að mörgu leyti átt erfitt uppdráttar. Iiún • barst hingað, meðan við lágum í deilum við Dani; og þjóðin var illa undir það búin að skilj-i hana og veita henni móttöku. Margir voru von- litlir um, að húa festi rætur nema í stærstu kauptúnum landsins. En hér er aðallega bændaveldi, bæði vegna þess, hve tnargir þeir eru, en einkum vegna þess, hve kjördæmáskipuoiu er rang- lát. Það varð að vinna þá til fylgis við stefnuna. Það er reynsla aunara þjóða, að bændur skilja bezt annan þátt þjóðnýtingarinnar, sam- vinnuna, enda á hún aðallega við atvinnuveg þeirra. Grelðtær- asta leiðin var því að gera þá að samvinnumönnum, byggja á þeim grundveili, sem Dgður hífði verið með kaupfélögunum. í>að ráð var þess vegna upp tekið að stofna Framsóknar- flokkinn, og vaídist aðallega til þess einn af þáveraudi forvígis- mönnum jafnaðarmanna í Reykja- vík, Jónas Jónsson frá Hriflu. Nú eru jafnaðarmenn sammála auðvaldssinnum um það, -að jafnaðarstefnan sé tögur hugsjón. en að hún sé því miður ekki framkvæmanleg nema með bættri hugsun, það er að segja, að meiri hluti þjóðarinnar verði jafnaðarmenn, Þeir tara þess vegna ekki í neina Iaunbofa með kenningar sfnar og kröfur. Þair vilja ekki tá menn til íylgis við sig með (ölskum forsendUm, Þeir þurfa þess ekki. Þaim er enginn akkur í að leyna því, að sam- vinnan er engin sérstök stefna, heldur að eins þáttur af jafnað- arstefnunni,' enda eru samvinnu- menn í öðrum löndum ekki sér- stakur stjórnmálaflokkur. En slík hreinskilni átti ekki við skaplyndi þeirra, sem tóku að sér forustu Framsóknarflokks- ins. Þeir þorðu ekki að ganga í berhögg við það íhald og þröngsýni, sem ranglega er eign- að íslenzkum bændum. Hér við bættist, að inn f flokk- inn var rookað moði, — eftir- stöðvum frá fyrri árum, mönnum, sem voru orðnir á eftir tfman- um, mönnum, sem hvorki höfðu stefnu né áhugamál, heldur stunduðu stjórnmál eins og aðrir stunda sjóróðra og hrossakaup. Slíkir menn geta aldrci mynd- að heiibrigðan stjórnmálaflokk, geta aldrei sameinaEt um ákveðna stefnu. geta aidrei orðið annað en klíka, sem keppir um völd. Enda hefir það orðið svo. Með- alið hefir orðið að marki og markið að meðali. Hlutverkið var að gera bændur að sam- vinnumönnum, jatnaðarmönnum. Það hefir tekist betur en boðað var, og það er að þakka þeirri stefnu, sem »flokkminn< fékk að láni hjá jafnaðarmönnum. En þó að hlutverki flokksins sé iokið, þá er eftir klíkan. sem keppir um völd. Hún reynir að nota samvinnuhreyfinguná sem þrep í valdastiganum. Fyrir kosningar fær hún að láni einstaka atriði úr stefnuskrá jafnaðarmanna til þess að sýnast ekki alveg eins andlega voluð og >Morgunb!aðs- liðiðf. Ef hún vildi umbætur í raun og veru, ætti hún aðallega að styðja jafnaðarmenn til kosn- inga, en hún sýnir þeim fullan fjandsbap, sem eðliiegt er, því stefna þeirra eru öflugustu and- mælin gegn öllum klfkum, sem hafa velferðarmál þjóðarinnar áð valdaglingri. Framsóknarflokkurinn hefir gert dálítið gagn, þó hann geri það ekki lengur. Við þökkum hon- um kæriega fyrir það, sem hann hefir fyrir okkur gert. Við ætl- um sjálfir að gera það, sem eftir Kvenhatarinn er nú seldur í Tjarnargötu 5 og Bókaverzlun ísafoldar. er. Vonandi, að hann fái hæjt og rólegt Bndlát á næsta kjör- tímabili! Hér er ekki rúm til að fara nánara út í afstöðu þessaraflokka. Aðalatriðið er þetta: þeir eiga ekki samleið. Jafnaðarstefnan er aðalbrautin. Framsóknarflokk- urinn hefir aldrei verið annað en afleggjari. — Andstæðingar jafmðarmanna eru auðvaldssinuar. Þetr hata orðið að horfa upp á það öðru hvoru, að >Tímaklíkan< hefir setlð að kjötpottum landsins, Það hefir þeim sviðið. Þeir eru yfirleitt ekki gáfaðir, en þó hefir þeim ioksins skilist, að þeir þyrftu lika að útvega sér afleggjara. Samkvæmt stefnu sinni gt ta þeir ekki náð í nema iéiegasta hluta bænda. Sá, sem veitlr því verki forstöðu, verður þess vegna að fulinægja öilum aðaigöllum þeirra. Hann verður að hafa verið hetðarstytta til þess að fullnægja lítilmenskunni, verður að vera þröngsýnn og aítur- haldssamur, verður bæði í senn að vera smásálarlegur og bruðl- unarsamur, að spara eyrinn, en kasta krónunni. Einn maður öðrum fremur upp'yllir öll þessi skilyrði. Það er Magnús Guð- mundsson fyrrverandi tjármála- ráðherra. Hann’ stofnaði >Vörð<. Hann gerðist hliðstæða Jónasar Jónssonar í íslenzkum stjórn- málum. Þetta er flokkaskiftingin i Sðaldráttum. Stetnurnar eru tvær, flokkarnir tveir, jafnaðarmenn og hinir. >Vörður< og >Tíminn< eru ekkert annað en afleggjarar, og Tfminn er orðinn óþarfur og einskis nýtur afleggjari. Jafnað- armenn þurfa ekki lengur á honum aðhalda. Þeir sigra samt. Z.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.