19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 6
um er ætlað að ná eftir 10 ára starf, en það sam- svarar verkamannalaunum. Starfsheiti piltsins er líka alltaf annað: „bókari“, „fulltrúi", „aðstoðarmaður fulltrúa“, „vörður“ eða eitthvað enn skáldlegra. Sömu sögu er að segja um teiknara. Þar hafa lögin um sömu laun fyrir sömu vinnu ekki feng- ið staðfestingu. Nærtækt dæmi var í fyrrasumar, þegar ein ríkisstofnun auglýsti eftir teiknurum. Tvennt var ráðið: kona, sem teiknað hafði sjálf- stætt verklegar teikningar í 6 ár, og maður, sem var barnakennari að menntun, en hafði þess utan unnið við teikningar í sumarfríum um 10 ára skeið. Maðurinn var auðvitað ráðinn sem I. stigs teiknari og hélt því þeim launum, sem hann hafði, en konan var ráðin sem byrjandi í 4. launaflokki, með þeim ummælum, að hún slyppi við 1. flokk, „af því að hún var komin af unglingsárum“. Hún fékk ekki einu sinni að teljast II. stigs teiknari (7. flokk), þrátt fyrir starfsferil sinn og þjálfun. Báð ir þessir starfsmenn voru ágætir teiknarar; mun- urinn var aðeins sá, að annar var kona. Konan gerði sér vonir um að geta unnið áfram við teikn- ingar, til þess að létta undir með manni sínum við að byggja yfir þau hús, en hún varð að hætta fljótlega, af því að launin gerðu ekki betur en að greiða fyrir barnagæzlu, sem hún varð að hafa, á meðan hún vann utan heimilis. Hennar vinnuafl var svona miklu lægra metið. Þessi fáu dæmi dreg ég hér fram til þess að sanna, að með lagasetningunni einni er ekki allt fengið. Öll misbeiting, sem konur verða að sæta, er réttlætt og samræmd lögunum. Þannig verður það áfram, þar til konurnar læra að standa á rétti sínum. Unga stúlkan verður að gera sér grein fyrir því, að á henni hvíla tvenns konar skyldur. Fyrst verð- ur hún að nota unglingsárin til þess að læra það starf, sem hugurinn stendur til. Sérhæfa sig ann- aðhvort til handverks, verzlunarstarfa eða til emb- ættisþjónustu, þær verða að ljúka öllum tilskild- um prófum á réttum tíma, til þess að geta með sanni selt vinnu sína á sama hátt og piltarnir. En að lokinni sérmenntun verður hún líka að afla sér menntunar um barnauppeldi, meðferð á börn- um, hún verður að læra matreiðslu og hún verð- ur að læra þjónustubrögð og hússtjórn, því engin stúlka ætlar sér að bregðast þeirri skyldu við lífið. Nú er það svo, að frekar er sótzt eftir körlum en konum til starfa. Því er oft borið við, að kon- ur séu óáreiðanlegur vinnukraftur. Þær eiga börn, þurfa að fá 3ja mánaða frí einu sinni, tvisvar, jafnvel þrisvar, eins og lög gera ráð fyrir. Á okk- ar tímum hefur þetta breytzt. Nú er það þjóð- félaginu nauðsyn, að konan vinni utan heimilis- ins líka, til þess að skapa heimilunum hærri tekna, sem aftur gerir þeim mögulegt að lifa betra lífi, hafa betri húsakynni og veita sér og börn unum fleira til gleði og fegrunar tilverunnar. Fólk á börn sín fyrr og mun yngra en áður, og verður því að stofna heimili þegar á unglings árum. Þetta getur unga fólkið ekki, nema með því móti, að konan vinni líka launavinnu utan heimilis. Það er munaður, sem fáir ungir foreldr- ar geta veitt sér, að konan sé heima. Konan verð- ur, að minnsta kosti fyrstu árin, að vinna utan heimilis, sinna uppeldisstörfum og húsverkum, eft- ir venjulegan vinnudag, hversu óhollt sem slíkt er börnunum. Að öðrum kosti væru engin heimili stofnsett af ungum foreldrum, sem við erum þó öll sammála um, að sé einstaklingunum fyrir beztu og þjóðfélaginu nauðsyn, þegar unga fólkið hefui þegar stofnað til fjölskyldu. Unga konan er því aftur komin á vinnumark- aðinn, nauðug viljug, og verður þar meiri hluta ævi sinnar, eins og maðurinn. Hún verður því að kunna verk sitt, skapa hjá sér vinnumetnað sam- fara vinnuhæfni, annars finnur hún ekki, að henni beri sömu laun og körlum fyrir sömu vinnu, og að hún er ekki lakari vinnukraftur. Oft er kvenréttindakonum borið það á brýn, að fyrir þeim vaki að „kúga“ karlmanninn og ná yfirhöndinni á öllum sviðum atvinnulífsins, en hlaupast frá heilagri skyldu sinni, að annast upp- eldi bamanna. Slík fjarstæða er aðeins útúrsnúningur karla. Kvenréttindakonur hafa aldrei ætlað sér annað en að fá viðurkennt jafnrétti og að konur fái sömu laun og karlar, þegar unnið er við sömu vinnu, við sömu skilyrði og skilað sömu afköstum. Það verða alltaf næg störf, sem konum henta ekki og þær munu aldrei sækjast eftir. Nú er það því nauðsynlegasta verkefni Kven- réttindafélagsins að styðja og vekja ungu konum- ar til þess að notfæra sér þau lagalegu réttindi, sem fengin eru, en sem þær flestar eru varla vit- andi um eða aðnjótandi. P.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.