19. júní


19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 21
starfi sínu eða af fjárhagslegri nauðsyn. Þær eiga við að striða ýmis vandamál, einkum að því er varðar gæzlu barnanna, og ósjaldan fá þær að heyra það, — ekki hvað sízt frá kynsystrum sínum, að þær traðki á barnssálunum með köldu blóði. Aldrei verður móðurástin oflofuð, — en hver er staða föðurins gagnvart barni sínu? Ekkert er eins yndislegt og að heyra karlmenn mjálma yfir móðurástinni og hve ómissandi móð- urhöndin sé barninu. „Móðir og barn“, „Fýkur yfir hæðir“ og allt það. En hvað er þessi móður- ást? Er hún ekki fyrst og fremst ást, sem vex upp af engu við það að annast ósjálfbjarga veru, sem elst upp í blindu trausti á verndara sinn og það án tillits til þess, hvers kyns hann er. Er það rétt að einoka svo algjörlega börnin eins og við gerum? Feðurnir fá sjaldnast tækifæri til þess að elska börnin sín í blíðu og stríðu með blautar bleyjur og hor í nefi. —— „Nei, hann hefur aldrei snert á börnunum.“ „Nei, hann hefur aldrei skipt um bleyju“, — eru svör hinnar stoltu móður. — Og svo ala þær dæturnar upp til þess að verða hraust- ar mæður og drengina til að verða mömmudrengi, sem hanga í pilsfaldi konu sinnar, þegar hún tek- ur við. Hvergi finnur maður það hetur en á fæð- ingardeildum, hvað börnin eru algjörlega séreign mæðranna. Þar kemur oft í ljós, að margar konur líta, þegar fram í sækir, fremur á menn sína sem fyrirvirinu og illa nauðsyn en sem félaga og hlut- aðeigandi að öllu, lífinu, ástinni og börnunum. Stundum læðist að manni hugsunin um býflug- urnar, sem drepa karldýrin á haustin, þegar þau eru búin að vinna sitt starf! Nú er ég aftur farin að ýkja af ráðnum hug til þess að vekja athygli á vissum sannleik. 1. „Hún varð að vinna fyrir honum, á meðan hann var að læra.“ Hvað oft höfum við ekki heyrt þetta sagt. En enginn æmtir um það né skræmtir, þótt hann vinni fyrir henni ævilangt. 2. „Móðirin er lífsakkeri barnsins.“ En samt eru börn kennd við feður sína og mæðranna að litlu getið í opinberum æviskrám, — jafnvel þótt barn- ið hafi kannski alizt upp hjá móðurinni en aldrei séð föðurinn. Þannig eru þversagnirnar, sem flækja málið. „Við erum eins og á milli vita,“ sagði einhver ung, hugsandi kona, og það er líklega það næsta, sem við komumst sannleikanum. + Það er meira en von, að kvenfólkið hiki við það 19. JÚNÍ að óska eftir jaínréttindum og hætta að fá séð fyrir sér. Það er von, að frúmar, sem verða pró- fessorar með því að segja tvisvar já fyrir altarinu, vilji ekki fara að leggja á sig margra ára þrotlaust nám til þess að ná sömu þjóðfélagsstöðu í gegn- um sjálfar sig. + 1 grein, sem ég las í fyrra í einu íslenzku blað- anna, var sagt, að það væri furðulegt, að kven- fólkið hefði ekki meiru áorkað á sviði lista, visinda o. s. frv. Þær ættu bara að vera heima í svona tíu ár, á meðan börnin væru lítil, og koma svo út í líf- ið og gera stóra hluti! Það er einkennileg bjart- sýni, þegar svo fáir karlmenn, sem raun ber vitni, gera verulega stóra hluti í þessum heimi, jafnvel þótt þeir einbeiti sér frá blautu bamsbeini. Nú á tímum er samkeppnin talin það hörð í heiminum, að aldrei megi blunda á verðinum, ef áfram eigi að miða, hvað þá sofa í tiu ár! Nútíma-hjónaband er ekkert ævistarf. Þótt það sé sárt að missa forréttindin, held ég, að við neyð- umst til þess, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er notalegt að láta manninn borga með okkur í heilt ár eða lengur eftir skilnaðinn og hafa af honum börnin, en eru þessi lög, sem færa okkur þessi forréttindi, ekki byggð á þeim órétti, að við höfum ekki sömu laun fyrir sömu vinnu. ekki sömu möguleika á atvinnumarkaðinum, — þrátt fyrir allt. Og þetta, að hafa ofan í sig, skiptir raun- verulega miklu meira máli, en hvort það er staðið upp fyrir okkur í strætó. Ég veit ekki, hvernig þessi vandamál verða leyst. Kannski leysast heimilin algjörlega upp og þessi fjölskyldukjarni — hjón, börn — sem nú er orðinn einn eftir, splundrast. Margt bendir til þess. f háþróuðum þjóðfélögum hafa sumir komizt að þeirri niðurstöðu, að það geri fólk bæði óhamingju- samt og vont að búa saman í svona þröngum, ein- angruðum hóp, og börnin, sem vaxi upp við þess- ar aðstæður, hljóti ekki æskilegt uppeldi. Ættirnar með ömmu og afa, langömmu og langafa, frænd- um og frænkum, hús full af erli, vinnufólki og hús- bændum, hafi verið bezta vörnin gegn streitu og taugaveiklun. Nú er ekki lengur þessu til að dreifa. Við höfum fengið pillur og vélar í staðinn fyrir fólk. Og úr því, að það er nú einu sinni svo, að kvenfólkið er helmingur mannkyns, verður það að reyna að fylgja timanum, nauðugt viljugt, — um annað er ekki að ræða. Þeir, sem líta til baka, verða að saltstólpa. 19 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.