19. júní


19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.1966, Blaðsíða 40
KATLARIFUR 1 sambandi við hóinn gat ég þess, að matur hefði verið soðinn og mjólk flóuð í luktum kötl- um, á öllum heimilum, sem áttu katla. Katlarnir þóttu oft ennþá handhægari en pottarnir til margra nota. Þeir byrgðu hitann vel inni, og vörnuðu því að ryk og sót kæmist í matinn. Lika höfðu þeir það sér til ágætis, að þá mátti grafa ofan í glóð og eimyrju, án þess að eyða sérstöku eldsneyti undir þá. 1 katlinum gat svo undanrennan átt sig, frá því að eldamennsku lauk á daginn, þar til hræran var skömmtuð á kvöldin klukkan 8. Þá var mjólkin rjúkandi heit og lagði af henni sæta angan, sem ég man ekki til að ég hafi fundið svo góða, síðan ég var í Gröf í Eiðaþinghá lengi vetrar og borðaði þar skyrhræru og mjólk, sem Karólina Bergsveinsdóttir sauð í katli niðri í glóðinni. Katl- arnir voru smíðaðir heima og svo vandaðir, að þeir entust um langan aldur. Til eru þesir katlar enn á stöku stað, þó að nú séu húsmæður hættar að nota þá, síðan hætt var að elda í hlóðum. Nútíma- konur kynnu að spyrja sem svo, hvernig unnt hefði verið að hreinsa svo krappan ketil, að ekki brynni stöðugt við hann. En við þeirri eðlilegu spurningu hef ég svarið á reiðum höndum. — Það var nú einmitt sjaldgæft, að brynni við ketilinn, líklega meðfram af þeim ástæðum, að hann var aldrei grafinn ofan í hvínandi glóð, heldur sauð í honum við hægan hita, sem varla brenndi við. En auðvitað þurftu katlarnir að hreinsast, og það vandJega, ef þeir áttu ekki að verða það, sem á góðri íslenzku var nefnt „brunarassar“, en sú ræsting var framkvæmd á ofur einfaldan hátt og með áhaldi, sem ekki þurfti að kaupa dýru verði, fremur en viðjuna og vöndinn. Mér er það enn í fersku minni, þó að ég væri þá aðeins örlítið peð, að ég var á gangi við fé, með móður minni og leiddi hún mig. — Allt í einu sleppti hún hendi af mér, gekk lítið eitt úr Jeið, greip upp eitthvað, sem hún hafði fundið og kom með það í hendinni. Ég spurði hana, hvað hún væri með. Þá svaraði hún: „0, það er svo ágætur „katlarífur“, sem ég fann, og ætla ég að liafa liann heim með mér, því að minn er orðinn Jélegur“. Þá glápti ég undrandi á mömmu og át upp eftir henni orðið, sem ég hafði ekki heyrt fyrr og skildi því ekki: „Katlarífur“. — Hvað er það?“ — Hún rétti mér þvi nær hnöttóttan, gráan vikurstein, á stærð við meðal kartöflu. Eg skoðaði steininn i krók og kring, og sá, að hann var allur eygður utan, hrjúfur viðkomu og svo fann ég að hann var léttari en allir þeir steinar, sem ég hafði áður séð, og leikið mér að, því að steinar voru eftirlætis leikföng mín í bernsku, steinar og blóm. Sagði hún mér þá margt um þennan töfra- stein, sem ómissandi væri á hverjum bæ, til að hreinsa með pottana og rífa innan katlana með, svo að ekki safnaðist skóf í þá. Hún átti engan ketil, aðeins potta, en eftir það lét hún vikurstein- inn bæta um eflir skafann. Litlu síðar komum við að polli. Þá kastaði mamma steininum út í poll- inn. — Ég varð höggdofa af undrun, þegar ég sá hana kasta þessari gersemi frá sér. — Um hug minn flaug sú ætlun, að fyrst hún ekki vildi eiga steininn lengur, skyldi ég kafa til botns í pollin- um, finna steininn og leika mér að honum og aldrei farga honum úr eigu minni. 1 því skyni miðaði ég sjón minni nákvæmlega á blettinn, þar sem steinninn féll í vatnið. — En allt í einu kom steinninn upp á yfirborð vatnsins og synti á poll- inum eins og korkur. Þetta varð orsök ótal spurn- inga, sem ég þurfti að fá svar við, og mamma leysti greiðelga úr þeim öllum. — Að lokum sagði hún mér frá því, hvernig stæði á þessum vikur- hnullungum á yfirborði jarðar. Hún var 6 ára, þegar askan féll úr Dyngjufjöllum 1875, á annan dag páska. Þá varð svo mvrkt i baðstofunni á Skjögrastöðum, um hæstan daginn, að hún rak sig á vefstólinn og fékk bláa kúlu á ennið. Eftir þetta var ég stöðugt á hnotskóg eftir vikur- steinum, þegar ég gekk um Hleiðargarðsland við féð hans föður míns. Fann ég oft „katlaríf" og átti þá safn af þeim, af ýmsurn stærðum. Allar þær gersemar liggja nú í glatkistunni, þar öllum gleymdar nema mér. Ef ég skyldi eiga það eftir að vitja þeirra stöðva, vildi ég helzt vitja um rústir smalakofans, sem ég hlóð mér í Stekkásn- um og pabbi minn þakkti með stórri hellu fyrir mig, svo að ég gæti leitað þar skjóls. Þar kynni að vera fólginn „katlarífur" í rústunum, enn þann dag í dag, eða einhverjir áþekkir töfragripir, sem ég lét þar eftir mig. — Hver veit?“ Gu'Öfinna Þorsteinsdóttir. 38 19. JÚNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.