19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 27

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 27
Um barnagæzlu og leikvelli Framh. af bls. 19: Stærri börnin 6—12 þurfa líka að fá fleiri ör- ugga staði, svo að gatan freisti þeirra ekki til leikja. f mörgum eldri borgum nágrannalandanna vek- ur það oft athygli okkar, að börn eru hvergi á almannafæri, fyrr en þau eru farin að stunda einhvers konar vinnu. f Englandi, Sviss og á Norðurlöndum eru stór- ir hlutar skemmtigarða borganna nú á síðari ár- um teknir til afnota fyrir börnin. yngri en 19 ára — eftirlauna þeirra, er hann hafði öðlazt rétt til, að tilteknum hluta, eins og lýst er hér að framan. — Teljið þér líklegt, áð hér verði á nœstunni sett löggjöf um almennan eftirlaunasjöð fyrir aila tekjuaflandi landsmenn? Ég tel það mjög æskilegt og lít svo á, að það sé fullkomlega tímabært að setja löggjöf um eftir- launasjóð og eftirlaunatryggingu fyrir allt vinn- andi fólk, til viðbótar við gildandi lífeyristrygg- ingar. Eftirlaunin séu miðuð við fyrri vinnutekj- ur og starfstíma, kaupmáttur þeirra tryggður og upphæð þeirra ákveðin með það fyrir augum, að ellibætur (þ. e. lífeyrir og eftirlaun samtals) nægi til þess að afstýra tilfinnanlegri kjaraskerðingu að loknu ævistarfi. Jafnframt lit ég svo 'á, að sam- tímis þessari lagasetningu þurfi að gera breyt- ingar á gildandi lífeyristryggingum (Alm.tr.), svo þær verði hæfilegur grundvöllur og undir- staða eftirlaunatryggingarinnar og lágmarksbætur við hæfi. Það liefur líka verið tilkynnt opinber- lega, að ríkisstjórnin hafi skipað nefnd til þess að undirbúa lagasetningu um þessi efni. Fyrir norska Stórþinginu liggur nú frumvarp, sem í höfumdráttum svipar mjög til sænsku lög- gjafarinnar, en gerir ráð fyrir nokkuð lægri eftir- launum en ákveðin eru í sænsku lögunum. Talið er víst, að frumvarpið verði samþykkt á þessu þingi og lögin taki gildi í ársbyrjun 1967. Danska ríkisstjórnin hefur einnig skipað nefnd til þess að undirbúa löggjöf um almenna eftir- launatryggingu og endurskoða núgildandi lög um Almannatryggingar. Að endingu þökkum við Haraldi Guðmunds- syni kærlega fyrir þessar upplýsingar, sem hann svo vinsamlega hefur látið okkur í té. Ragnhildur Jónsdóttir. Þeim eru sköpuð athafnasvæði, þar sem dag- legt líf þeirra og leikir binda þau. I Bandaríkjunum er mikið um að byggja stór barnabókasöfn, þar sem börnin sitja bæði úti og inni við bækur, söfnin eru oft í sambandi við tómstundaheimili og íþróttavelli. 1 Rússlandi skipuleggja skólarnir tómstunda- heimili fyrir öll börn á skólaaldri, en starfsmanna- félögum er skylt að koma upp leik- og vinnu- heimilum í sveit fyrir öll börn félagsmanna. Alstaðar er áherzla lögð á það að koma börn- unum undan iðu stórborganna á einhvern örugg- an stað. Hér í Reykjavík hefur aðstaða eldri barnanna til heilbrigðra leikja verið betri en víðast hvar í borgum. Ströndin, fjaran og holtin hafa verið sjálfkjörin athafnasvæði eldri barnanna. Nú er þetta að breytast. Ibúðabyggingar og verksmiðju- hús taka nú upp mörg þau svæði, sem á fyrri árum voru auð og ákjósanleg athafnasvæði barna. Nú verður því að gera fleiri ráðstafanir þeim til handa. Tómstundaheimili hafa nú á siðari árum í vax- andi mæli dregið börnin til sín. Þess er þegar far- ið að gæta í mörgu, þótt ennþ:á verði að auka þá starfsemi og bæta. Iþróttavellir og sparkvellir eru líka komnir á nokkrum stöðum. Möguleikar drengjanna til þess að leika sér við sjóinn og í fjörunni eru aftur á móti orðnir mjög erfiðir, og nærri horfin þau svæði, sem drengjum leyfist að vera á. Það er því orðin brýn nauðsyn að koma aftur á svæðum við sjóinn, þar fengju drengir fullnægt athafnaþörf, mnhverfi, sem síðar gæti leitt leiki þeirra áfram til móts við val þeirra á vinnu. Oft hefur maður séð drengi reisa húsgrindur og skip á auðum svæðum, til þess að rífa þau nið- ur jafnskjótt og reisa ný eða önnur mannvirki, enn stærri. Leiksvæðum, sem miðuð eru við þarfir eldri barnanna, verður að fjölga hið bráðasta. Bezt væri að geta hagnýtt sér aðstæður, sem lega borgarinnar gefur, t. d. með fjörusvæðum eða svæðum, þar sem hægt er að byggja kofa og krók- ótta vegi, hjólabrautir og jafnvel skeiðvelli. Það væri mikil þörf á því að hagnýta eitthvert svæði í nærliggjandi hrauni fyrir leiksvæði, með vega- gerð. Slík svæði eru tiltæk í næsta nágrenni Reykjavíkur, ef vel er að gáð. Petrína K. Jakobsson. 19. JtJNl 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.