19. júní


19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 24

19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 24
unnu þar og voru á undan sínum tíma til þess að hjálpa framvindu þessarar greinar læknisfræðinn- ar, sem átti svo erfitt uppdráttar. Einn þeirra frægu lækna var Jean Louise Baudelocqe (1746 —1810), sem hélt fyrirmyndar fyrirlestra þar í áratugi um líffærafræði mjaðmagrindarinnar og fjölgunarfærin og bjó til sérstakt grindarmál. Hann markaði nýja stefnu í ljósmóðurfræðinni. Tarnier var annar frægur, franskur fæðingalæknir, er starf- aði við þessa fæðingadeild og sannaði meðal ann- ars, að það væri öruggara fyrir konurnar að fæða þar en í heimahúsum. Hann var fæddur árið 1828 og dó 1897 og bjó til eina tegund fæðingatanga, sem við hann er kennd. Tarnier er líka uppi á þeim tíma, þegar Semmelweis sannar, hvernig forðast megi barnsfararsóttina, þennan hroðalega vágest, sem olli því stundum að loka þurfti um tíma fæðingadeildunum. Á þessari deild var líka ljósmæðraskóli, sem var til fyrirmyndar og ágæt- lega stjórnað af duglegum yfirljósmæðrum, en þess var stranglega gætt, að enginn læknanemi fengi að koma þar inn fyrir dyr. Jafnvel þekktustu fæðingalæknir, sem þá voru í París, eins og La Motte, fengu ekki heldur aðgang að fæðingadeild- inni. Það er þó talið, að prestastéttin hafi meir staðið á bak við það bann heldur en ljósmæðurnar. Tíðarandinn var annar á 18. öldinni og fram á 19. öld, því læknanemar fengu enga fræðslu í fæðingahjálp fyrr en árið 1745, þegar komið var á fræðilegu námskeiði fyrir stúdentana við háskól- ann í París, en það leið enn ein öld, þangað til verklegt nám hófst í þessari grein. Frönsk menning var yfirleitt alls staðar í há- vegum höfð á meginlandi Evrópu á þessum öld- um og viðbúið, að frá þeim kæmi líka fyrst skiln- ingur á þvi að vinna að framvindu í heilbrigðis- málum. Síðan fara framfarir í læknisfræðinni einnig að láta til sín taka í Þýzkalandi. 1 kringum árið 1730 var Johann Jacob Fried skipaður yfirlæknir fæðingadeildarinnar í Strass- bourg og honum tekst að fá stjórnarvöldin þar til að leyfa læknanemum og ljósmæðranemmn að fá þar verklega kennslu undir leiðsögn æfðra lækna. Fried tókst að auka þekkingu á fæðinga- hjálp, og talið er, að raunverulega hafi hann ver- ið fyrstur til þess að skipuleggja kvensjúkdóma- deild í heiminum. Eftir þetta var farið að byggja fæðinga- og kvensjúkdómadeildir víða um Mið- Evrópu. Sérkennilegt er það einnig, að sama ástand var að finna á Englandi, þar sem þekktustu fæð- ingalæknar, eins og Hunter (1697—-1763) og Smellie (1718—1783) fengu hvergi í London að vinna á sjúkrahúsum með námskeið sín í fæðinga- fræði, sem voru þó landsfræg, og fengu ekki held- ur aðgang að læknaskólum í London. Þeirra fræðsla var einkafyrirtæki. 1 Kaupmannahöfn, sem var miðstöð Norður- landa og okkar höfuðborg og menningarsetur, voru læknar fyrst að byrja að afla sér þekkingar í fæð- ingafræði á átjándu öldinni. Jóhannes de Buchwald (1697—1763) fór utan- landsferðir og nam sérstaklega fæðingafræði. Hann varð prófessor við Hafnarháskóla 1739 og áður hafði hann gefið út bók um fæðingafræði 1725: „Nye Jorde-Moder-Skole eller kort under- visning under Jorde-Moderkonsten“. Sú bók var þýdd á islenzku af séra Vigfúsi Jónssyni, presti í Hítardal og prófasti í Mýrasýslu, og prentuð á Hólum í Hjaltadal 1749. Próf. Buchwald reyndist ekki duglegur við að fræða læknanemana í fæð- ingafræði, því hann hélt ekki neina fyrirlestra í fæðingafræði fyrr en 1758—1759, og þá eingöngu vegna þess, að hann var hræddur um að missa álit sitt í fæðingafræði, vegna þess að læknirinn Christian Johann Berger var farinn að stunda fæðingar í Kaupmannahöfn við góðan orðstír. Fæðingadeild var þá engin til í Kaupmanna- höfn, en læknirinn Jens Bing (1707—1754) hafði þó stungið upp á því í ávarpi til Kristjáns Dana- konungs VI. árið 1740 og aftur 1741, að „Endelig var at önske et huus kunde med tiden oprettes for svage, fattige og nödlidende barselskoner at nyde fri pleje og opvartning, medens barselsseng va- rede“, og að honum væri veitt staða sem yfirfæð- ingalæknir í höfuðborginni. Ekki var þetta tekið til greina, enda var „collegium medicum" á móti því. Hins vegar var gefin út konungleg tilskipun þann 13. marz 1750 um að koma á fót stofnun fyrir munaðarlaus börn og „et jordemoderhus". Húsið, sem varð fyrir valinu, var í Gothersgade, og Inger Petersen, ljósmóðir, átti það. „Stiftelsen for nyfödte Börn“ borgaði húsaleiguna, en Inger Peter- sen útvegaði allt, sem nauðsynlegt var til þess að hafa við rekstur hússins, svo að það var hún, sem átti það, en ekki fátækraframfærslan. Þannig byrj- aði fyrsta opinbera fæðingastofnunin í Danmörku, sem hóf starfsemi sína /. júní 1750 og hét „Det ICongelige Fri-Jordemoder-Huus“. Frú Inger Petersen stjórnaði þessari stofnun, þangað til hún dó úr brjóstveiki þann 1. febrúar 22 1 9. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.