19. júní


19. júní - 19.06.1969, Síða 16

19. júní - 19.06.1969, Síða 16
Danskur mjólkurfræðingur, Hans Grönfeldt að nafni, sem um líkt leyti kom til íslands, gefur ljóta lýsingu á íslenzkum mjólkurbúrum. Smjör hafði fyrr á öldum verið mikilvæg útflutningsvara, en árið 1779 voru ekki fluttar úr landinu nema 12 tunnur og síðan lítið sem ekkert. Nú er vaknaður áhugi á því að taka upp þráðinn að nýju, en er- lendir kaupmenn voru ekki ánægðir með sýnis- hornin. Smjörið var ýmist súrt eða með tólgar- bragði, enda var hreinlætisástandið þannig, að Bún- aðarritið var sífellt að brýna fyrir lesendum sín- um að mjólka ekki í óhreinum görmum og muna eftir að þvo sér um hendur fyrir mjaltir. „Það mun seint eða aldrei, að hver bóndi eignist skilvindu“, stendur í einni greininni. En baróninn og sellósnillingurinn Charles Gaul- drée Boilleau hafði engan kotbúskap í huga. Hann keypti beztu fáanlegar vélar og fór síðan að svip- ast eftir stúlku, sem gæti rekið rjómabú á heims- mælikvarða. Þegar hér var komið sögu hafði Helga Björns- dóttir lokið námi sinu í Reykjavík og var orðin bústýra hjá Jóhanni bróður sínum í Bakkakoti (sem nú heitir Hvítárbakki) og er næstnæsti bær við Hvitárvelli, en Þingnes er þar á milli. Með baróninum á Hvítárvöllum var ungur syst- ursonur hans, Richard Lechner greifi. Þeir ferð- uðust um sveitina til þess að ræða við bændur um ýms áhuga- og framfaramál, sem landi og þjóð mætti að gagni koma. Leiðsögumaður þeirra var þá einmitt Jóhann Björnsson í Bakkakoti (seinna hreppstjóri á Akranesi). Fór Jóhann í mörg ferða- lög með þeim frændum og þó oftast með þeim yngri, Lechner, sem í sveitinni var venjulega nefndur „greifinn". Hann var þess vegna tíður gestur í Bakkakoti og hefur óefað fengið góðar við- tökur hjá þeim systkinum og kynnzt ágætri mat- argerð hinnar ungu bústýru þar. Systkinin Jóhann og Helga voru betur mennt- uð en gekk og gerðist á þeim timum. Foreldrar þeirra, Björn Ásmundsson hreppstjóri og Þuríður Jónsdóttir kona hans á Svarfhóli, áttu níu böm, sem upp komust, og nutu þau öll menntunar og sum langskólagöngu. Sjálf hafði Þuríður tekið sig upp um miðjan vetur frá fjómm ungum börnum til að læra ljósmóðurfræði hjá Jóni Hjaltalin land- lækni í Reykjavík, þá 28 ára gömul. Hún varð síðan nafntoguð í því starfi í sveitinni og oft kom hún þar, sem ástæður voru svo bágar, að henni fannst ekki annað fært en að taka böm með sér heim í fóstur um lengri eða skemmri tíma. Lét bóndi hennar sér það vel líka, og ólu þau hjón upp ein tíu eða tólf börn, auk sinna eigin. Eitt þeirra var Sigurður Júl. Jóhannesson skáld og síðar læknir í Vesturheimi. En það er óhætt að fullyrða, að Helga varð meira en lítið hissa einn dag í janúar 1901, þegar Jóhann kom heim og sagði: „Heldurðu að þú viljir læra að verða rjómabústýra? Baróninn vill kosta þig á mjólkurskólann á Hvanneyri, ef þú vilt síð- an taka að þér mjólkurvinnslu hjá honum.“ Og það varð úr. Þetta var fyrsti veturinn, sem slíkur skóli var rekinn hér á landi. Var hann stúlkum einum ætl- aður og skyldu þær ekki vngri en átján ára, heilsu- góðar og vandaðar í allri umgengni. Er tekið fram, að þær skuli vera læsar, sæmilega skrifandi og hafa lært a. m. k. fjórar höfuðgreinar í eins konar og margs konar tölum og tugabrotum. Þessi inn- tökuskilyrði tala sinu máli um menntun, eða öllu heldur menntunarskort ungra stúlkna fyrir tæp- um þrem aldarfjórðungum síðan. Vegna húsnæðisþrengsla gátu ekki nema fjórar stúlkur komizt að í einu. Á fyrsta námskeiðinu var ekki nema einn nemandi, Guðlaug Ölafsdóttir, systir Boga Ölafssonar yfirkennara. Að seinna námskeiðinu var meira en nóg að- sókn. Var það þegar fullskipað, en baróninum tókst að koma Helgu til viðbótar í lieimavistina hjá skólastjórahjónunum, Hirti Snorrasyni og Ragnheiði Torfadóttur. Kennari var Hans Grön- feldt, sem fyrr er nefndur. „Hann var mikill sómamaður. Ferðaðist um til að leiðbeina bændum. Við lærðum að mæla hita- stig og fitumagn og allt mögulegt, nema skyrgerð, hana lcunni ég að heiman frá Svarfhóli. Ég held að það hafi verið eftir námskeiðið, sem baróninn bauð mér að drekka með sér kaffi í stofu sinni á IJvitárvöllum. Bollarnir voru úr postulíni, litlir og óskaplega fallegir. Hann var ógleyman- lega fágaður i háttum, stillilegur og eins og geisl- aði af honum helgur friður. Ósvikinn tignarmaður. Svo fór ég að búa til smjörið á Hvítárvöllum. Frágangurinn átti að vera óaðfinnanlegur. Þarna var ekki hægt að koma við vatnsorku og varð því að snúa strokknum með handafli, en til þess hafði ég aðstoðarmann. Svo saumaði ég hvítt léreft ut- anum kvartelin, þegar ég var bvun að drepa smjör- inu vandlega ofan í þau og slá botnana i. 14 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.