19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 26
eins og liann einn væri framfærandi barnsins. Þetta
er mjiig ranglátt gagnvart mæðrum og fráskildum
konum, þar sem enginn frádráttur er veittur fyrir
framlag þeirra við uppeldi barnanna. Það er því
greinilegt, að skattalögin vilja alls ekki viður-
kenna, að eiginkona og móðir sé framjœrandi, sem
er jafn eiginmanni og föður um réttindi og skyld-
ur. Heimilisstörfin eru framlag konunnar, sem
vinnur iieima, og hjónabandslögin viðurkenna að
svo sé.
Heimiiisstörfin eru oft miklu meiri en ein
manneskja getur innt af hendi á hcefilegum vinnu-
degi, þannig að fullnægt verði menningarkröfum
um hreinlæti, matargerð og uppeldi barna. (Ath.
24. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóð-
anna: „Hverjum manni ber réttur til hvíldar og
tómstunda, og telst þar til hœfileg takmörkun
vinnutima og reglubundið orlof að óskertum laun-
um“). Skattalögin viðurkenna jafnvel ekki nauð-
synina fyrir hjálp móðurinni til handa meðan hún
gengur með og elur barn, hversu mörg og hversu
ung börn sem fyrir eru á heimilinu. Slík hjálp er
álitin munaður fyrir móðurina. Jafnvel fæðingar-
styrkurinn er skattskyldur.3
1 23. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu
þjóðanna segir: ,,Hver maður á rétt á atvinnu að
frjálsu vali . . .“, en skattalögin gera ógiftum kon-
um nær ókleift að höndla þann rétt. Af því sem
þegar hefur verið sagt, ætti það að vera auðskilið
mál, að gift kona hefur raunverulaga alls ekki
frjálst stöðuval.
Þegar skattalögunum verður breytt, má ekki
gleyma þessum atriðum, sem eru þýðingarmikil
frá sjónarmiði kvenna:
1. Eiginmaður og eiginkona hafa í aðalatriðum
sama rétt til eigna og tekna.
2. Eiginmaður og eiginkona (faðir og móðir)
eru bæði framfærendur barna sinna.
3. Störf eiginkonunnar (móðurinnar), sem ekki
hefur „tómstundir" til þess að yfirgefa heim-
ilið,4 eru að minnsta kosti eins mikils virði
og ef einhver annar vinnur þau, hvort sem er
innan heimilisveggjanna eða utan þeirra. —
Umsjá stórrar fjölskyldu fylgir meiri vinna
en ein manneskja getur annað.
Þess vegna verður að gera þessar breytingar:
I. Tekjur og eignir hjóna verði skattlagðar sem
tveggja jafnrétthárra aðila dn tillits til fram-
lags hvors lijóna um sig, í samræmi við skipti
við dauðsfall eða skilnað.
2. Frádrætti vegna barna verði skipt milli for-
eldra, ef þeir eru ekki samvistum, í samræmi
við rétt þeirra og skyldur sem framfærenda.
3. Starf konunnar, sem vinnur lieima — framlag
hennar við framfærslu fjölskyldunnar, —
verði rnetið með tilliti til stærðar fjölskyld-
unnar, aldurs barnanna o. s. frv. og upphæð-
in síðan, á sama hátt og innvinningur konu,
sem vinnur utan heimilis, lögð við tekjur
mannsins, en uþþhæðinni skiþt i tvo jafna
hluta til skatlagningar. Frádráttur vegna
heimilishjálpar verði ákveðinn og flokkaður
í samræmi við matið á heimilisstörfunum,
svo og við þann tíma, sem kona vinnur utan
heimilis.
Þegar viðurkennt hefur verið, að störfin, sem
unnin eru heima, séu eins mikils virði og ef
þau eru unnin utan heimilis, ætti það' að
leiða af sjálfu sér, að persónufrádrátturinn
verði ákveðinn í nokkru samræmi við raun-
verulegan lágmarkskostnað menningarlífs.
4. Nýr skattstigi verði gerður í samræmi við hið
nýja kerfi.
Lausn skattavandamálsins á grundvelli fullkom-
ins jafnréttis milli hjóna verður einn stærsti áfang-
inn að takmarki okkar:
Sömu réttindi — sömu skyldur.
Tilvitnanir skv. tilvitnunarmerkjum i greininni:
1) Eftir breytingunum, sem gerðar voru á skattalögunum síðan
greinin var skrifuð, cru nú tveir skattstigar, annar fyrir ein-
staklinga, en hinn fyrir hjón, en eftir sem áður eru skattar lægri
á einstaklingum en hjónum, og það enda þótt konan vinni ekki
utan heimilis. — Dæmi: Hjón með þrjú börn — nettótekjur kr.
50.000,00 — skattur kr. 785,00. — Hjónaleysi með þrjú börn,
sömu tekjur, — skatlur kr. 660,00 (50.00 -j- 610,00).
2) í Danmörku er læknum, tannlæknum, dýralæknum og ljós-
mæðrum, sem hafa starfsemi s,na heima, veittur frádráttur fyrir
helmingi vinnukostnaðar.
3) Starfsmaður skattstofunnar í Reykjavík sagði mér, eftir að
greinin birtist, að fæðingarslyrkurinn væri ekki reiknaður til
skatts, en ég vakti athygli hans á því, að á framtalseyðublaðinu
hefði það ekki verið sjáanlegt, að fæðingarstyrkurinn væri frek-
ar en aðrar bætur frá Tryggingarstofnun ríkisins undanþeginn
framtalsskyldu eða skattlagningu.
4) Rétt er að gefa skýringu á þessu orðalagi, enda er í grein-
inni sjálfri vísað í marzblað International Women’s News 1951,
þar sem sagt er frá kröfu belgískra kvenna um sérsköttun til
handa þeim, er vinna utan heimilis. Fjármálaráðherrann sagði
í svarbréfi sínu, að slík sérsköttun væri ósanngjörn gagnvart
þeim konum, sem ekki hafa „tómstundir" til að yfirgefa heimili
sín. Ég vildi nefnilega vekja athygli lesenda I. W. N. á því, að
þessi skoðun ráðherrans á við rök að styðjast, þótt það hins veg-
ar sé ljóst, að hann heldur, eins og margur annar, að aðeins þær
konur vinni utan lieimilis, sem „tómstundir" hafa til þess.
19. JÚNÍ
12