19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 7
Julíana Sveinsdóttir listakona f. 31. júlí 1889 — d. 17. apríl 1966. Minning Júlíana var fædd í Vestmannaeyjum, dóttir hjónanna Sveins Jónssonar snikkara og Guðrúnar Runólfsdóttur. Faðir hennar varð síðar einn af kunnustu húsa- snn'ðameisturum Reykjavíkur, og teiknaði hann sjálfur fjölda húsa, sem enn prýða höfuðborgina, en frá honum fyrst og fremst mun Júlíana hafa tekið að erfðum listagáfu sína. Hún var sett til náms í Kvennaskólann í Reykjavík og að námi loknu rétti forstöðukona skólans henni „Silfur- skeiðina" að verðlaunum, en það var mesta viður- kenning skólans fyrir frábæra hæfileika í teikn- ingu. Fyrir eindregin tilmæli Ingibjargar H. Bjarna- son, sem þá var forstöðukona skólans, sendu for- eldrar Júlíönu hana til náms í málaralist til Kaup- mannahafnar. Stefndi hún þegar að því að þreyta inntökupróf á Listaháskólann þar í borg að undir- búningsnámi loknu. Gekk henni lengi vel erfið- lega að ná prófinu, því kennarar hennar við und- irbúningsskólana hneigðust að annarri listastefnu en prófessorar Listaháskólans. Loks komst hún þó til réttra kennara og þreytti enn inntökupróf vor- ið 1912. Sigldi hún þegar til Islands með Botniu gömlu, en bróðir hennar lofaði að senda henni skeyti til Leith um úrslit prófsins, sem ekki höfðu legið fyrir, þegar hún hélt af stað. Mikill var spenningur hennar, þegar hún tók við skeytinu í Leith, og mikill var fögnuður hennar, þegar hún leit innihald þess: „Bestaaet“. Fyrsta áfanga hinnar erfiðu listabrautar var lok- ið og var eigi unnt að segja, að hann hefði verið án fyrirhafnar. Júlíönu sóttist námið vel á Listaháskólamim og dvaldi þar árin 1912—17. Flest sumur fer hún til Islands að mála og tókst jafnan bezt upp við íslenzk viðfangsefni, en þó bezt í Vestmannaeyjum, sem hún unni framar öllum öðrum stöðum. En ekki var hún ánægð með þroska sinn á lista- brautinni, hún vildi í suðurveg og sjá verk meist- aranna á söfnum Italíu, og þangað heldur liún seint á þriðja tug aldarinnar, og tekur þá stíll hennar smám saman miklum stakkaskiptum, og má þá segja, að þáttaskil séu á ferli hennar. Fór hún síðar fleiri ferðir, bæði til Ítalíu og Frakk- lands, og dvaldi þar oft mánuðum saman. En ef til vill má þó segja, að sumrin, sem hún dvaldi i Borgarfirði, oftast á Húsafelli, ásamt þeim Guðmundi (Mugg) Thorsteinsson, Jóni Stefáns- syni og Ásgrimi Jónssyni, hafi verið sá tími, sem henni var einna kærast að minnast. Mörg af fegurstu verkum hennar eru frá þeim tíma, og einnig úr Norðurárdalnum, en þar dvaldi hún alllengi hjá Dalsmynni. Um þetta leyti flyzt Júlíana heim til Islands og reisir sér íbúðarhús með vinnustofu að Berg- staðastræti 72 í Reykjavík. Á hún heimili í Reykjavík árin 1929-—1931, en flyzt þá aftur til Danmerkur og tekur þá til við nýja listgrein, listvefnað, og tekur að vefa af miklu kappi. Hafði hún þó áður náð góðum tökum á málaralistinni, mosaik-gerð og einnig numið freskó-list hjá hinum þekkta listamanni Elof Rise- bye, sem síðar varð prófessor við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Frh. á bls.23. 19. JÚNl 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.