19. júní


19. júní - 19.06.1969, Side 5

19. júní - 19.06.1969, Side 5
„1 septemberbyrjun síðastliðið haust. Hér þurfti að mála og gera smávegis við húsið, og það tók sinn tíma.“ „Hvernig líður hinn venjulegi dagur á Bessa- stöðum?“ „Ég geri ekki ráð fyrir þvi, að hann sé mikið frábrugðinn því, sem gerist á öðrum heimilum. Tvö eldri börnin fara snemma í skólann eða klukk- an átta, sonurinn í Menntaskólann í Reykjavík, en dóttirin í Hagaskóla, rétt eins og áður. Mað- urinn minn er flesta daga á skrifstofunni fram að hádegi, og þá erum við um tíma ein heima, yngsti sonurinn og ég. Hann er átta ára og geng- ur í barnaskóla hér suður frá, en hann byrjar ekki fyrr en eftir hádegi.“ „En þið eigið fjögur böm?“ „Já, börnin eru fjögur og eitt barnabarn, en elzta dóttirin, Ó.löf, er gift og búsett í Kaupmanna- höfn sem stendur." „Börnin heita?“ „Ólöf er elzt, eins og ég sagði áður, siðan er Þórarinn, þá Sigrún og Ingólfur yngstur.“ „Allt saman gömul og góð íslenzk nöfn. Okkur þykir liklegt, að þau séu i a-ttum ykkar, er ekki svo?“ „Jú,“ svarar forsetafrúin, „þau eru ekki langt sótt, þetta eru foreldranöfnin okkar. Það kom svo sem af sjálfu sér að fylgja gömlum íslenzkum sið í þessu efni, af því að nöfnin eru góð og gild.“ Við ræðum þetta um stund, og það kemur í ljós, að við erum allar sammála, og allar höfum við nefnt börn okkar nöfnum foreldra eða ann- arra náinna ættingja. „En svo að við vikjum aftur að hinum venju- lega degi á Bessastaðaheimilinu: Það gefst vænt- anlega töluverður timi til tómstundaiðkana og til að njóta ótruflaðra samvista við fjölskylduna?" „Mikið af tima mínum fer enn sem fyrr í að sinna um heimilið og börnin, og daglegt heimilis- líf okkar er svipað og það áður var. Helzti mun- urinn er sá, að við þurfum öll sitthvað að sækja til borgarinnar, og það vill verða nokkuð snún- ingasamt, töluverður akstur fram og aftur.“ „En hvað með tómstundaiðju?“ „Jú,“ sagði forsetafrúin, „einhver tími ætti að vera afgangs til tómstundaiðju. Hins vegar get ég ekki stært mig af því að hafa tekið fyrir eitthvert ákveðið svið og einbeitt mér að þvi að ná þar ein- hverjum árangri. Ég hef ekki, enn sem komið er að minnsta kosti, skýrt afmarkaða tómstudaiðju.“ „En liver era helztu áhugamál yðar utan dag- legra skyldustarfa?“ 19. JÚNÍ 3

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.