19. júní


19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.1961, Blaðsíða 14
Brúður ársins 1961 Hæ, trallera! Hæ, fallera! Sigur minn er í nánd. Ég verð brúður ársins 1961. Þú hélzt þér yrði undankomu auðið. Veiðibráði maður, eigi gættir þú hvert stefndi, meðan girndin brann þér í blóði. Þú hélzt þú hefðir mig veitt, er bráðarinnar væri neytt gætirðu haldið leiðar þinnar — einn. Eigi grunaði þig, gæzkur, að hindin, gullinhyrnda er þú hugðir þig fanga, fangaði þig, stýrði för þinni og beindi henni að rjóðrinu góða, réði leik og leikslokum. Eigi grunaði þig, gæzkur, að þér var aldrei ætlað að halda leiðar þinnar — einn. Hví skyldi eg þig lausan láta, er mín hafðir notið. Þó að ljóst væri mér, að tjaldi þínu var aðeins slegið upp til einnar nætur. — En engi vildi eg einnar nætur kona vera. Hví skyldi eg eigi byggja tjald þitt lengur, tjald okkar. Hví skyldi eg eigi metta þig á ný, þúsund sinnum þúsund. Ég er kona, þú ert karlmaður, því hlýt ég að verða þér ofjarl. Eigi aðeins sakir: stjörnuljóma augna minna, rósmjúkra vara minna, gljáandi lokkasafnsins, brjóstanna björtu með blómknöppunum tveim og skautsins dimma og djúpa, sem dregur þig að sér. Sakir alls þessa hlýt ég að verða þér ofjarl. En eigi aðeins sakir þessa, heldur einnig hugrekkis míns, dulbúinnar dirfsku minnar, þrautseigju minnar að þjást í þögn, sleikja sár mín á laun, brosa við móðgunum, láta þig aldrei sjá mig beygða. Ég er Dalila þú ert Samson. Hversu sigra skyldi Samson hinn sterka kenndi Dalíla frá Sóreksdal kynsystrum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.