19. júní


19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 27

19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 27
að til heilbrigðismálanna, enda er nú almennt orðinn skilningur á því. Hinar ýmsu deildir sjiikra- húsa, sem fást við kennslu, bæði læknanema og hjúkrunarkvenna og á fæðingardeildum ljósmæðra, hafa orðið fastar reglur um, hvernig sú fræðsla fer fram, og verða að hafa aðstæður til rannsókna og tilrauna til þess að bæta og fullkomna meðferðina. 1 fæðingafræði er stefnt að því, að engin móðir þurfi að hða til lífstíðar eða deyja við að fram- kvæma hlutverk sitt í tilverunni og fullnægja sín- um eigin líkama með því að fæða af sér nýjan einstakling. Eins er markmiðið, að hinn nýi ein- staklingur verði ekki fyrir áverkum, sem valdi dauða eða, sem er ennþá sárara, verði fyrir svo miklum skemmdum andlega eða líkamlega, að hann verði ófullkominn, sjálfum sér og umhverf- inu eða þjóðfélaginu byrði alla ævi. Kvensjúk- dómadeildir, eins og farið er að nefna einu nafni sjúkrahús, sem annast fæðingar og kvensjúk- dóma, hafa þessa vegna þreföldu hlutverki að gegna: sem fullkomnust hjúkrun, nægjanleg fræðsla fyrir læknanema og ljósmæður, og í þriðja lagi að hvetja og skapa sem beztar aðstæður og kosta eftir þörfum og skynsemi vísindalegar rann- sóknir. Þegar talað er um fæðingar og kvensjúkdóma er fyrst að geta þess, að nú er alls staðar stefnt að því að sameina þessar greinar, sem raunverulega heyra saman bæði líffræðilega og lífeðlisfræðilega. Lengi ríkti sú skoðun, eins og komið hefur fram í þessari grein, að karlmenn ættu ekki að hjálpa kon- um við fæðingar, og varð það meðal annars til þess, að læknar gerðu lítið sem ekkert til þess að öðlast þekkingu og vinna að framförum á þessu sviði læknisfræðinnar. Hins vegar voru handlækn- ar, sem af fáfræði og skorti á þekkingu fóru að reyna eftir getu að gera aðgerðir, sem smám sam- an varð til þess, að sú sérgrein innan læknisfræð- innar var Hka talin til jafns við lyflækningar. Þeg- ar kemur á ofanverða 19. öld og fram á þessa öld, eru sérgreinar læknisfræðinnar að myndast og eru það ennþá, en nú er svo komið, að í litlum þjóð- félögum er ekki hægt að öðlast reynslu og æfingu á öllum þessum sérsviðum, sem auk þess eru orðin samtaka vinna margra aðila. Kvensjúkdómafræði er í öllum löndum talin ein af þrem höfuðsérgrein- um læknisfræðinnar. Það er óvíða í starfi læknisins eins erfitt að átta sig á, hvenær starfsemi líffæranna er orðin sjúkleg eins og þegar verið er að hjálpa móður í fæðingu. Fjölgunarlíffæri konunnar og starfsemi þeirra er undirstaða tilveru okkar og þess vegna er ekki hægt að skipta þeim á milli margra sérgreina, ef eitthvað er að, sem þarf aðgerðar við. Sama gildir um sálarlífið, því það er bara spegil- mynd af frumum og vessum líkamans. Einna bezt kemur það fram, þegar móðirin er að fæða, því þá verður fæðingalæknirinn lika að lækna sálar- lífið. Mikill hluti þeirra sjúkdóma, sem nefndir eru kvensjúkdómar, verður til vegna þess, að ekki hefur tekizt vel með aðgerðir, þegar konan var að fæða. Þess vegna er góð og fullkomin fæðinga- Itjálp fyrsta skilyrði þess, að fjölgunarfærin skemmist sem minnst. Heimilislæknirinn, sem víða verður að sjá um konur á meðgöngutimanum og vera við fæðinguna, þarf þess vegna að fá góða undirstöðuþekkingu á þessari starfsemi og þeim sjúkdómum, sem þar geta komið fyrir. Handlækn- ingin í kvensjúkdómum er því ekki og verður aldrei handiðn, Jiví engin tvö sjiikdómstilfelli eru alveg eins og því síður fæðingar. Fyrir 40 árum sagði próf. J. Whitridge, sem var yfirlæknir á fæðingadeild Johns Hopkins sjúkra- hússins í Bandaríkjunum, að hann heyrði oft talað um J)að meðal almennra lækna, að kvensjúkdóm- ar væru deyjandi sérgrein og að fæðingahjálp væri dauð fyrir mörgum árum. Sem betur fer hefur það ekki orðið og þessar sameiginlegu greinar eru víðast hvar búnar að fá viðurkenningu, og þeim hefur um leið farið svo mikið fram, að furðu sætir á ekki lengri tíma. Enn eru samt sem áður margar konur og börn, sem deyja eða verða fyrir lífstíðar skemmdum. Þótt erfiðast sé í starfinu að standa gagnvart sjúklingi, sem leitar lækninga og ekki tekst að lækna, þá er þó sárast að geta ekki líknað. Þegar alll kemur til alls, vitum við oft ekki, hver er til- gangur skaparans. Helzt er þó að vænta árangurs, ef lækninum eru skapaðar þær aðstæður, sem nauðsynlegar eru eftir því sem þekkingin nær til. Til þess vantar okkur tilfinnanlega húsrými og þess vegna getum við ekki hagað störfum okkar eins og við vitum, að kvensjúkdómafræðin heimtar, og með því öryggi, sem þó er skylda, að hver læknir veiti sjúklingi sínum. 19. JÚNÍ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.