19. júní


19. júní - 19.06.1969, Page 20

19. júní - 19.06.1969, Page 20
einmitt séð það, einkum á því að vinna í hópi karlmanna, hvað þeir eru oft „undir tufflinum“ eins og það hét í gamla daga eða „fjarstýrðir úr eldhúsunum“ eins og segja mætti nú „á þessum geimferðatímum“ eins og stjórnmálamennirnir segja. Þeir eru margir sprækir og nota stór orð, þegar þeir halda sig óhulta, en um leið og síminn hringir að heiman, er eins og kippt sé í snúru, — eins og þeir séu sprellikarlar og snúran liggi alla leið heim í eldhús. Nú finnst kannski einhverjum sem ég sé orðin stórorð, enda er ég að gera að gamni mínu — öðr- um þræði. „En konur verða frægar af mönnum sínum“ eins og sagði í Timanum í vetur og Morg- unblaðið sagði í fyrirsögn: „Audrey krækir sér í prófessor“ eða eitthvað á þá leið. — Það er á margra vitorði, að þetta er leiðin. Ungi drengur- inn minn, sem liggur saklaus í vöggu sinni, veit ekki, á hverju hann á von. Hann veit ekki, að ef áfram heldur sem hingað til, verður innan tíðar farið að gera þá kröfu til hans, að hann gráti ekki, þótt hann meiði sig, að hann standi sig vel í skól- unum, að hann komi sér áfram í lífinu, hvað sem það kostar með hnúum og hnefum, ekki bara sín vegna, heldur líka vegna konunnar, sem ætlar að sóla sig í hans bjarma, verða kannski prófessorsfrú eða læknisfrú eða eitthvað því um líkt. Til þess að hún verði sem sagt „fín frú“ í gegnum hann, en ekki fyrir sína eigin verðleika. Hann „á að sjá fyrir henni“ og einmitt þetta „að sjá fyrir“ er dá- lítið skemmtilegt orðatiltæki. Hver vill ekki láta sjá fyrir sér? Hver þiggur ekki öryrkjabætur, fjöl- skyldubætur, uppbætur, — hverjum þykir ekki gaman að sjá aðra vinna? Það er ekki undarlegt, þótt margar konur hiki við að óska eftir jafnrétt- indum, ef þau skyldu ræna þær forréttindunum, sem þær hafa nú — og sem eru mikil. í fyrrnefndum sjónvarpsþætti kom það fram eins og oft áður, hvílíka ofsatrú karlmenn hafa á dularfullum hæfileikum, sem kvenfólk búi yfir. — Konumar skapa heimilin, hafa meðfæddan hæfileika til að ala upp börn, sjóða hafragraut, stoppa í sokka, og þegar þær eru orðnar of gaml- ar til að vera flugfreyjur, getur hugur þeirra naumast staðið til annars en að verða ráðskonur! Þegar þrettán ára börn eru spurð að því núna, hvað þau ætli að verða, þegar þau eru orðin stór, ætlar obbinn af stúlkunum að verða hárgreiðslu- konur eða flugfreyjur, en drengimir flugmenn eða læknar. En eru þetta meðfæddar óskir? Hver trú- ir því? Ég nenni ekki að ræða þetta frekar, — það liggur svo í augum uppi, hvað uppeldið og viðteknar skoðanir hljóta hér að vera alls ráðandi. Nú skulum við þrengja hringinn dálítið. Yið höfum dreng og stúlku á íslandi í dag. Við ölum þau upp samkvæmt nýjustu tízku. Stúlkan fer í skóla eins og drengurinn og kannski heldur hún áfram námi a. m. k. til stúdentsprófs. Þessi tvö eru jafningjar. Þau fá svipaðar einkunnir, þau hafa svipaða drauma. Þau ætla bæði að gifta sig, „þeg- ar þau eru orðin stór“, — en þau ætla líka að leggja eitt og annað fyrir sig. Þegar stúdentsprófi er náð, vandast málið dálítið. Margar raddir heyr- ast, sem segja við stúlkuna: „Yss, það þýðir ekk- ert fyrir þig að vera að halda áfram, — þú giftir þig bara“. — Ef hún nú hlýðnast þessu og sezt í biðsal hjónabandsins, leiðir það kannski til þess, að hún giftir sig. En það er eins og vitur kona sagði á dögunum: „Það er sem betur fer að renna upp fyrir æ fleiri konum, að það er fremur óarð- vænlegt og ótryggt lífsstarf að gifta sig.“ Stúlkan eignast barn/börn, en hvað tekur þá við? Hún hefur kannski vélar, sem þvo þvottinn, en einangrunin í sementsklefum borgarinnar tek- ur á taugarnar. Hún verður lúin af lítilli vinnu, ófullnægð af skorti á samfélagi við fullorðnar manneskjur, hvorki likamlegir né andlegir kraftar hermar nýtast. Heimili liðins tíma liðu undir lok með torfbæjunum, sem tilheyrðu lionum. Þvotta- vél er ekki það sama og griðkona, suðið í upp- þvottavélinnni er ekki róandi eins og rokkasuð, hálfskýjuð lög liðlangan daginn í útvarpinu koma ekki í stað mannlegra samskipta. Og brátt getur konan lokazt inni í vítahring, Hún telur mann- inum sínum trú um, að hún sjái ekki út úr því, sem hún hafi að gera, og trúir því sjálf. Hún þarfnast einhvers róandi og fer að leita til lækna. Hana fer að langa í betra húsnæði, betri bíl og betri kápu og það á eiginmaðurinn að „veita henni“. „Þau hafa það alveg yndislegt. Hann vinn- ur frá morgni til miðnættis og allar helgar“, sagði kona nokkur á dögunum um vinafólk sitt. Heima sat „stofublómið" innilokað eins og fugl í búri með vélar og smábörn. Stúlka, sem til tvítugs er, samkvæmt nútíma venju, alin upp sem jafningi drengja, á erfitt með að skipta svo um hlutverk á einum giftingardegi, — og er æskilegt að hún geri það? Ymsar konur taka þann kostinn að vinna utan heimilis, ýmist vegna þess, að þær hafa áhuga á 18 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.