19. júní


19. júní - 19.06.1969, Side 11

19. júní - 19.06.1969, Side 11
GRÖF Á ÞRETTÁNDU HÆÐ SMÁSAGA EFTIR UNNI EIRÍKSDÓTTUR Hún sat og lagði kapalinn í tíunda eða tuttug- asta skiptið. Langar kræklóttar hendurnar með eldrauðum nöglum, likastar bognum klóm, hand- léku spilin hratt. Lítil eldfrán augun, sem lágu innarlega í gömlu hrukkóttu andlitinu, miðuðu, hvar næsta spil skyldi lagt. Hún þekkti hljóð hússins. Nú var konan á ní- undu ha;ð að fieygja rusli í sorprennuna, glerbrot og skrjáf í pappír. Ýskrið í lyftunni, sem staðnæmdist á sjöundu hæð. ITáhælaðir skór tipluðu eftir ganginum á þrettándu hæð, og unga konan skammaði iátlaust Jiriggja ára gamian son sinn, sem eflaust hafði komið inn á moldugum skóm. Þannig var lífið. Dag eftir dag. Gröf á þrett- ándu hæð. Sjálfviijug hafði hún látið kviksetja sig hérna. í nýtízku gröf með öllum þægindum. Kapallinn gekk ekki upp, og hún byrjaði enn á ný. Stofuklukkan tifaði, bráðum orðin fimm. Stundarfjórðungi yfir fimm kom hann heim. Að sjálfsögðu. Gangur lífsins. Sófasett, eiginmaður, bil!. Þær þola þetta vel, margar hverjar. I horninu milli orgelsins og gluggans var köngur- lóarvefur. Gamall vefur, og í miðjunni sat köngur- lóin eins og drottning. Fór sér hægt og virðulega. Konan sneri stólnum i hring. Hentugir þessir nýju stólar, sem hægt var að snúa án ])ess að standa upp. Við þraukum, gamla min, við þraukum. Hún beindi orðum sínum til köngurlóarinnar. Það er ekki svo miklu betra niðri, að vísu nær mold og gróðri, en skiptir það svo sem nokkru? Varla. Þú veizt þetta allt, ég hef sagt þér ])að. Og þú segir engum. Þegar við erum einar, segi ég þér frá því. Hún er hissa á okkur, ræstingakonan, sem kemur einu sinni í viku og hreinsar ibúðina. Finnst við eitthvað skritnar. Segir frá þvi í næsta húsi, okkur er sama. Og hann. Gengur um þögull og yggldur. Þegar hún heyrði fótatak lians, sneri hún sér aftur að spilunum. Hann andaði andstyggilega meðan hann fór úr frakkanum og hengdi hann umhyggjusamlega á herðatréð. Hann hélt áfram að anda, þegar hann gekk inn í stofuna og heilsaði með fálátri kurteisi. Kaffið er frammi, sagði hún. Hún sagði þessa setningu á hverjum degi klukkan tuttugu mínútur yfir fimm. Hann sótti sér kaffibolla og kveikti í vindli. Hún einbeitti huganum að spilunum til þess að heyra ekki andardráttinn, skynja ekki návist mannsins. — Læturðu nú ekki hreinsa burt andskotans köngurlóarvefinn á morgun? ITann sagði þetta allt- af einu sinni í viku. Hún sneri stólnum aftur að köngurlónni. Þú veizt það allt. Ég hef margsagt þér frá því. Við vorum á Spáni þá. Næturnar voru heitar. 1 garðinum bak við húsið stóð hörpuleikarinn í hvarfi bak við tré. Hann beið. Alla nóttina. Líka þá næstu. En ég var heimsk. Dyrnar voru opnar og glugginn. Þó fór ég ekki út til hans. Ég hlust- aði á hörpusláttinn, en ég fór ekki út í garðinn. Aðrar konur kysstu hörpuleikara. Ekki ég. Ég svaf hjá bankamanni. Hugsaðu þér! Bankamanni. Unnur Eiríksdóttir 19. JÚNÍ 9

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.