19. júní


19. júní - 19.06.1969, Side 9

19. júní - 19.06.1969, Side 9
Sigríður J. Magnússon heiðruð Hinn 1. jan. s.l. var frú Sigríður J. Magnússon sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir félags- málastörf. Það er ekki nein nýlunda, þótt einhverjum sé veitt heiðursmerki, en undantekningarlítið eru það karlmenn, sem slíks heiðurs hafa orðið aðnjótandi, aðeins örfáar konur hafa slæðzt með. Að þessu sinni er það kona, sem aðallega hefur lagt krafta sína fram í þágu Kvenréttindafélags fslands, en formaður þess var hún í 17 ár og í ritstjórn 19. júní í fjölda ára, eftir að blaðið hóf göngu sína á ný. Það er því ekki úr vegi að „19. júní“ samfagni henni veitta viðurkenningu. Sigríður J. Magnússon er fædd 5. júní 1892 í Otradal í Arnarfirði. Voru foreldrar hennar Jó- hanna Pálsdóttir frá Dynjanda og séra Jón Árna- son frá Þverá í Hallárdal, prestur í Otradal. Þar ólst hún upp, en þegar kirkja var hyggð á Bíldu- dal, fluttist hún þangað með foreldrum sínum. Mjög ung segist Sigríður hafa fengið áhuga á félagsmálum og segir svo frá: „Haustið 1910 geng- umst við Kristbjörg Jónatansdóttir, sem þá var kennari á Bildudal fyrir stofnun Kvenfélagsins „Framsókn“, og hef ég oft síðan glaðzt yfir fram- gangi þess og því margvíslega gagni, sem það hef- ur unnið kauptúninu síðan. Þá var ekkert gistihús á Bíldudal og þess vegna örðugt fyrir sjómenn og sveitamenn að fá þar gistingu. Meðal fyrstu verk- efna félagsins var því að taka tvö litil herbergi á leigu, búa þau húsgögnum og ráða ráðskonu til að hirða um þau. Til þessa framtaks nutum við aðstoðar nýstofnaðs málfundafélags karla. Á vorin eftir lokun barnaskólans höfðum við handavinnu- námskeið fyrir stúlkubörn, en handavinna var þá ekki kennd í skólunum. Hjúkrun í heimahúsum annaðist „Framsókn“ í nokkur ár. „Ég var þá ekki nema 18 ára, en aðeins 5 ára, þegar fyrsti áhugi minn á kvenréttindum vakn- aði. Þá sagði ég við móður mína: „Hvers vegna skammtar þú piltunum tvo sviðakjamma, en stúlk- unum ekki nema einn?“ Það beygist snemma krókurinn til þess, sem verða vill. Þremur árum seinna, 2. ágúst 1913, giftist Sig- ríður yfirlæknirmm á Vífilsstaðahæli, Sigurði Magnússyni, og eignuðust þau fjögur börn. Vorið 1939, þegar hann lét af störfum á Vífilsstöðum, fluttust þau til Reykjavíkur. Síðan hefir frú Sig- ríður átt hér heima. Maður hennar lézt 1945. Eins og að líkum lætur var örðugt að sækja fé- lagsfundi, sem haldnir voru að kvöldlagi í Reykja- vík þau 27 ár, sem hún dvaldist á Vífilsstöðum. Samt tókst henni að taka þátt i starfsemi Lestrar- félags kvenna og Hjúkrunarfélagsins Liknar, og eftir beiðni formanns Líknar, var hún nokkur ár í Mæðrastyrksnefnd, þar sem hún kynntist mæðg- unum Bríeti og Laufeyju, og „hafði bæði gagn og skemmtun af að þekkja þær“. „Tildrög þess, að ég gekk í Kvenréttindafélag Is- lands voru þau, að fyrir tilstilli Laufeyjar Vil- hjálmsdóttur, formanns Lestrarfélags kvenna, 19. JÚNÍ 7

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.