19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 31
Nýjn skiptalögin í Danmörku gagnrýml. Marianne Krarup, lögfræðingur, ræðir um nýju dönsku skiptalögin i Kvinden og Samfundet, og telur hún, að sumar þær breytingar, sem gerðar voru, séu spor aftur á bak með hliðsjón af mis- munandi túlkun lögfræðinnar á orðunum ind- bragt og indfört í skiptalögunum og hjúskaparlög- unum. Marianne ICrarup ásakar konurnar i dönsku laganefndinni og allar konumar í ríkisþinginu fyrir að hafa ekki athugað þetta, áður en lögin voru samþykkt. Drykkjuskapur framfæranda. T nýju pólsku fjölskyldulögunum eru ákvæði um, að með dómi megi ákveða, að laun framfær- anda, sem vanrækir framfærskuskyldu sína vegna drykkjuskapar eða af öðrum ástæðum, skuli af- hent hinu hjónanna að nokkru eða öllu leyti. Fæðingarorlof. Fæðingarorlof er tiltölulega nýtt fyrirbrigði. Fyrir nokkrum áratugum var það algengt í Reykja- vík, að fiskþvottakonur væru aðeins viku frá verki, þegar þær eignuðust barn. í löndum, þar sem er almennur skilningur á þörfinni á fæðingarorlofum, er stöðugt verið að lengja þau. Hér skal sagt frá fæðingarorlofum í nokkrum löndum: T Ungverjalandi er 5 mánaða orlof með fullum launum. Auk þess hefur móðirin rétt til að vera heima — launalaust — í allt að þrjú ár, og að þeim tíma liðnum taka við sama starfi og áður. Ef barnið er veikt, hefur móðirin rétt til að vera heima á meðan, en af launum hennar eru þá dregin 50% til 60%. T Austur-Þýzkalandi var fæðingarorlofið nýlega hækkað úr 11 í 14 vikur. Vinnulöggjöfin veitir föður og móður jafnrétti til að fá fri frá vinnu, þegar barn er veikt. t Tékkóslóvakíu er fæðingarorlofið orðið 26 vik- ur, og réttur á launalausu frii, þar til barnið er ársgamalt. Sama starf eða jafngott er konunni tryggt að fríi loknu. í SvíþjóS fá allar konur, sem vinna úti og hafa sjúkradagpeningatryggingu, dagpeninga (sem kall- ast tilkiggssjukpenning) allan þann tima, sem þær eru frá vinnu vegna barnsfæðingar, en þó aldrei lengur en í 180 daga. Dagpeningarnir fara eftir tekjum, frá einni krónu upp í 23 krónur (sænsk- ar) á dag. Nöfn lijóna — ættarnöfn. I fjölskyldulagafrumvarpi Austur-Þýzkalands eru ákvæði um nöfn hjóna. Ætlazt er til, að þau hafi að jafnaði sama nafn, og skulu þau ákveða við stofnun hjúskapar, hvort þau vilja heldur nota nafn eiginkonunnar eða eiginmannsins. Reyndar mega þau hvort um sig halda ættamafni sínu, en þá verða þau að ákveða, hvort ættarnafnið böm- in eiga að fá, en öll bömin verða að hafa sama nafn. t Vestur-Þýzkalandi er nafn eiginmannsins nafn fjölskyldunnar samkv. orðalagi hjúskapar- laganna frá 1957 (jafnréttislög eru þau kölluð). Þó er brúði heimilt að gefa yfirlýsingu um, að hún vilji halda ættarnafni sínu, en nafni eigin- mannsins er bætt aftan við. I nýju fjölskyldulöggjöfinni frá 1964 í Póllandi eru ákvæði um nöfn hjóna. Er þar um þrjá kosti að velja fyrir eiginkonuna: að halda ættarnafni sínu, bæta ættarnafni mannsins við nafn sitt eða taka upp nafn eiginmannsins. Sé látið undir höf- uð leggjast að taka ákvörðun um nafn, fær konan ættarnafn eiginmannsins. T Noregi gengu ný nafnalög í gildi 1. janúar 1965. Samkvæmt þeim á eiginkona einnig þriggja kosta völ, eins og í Póllandi, og er gengið frá því vali við hjónavígsluna. Rrúðguminn á ekki um neitt að velja, hversu Ijótt sem nafnið hans kann að vera. í Danmörku gengu ný nafnalög i gildi árið 1961. Þar eru m. a. ákvæði um, að konum sé heimilt, svo fremi þær tilkynni það við hjóna- vígsluna, að halda ættarnafni sínu, og á það jafnt við um föðurnafn hennar eða ættamafn frá fvrra hjónabandi. Vofir þá ekki lengur sú hætta yfir konum, sem oft hafa slitið hjúskap eða orðið ekkj- ur og giftast aftur, að þurfa að margskipta um nafn. Eitt atriði virðist gleymast í sambandi við sjálf- stæð nöfn hjóna (sem við hér á landi, góðu heilli, höfum haldið frá fornu fari), en það er að skrá þyrfti nafn maka á vegabréf, eins og gert er hér á sjúkrasamlagsskírteinum. Á ferðalögum erlendis er það nauðsynlegt. Anna Sigur'Sardóttir 19. JÚNl 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.