19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 5

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 5
Launajafnrétti í framkvæmd ► Það má segja, að við stöndum á tímamótum i kvenréttindabaráttunni hér á landi. Á þessu ári eru 20 ár frá því að rikið samþykkti launalög opinberra starfsmanna, þar sem gert var ráð fyr- ir, að konur og karlar hafi sömu laun fyrir sömu vinnu i þjónustu ríkisins. Á næsta ári kemur einnig til endanlegrar sam þykktar launajafnrétti í almennri vinnu. Lög, sem Alþingi samþykkti, að náð skyldi með stighækk- andi launum, þar til jöfnum launum væri náð, en það verður á árinu 1967. Mikið hefur því áunnizt þessi 20 ár, og æ oft- ar heyrum við spurt, hvort allt sé ekki fengið. Jafnrétti til þátttöku í opinberu lífi, kosningar- réttur, jafnrétti til alls náms, jafnrétti til stöðu vals og jafnrétti til launa. Er kvenréttindabaráttan nauðsynleg, á hún nokkurn rétt á sér lengur? Þessi spurning kemur ekki síður frá konunum sjálfum, að vísu ekki frá þeim, sem stunda launa- vinnu við hlið karla á hinum ýmsu vinnustöðum, heldur frá þeim konum, sem vinna á heimilum sínum, en þurfa ekki að sækja vinnu út fyrir það. Okkur er öllum hollt að athuga nokkuð, hvern ig þetta atriði um jöfn laun hefur orðið í fram- kvæmd þessi fyrstu 20 ár. Á öllum ríkisstofnunum eru ýmis sömu störf unnin af konum og körlum á víxl. k Öneitanlega er töluverður misbrestur á, að lög- unum hafi verið framfylgt, að dómi okkar kvenna. Ráðamönnum er oft ekki ljúft að viðurkenna, að konur séu jafnhæfar til hinna ýmsu starfa, né heldur að þær hafi rétt til þess að vinna utan heimilis. Við endurskoðun og samþykktir launalaganna á síðasta ári fengust ýmsar starfsgreinar kvenna ►. metnar til jafns við þær starfsgreinar^gem karl- ar gegna eingöngu. Það er þó ennþá misbrestur á þvi, að skrifstofu- störf séu metin til jafns og er þó öllum ljóst, að konur ættu að geta leyst þau af hendi eins og karlar. Ef störf gjaldkera, bókara, bókavarðar, verkstjóra og teiknara eru skipuð konum, eru þau lægra launuð heldur en þegar karlar gegna þeim. 1 gjaldkerastarfi er því oft borið við, að starfið sé ekki eins umfangsmikið, að gjaldkerinn njóti aðstoðar (karlmanns) eða velta fyrirtækisins sé minni. Konan er því flokkuð 2-—3 launaflokkum neðar heldur en karlmaður í sömu stöðu hjá hlið- stæðu fyrirtæki. Réttlæting á þessu samkvæmt launalögum er alltaf tiltæk, lögin má teygja svo dugi. Því miður hafa konur oft ekki lokið fag- eða embættisprófum, og þá nægir ekki að hafa 10 —20 ára starfsferil að baki, ef um konu er að ræða. Starfsheitið er líka haft annað, ef kona gegnir störfunum, algengast er ritari, aðstoðarmaður á skrifstofum, nýliðar á teiknistofum, o. fl. þ. h. Stúlkur eru þvi alltaf ráðnar í 1.—3. launa- flokk. Eins og lögin eru nú, eftir siðustu breyt- ingar, mega þær vænta þess, að eftir eitt ár flvtj- ist þær í 4. launaflokk, og eiga þess þá kost að hækka um 300 kr. á 3ja ára fresti. Stúlkur, sem hafa lokið verzlunarskóla, gagnfræðaprófi eða vél- ritunarnámi, geta þvi, ef þær vinna hjá rikinu, gert sér vonir um að komast eftir 10 ára starfs- tima jafnhátt og nú er boðið sem byrjunarlaun á frjálsum vinnumarkaði, eða ca. 9000 kr. á mán- uði. Ráðamenn ríkisstofnana auglýsa oft fjórum sinnum á ári eftir vélriturum, því að við þessi kjör sætta stúlkur sig ekki til lengdar. Ef piltur er ráðinn til starfa á skrifstofu hjá opinberri stofnun, eru honum aldrei boðin aðstoð- armannalaun samkvæmt 1.—4. launaflokki, held- ur samkv. 7.—8. flokki, eða þau laun, sem stúlk- 19. JtlNl 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.