19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 32
KDNUR í ÁBYRGÐARSTÚÐUM ANDRÉ MAURDIS Það er ekkert einsdæmi, að konur sitji á valda- stóli. Það gerðu þær margar þegar í fornöld og fórst oft vel úr hendi. Hér á Vesturlöndum er skemmst að minnast Elísabetar I. í Englandi, og Viktoríu síðar, Maríu Teresíu í Austurríki og Katrínar miklu í Rússlandi. Það er viðurkennd staðreynd, að konur þessar voru stjórnskörungar og þær skipa veglegan sess á bekkjum mannkyns- sögunnar. Þær eiga það líka sammerkt, að ríki þeirra voru voldugri eftir daga þeirra en áður en þær komust til valda. En hví skyldum vér furða okkur á þessu? Kon- ur beita við stjórnarstörfin sömu aðferðum og þeim gefast bezt í einkalífinu: eðlislægri greind og kvenlegu innsæi, forvitni og almennri skyn- semi. Viktoría drottning, sem virt var og elskuð af þegnum sínum, stjórnaði ríkinu rétt eins og það væri hennar eigið heimili. Hún vildi fá að vita um allt, sem fyrir bar. Hún var ráðherrum sínum bezti ráðgjafi og ágætur fulltrúi skoðana hins al- menna borgara í Bretlandi á þeim tímum. Á miðöldum neyddust margar konur til þess, vegna krossferðanna og fjarveru eiginmanna þeirra austur í Landinu helga, að herja á villutrúar- mönnum, að sýsla um lönd öll og lausa aura (þá er eftir voru, þegar mennirnir höfðu kostað allan búnað sinn í krossferðirnar). Oft höfðu þær mikið umleikis og stóðu í stórræðum og segir víða frá því í riddarasögum, hversu vel þeim fórst slík stjórn- sýsla úr hendi. Kristin trú lagði sinn skerf til þess- arar þróunar mála með því að hún viðurkenndi konur sem jafnoka karlmanna fyrir augum drott- ins almáttugs. Abbadísir stóru nunnuklaustranna gegndu líka og gegna enn í dag svipuðum störf- um og forstjórar eða framkvæmdastjórar fyrir- tækja. Það telst ekki lengur til nýlundu, að konur stjórni fyrirtækjum og fari með mannaforráð. Fyrr á öldum, þegar frumstæðir hættir voru við lýði, voru karlmenn allsráðandi. En nú á tímum skipta kraftarnir ekki meginmáli. Nýjar orkulindir koma í stað handafls og burða, sem nauðsynlegir voru áður fyrr. Konur njóta nú orðið menntunar á við karlmenn og það er ekki einasta, að stúlkur stundi nú sömu námsgreinar og piltar, heldur standa þær sig oft betur á prófum. Þessi þróun gerir vart við sig í flestum löndum heims og hvarvetna eykst fjöldi þeirra kvenna, sem sitja í ábyrgðarstöðum innan þjóðfélagsins. 1 Frakklandi einu eru meira en þrjár milljónir kvenna taldir forstjórar eða framkvæmdastjórar fyrirtækja. Hvaða eiginleikum þurfa forstjórar einkum að vera gæddir? — Gáfum? Konur hafa þær til að bera engu síður en karlmenn. — Yiljaþrek? Kon- ur hafa löngum sýnt og sannað, að trú þeirra á verk þau eða framkvæmdir, sem þær ráðast í, er engu síðri til árangurs en karlmennska og hug- rekki sterkara kynsins. Ósjálfrátt kemur manni í hug nafn Jeanne d’Arc, en hversu margar óþekkt- ar konur hafa ekki orðið karlmönnum hvatning til dáða? — Listin að fara með mannaforráð? Ég • myndi ekki hika við að telja konur karlmönn- um fremri í þeirri list, því þær gera sér miklu fyrr grein fyrir því, hvað viðmælandi þeirra er að hugsa, en nokkur karlmaður. Mannþekking þeirra eru miklu skarpari og dómgreindin yfirleitt betri. Þær eru lika elskulegri i viðmóti alla jafna og kunna þá list að draga úr nauðsynlegri gagn- rýni með brosi eða taka broddinn af skipun fyrir verkum með þvi að slá verkmanni gullhamra um leið. Einnig eru þær karlmönnum fremri í því að hugsa um öll smáatriði, sem skipta miklu máli 30 19. JONl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.