19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1966, Qupperneq 28

19. júní - 19.06.1966, Qupperneq 28
JAFNRÉTTISMÁL Á ERLENDUM VETTVAN GI Það væri auðvelt að fylla blaðið með fréttum af áhugamálum kvenna erlendis. Það er því ekki vandalaust að velja það úr, sem konur hér á landi helzt kunna að vilja vita um. Verður því að mestu að láta kylfu ráða kasti. Æskudeild danska kvenréttindafélagsins Iætur til sín heyra. f fyrra — 1965 — voru 50 ár liðin frá því danskar konur fengu kosningar- og kjörgengis- rétt. Það var 5. júni 1915 eða hálfum mánuði á undan íslenzkum konum. 50 ára afmælisins var auðvitað minnzt á ýmsan hátt, en hér skal að- eins sagt frá greinarkorni, sem æskudeild danska kvenréttindafélagsins lét birta í blaði félagsins undir fyrirsögninni: f tilefni —? (I anledning af —?). Æskudeildin telur kvenréttindabaráttuna vera á margan hátt erfiðari nú en hún var fyrir fimmtiu árum, m. a. vegna þess, að þorri kvenna í danska kvenréttindafélaginu (Dansk Kvinde- samfund) sé því miður þeirrar skoðunar, að kon- ur hafi nú að mestu leyti fengið öll þau réttindi, sem þær geti krafizt, og að félagið þurfi nú að- eins að sjá um að halda við þeim lífsvenjum, sem á eru komnar. Þessar sömu konur vilji vera áfram í nafnlausri stöðu sem „húsfreyja“ — i sima- skránni finnist þær ekki, nema því aðeins að mað- ur viti um nafn og stöðu eiginmannsins. Æskudeildin ásakar félagið fyrir að breiða sig út yfir málefni, sem eru réttindamálum kvenna allsendis óviðkomandi. Æskudeildin telur sig vita, hvað hún vill, og hefur því samið drög að stefnu- skrá, og eru þau birt í Kvinden og Samfundet með fyrrnefndu greinarkorni. Skal hér vikið að nokkrum atriðum, sem deildin leggur áherzlu á: Numin skuli úr lögum öll ákvæði, sem fela í sér þá skoðun, að fullmyndugar manneskjur séu á framfæri annarra. (Hefur deildin einkum skatta- lögin í huga). — Hjón skuli bæði halda nöfnum sínum óbreyttum. Öski annað hjóna að taka nafn hins, skal sótt um leyfi til þess. — Fóstureyðingar skuli leyfðar. — Fjölgað skuli fjölskylduráðlegg- ingastöðvum. — Við barnsfæðingu skuli konum tryggð sú afkoma, að þær geti verið öðrum óháð- ar, og skuli þær því fá opinberan styrk, sem svar- ar þörfum fullorðinnar manneskju fyrstu 12 vik- urnar eftir fæðinguna og hálfan styrk næstu 40 vikur. — Við hjónaskilnað skuli foreldrarnir al- mennt vera taldir jafnhæfir til þess að taka sér forræði og uppeldi barnanna. — Hvert hrepps- félag skuli setja á stofn nægilega margar vöggu- stofur, leikskóla og tómstundaheimili. — Allar námsgreinar skuli jafnt kenndar drengjum og stúlkum og sé þeim skilyrðislaust kennt saman, svo sem i leikfimitímum. Þess er veit að geta, að í stjórn æskudeildar- innar er a. m. k. einn karlmaður. Dansk Kvinde- samfund er ekki eingöngu fyrir konur. Flokkun kvenna eftir lijúskaparstétt. Aldrei verður það ráðið af titlum karlmanna, hvort þeir eru giftir eða ógiftir. Hins vegar virð- ist víðast hvar mikil áherzla vera á það lögð, að ávarps- og áritunartitlar kvenna séu í samræmi við hjúskaparstétt þeirra. Þó hefur a. m. k. hér á landi tekizt að útrýma ekkju- og ekkjufrúartitl- inum. Síðastliðið haust var þetta mál talsvert á dagskró í Noregi og Svíþjóð. Nokkur blöð töldu sjálfsagt að hætta að nota frökenartitilinn og hlið stæð orð í öðrum málum, svo sem Fráulein, Made- 26 19. JtJNl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.