19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 33

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 33
BIIOSTNIIt HLEKKIlt I»csijsar félagskoimr liafa látizt síAan IilaðiA kom iit í frrra Þórunn Helgadóttir var fædd 17. sept. 1903, dáin 3. ágúst 1965. Foreldrar hennar voru Guð- rún Þórarinsdóttir og Helgi Guðmundsson. Þór- unn Helgadóttir var gift Páli Sveinssyni yfir- kennara við barnaskóla Hafnarfjarðar, en hann er látinn. Þórunn var félagslynd kona og tók virk- an þátt í mörgum félögum. Hún var í bæjarstjóm Hafnarfjarðar, átti sæti í Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar og Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Formaður Kvenfélags Alþýðuflokksins i Hafn- arfirði var Þórunn í allmörg ár. Sat hún fjölmarga landsfundi K.R.F.I. og ávann sér virðingu og traust félagskvenna. Síðustu árin veitti hún for- stöðu dagheimili í Hafnarfirði. Prúðmennska og velvilji auðkenndi allt hennar starf og bar hún málefni æskunnar mjög fyrir brjósti. Blessuð sé minning hennar. Margrét Thorberg var fædd 27. janúar 1908, dáin 3. maí 1965. Foreldrar hennar voru Kristín Magnúsdóttir Thorberg og Magnús Thorherg. Margrét Thorberg var gift Kjartani Jónssyni verzlunarstjóra. Áhuga á félagsmálum hafði Margrét og þó einkum því sem snerti málefni barna, og má með sanni segja, að í raun og veru var hennar heim- ur heimilið og börnin. Heilsa hennar leyfði ekki virka þátttöku í félagsstörfum. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Steingrímsdóttir var fædd 2. apríl 1885, dáin 8. des. 1965. Foreldrar hennar voru Margrét Þórðardóttir og Steingrimur Guðmunds- son. Gift var Ingibjörg Bjarna Péturssyni blikksmíða- meistara, sem er látinn. Ingibjörg tók mikinn þátt í félagsstörfum og má þar til nefna Góðtemplararegluna, Kvenfélag Fríkirkjunnar og safnaðarstjórn Fríkirkjunnar, og starfaði hún af lifandi áhuga og dugnaði þar. Minningin um óeigingjarnt starf hennar lifir. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Gu'ðmundsdóttir var fædd 6. júní 1895, dáin 14. jan. 1966. Foreldrar hennar voru Helga Bjarnadóttir og Guðmundur Viborg Jóna- tansson gullsmiður. Ingibjörg var gift Pétri Magnússyni fyrrum ráð- herra. Heimili þeirra var gestkvæmt og stóð Ingi- hjörg við hlið manns síns með glæsibrag, en þó hlédræg og dul að eðlisfari. Blessuð sé minning hennar. fyrir endanlegar niðurstöður mála, en um slíkt er karlmönnum ósýnt alla jafna. Síðustu tvo áratugina hefur komið fram á sjón- arsviðið í viðskiptaheiminum skemmtileg persóna með síaukin völd og áhrif. Ég á þar við konuna, sem situr í sæti fulltrúa og einkaritara forstjóra stórfyrirtækjanna. Þetta er starf, sem á mjög vel við konur. Þær fara þar ekki með æðstu völd og bera ekki ábyrgð á gerðum forstjórans, en áhrif þeirra eru mjög mikil. Þær vita um allt, sem á prjónunum er, og koma boðum til skila til réttra aðila, sjá um að allt gangi snurðulaust, og geta jafnvel, ef þörf krefur, tekið við stjórninni stund og stund. Aukin áhrif konunnar krefjast af henni meiri þekkingar. Heimurinn í dag er háður nýjum kenn- ingum og nýjum háttum. Konur verða að hasla sér völl á sviði verkfræði, læknisfræði og annarra greina og láta vísindastörf til sín taka. En þær ættu ekki að láta húmanistísk fræði lönd og leið, þeirra er lika þörf, þótt þörfin fyrir aukin vís- indi virðist í fljótu bragði brýnni. Bókmenntirnar eru líka drjúgur brunnur mannvizku og mann- þekkingar. Framtíð mannkyns veltur á því, hversu haldið verður á málum þessa tugi ára, sem eftir eru til aldamóta. Tækniþróunin getur allt eins opnað okkur dyrnar að ófarnaði og að allsnægtum. Okkur ríður á, að enginn skorist undan. Þegar svo núkið er í húfi, verða allir að leggja hönd á plóginn, konur ekki síður en karlar. 19. JÚNÍ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.