19. júní


19. júní - 19.06.1969, Side 4

19. júní - 19.06.1969, Side 4
Heimsókn að Bessastöðum Viðtal við frú Halldóru Ingólfsdóttur Eldjárn Skírdagur. — Það er rysjuveður, útsynnings- hraglandi og rok. Páskahretið ætlar ekki að bregð- ast okkur. En bíllinn hennar Eyborgar skýlir okk- ur notalega í nepjurmi. Leiðin liggur suður á Álfta- nes. Húsfreyjan á Bessastöðum á von á okkur í heimsókn. Forsetafrúin, Halldóra Ingólfsdóttir Eld- járn, hefur vinsamlegast orðið við tilmælum rit- nefndar Í9.júní og ætlar að veita okkur viðtal. Við ökum í hlað. Ofinn sjór glettist við auða ströndina, vindurinn rífur í bílhurðina, við eigum fullt i fangi með að hemja okkur í rokinu. Við knýjum dyra á forsetasetrinu. Elskuleg kona lýkur upp og býður okkur inn fyrir. Hún tekur yfirhafnir okkar og vísar okkur inn í stofu til hægri frá inngangi. Forsetafrúin kemur brosandi á móti okkur, býður okkur velkomnar og vísar okkur til sætis. Við hreiðrum um okkur í notalegri stofunni og brátt kemur kaffið. Forsetafrúin skenkir í boll- ana. Við tölum um daginn og veginn, óþvingað, léttilega og eðlilega, og smátt og smátt hneigist samtalið að erindinu, ofurlitlu persónulegu viðtali við frú Halldóru. Við nefnum breytinguna í lífi hennar. „Já,“ forsetafrúin brosir, „það er rétt, ýmislegt hefur breytzt, eins og við vissum fyrir fram að verða mundi. Að því er mig varðar, er það þó engin gjörbylting, ég er enn húsfreyja á meðal- stóru heimili eins og ég var áður, og hef sama fólkið í kringum mig daglega. Og gestakomur voru nokkuð tíðar hjá okkur áður.“ „Hvenær fluttust þér og fjölskylda yðar til Bessastaða?" 2 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.