19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 32
BROSTNIR HLEKKIR
Frá því 19. júní kom út fyrir einu ári, hafa 9
félagar K.R.F.l. látizt; er það stórt skarð í einu fé-
lagi. Allra þeirra ágætu kvenna vill blað félagsins
minnast með þakklæti fyrir störf þeirra og sam-
heldni.
Ása GuÖmundsdóttir var fædd á Isafirði 17. nóv-
ember 1906. Hún var dóttir hjónanna Rebekku
Jónsdóttur Sigurðssonar alþingismanns og bónda á
Gautlöndum, og Guðmundar Guðmundssonar
prests í Gufudal, A.-Rarðastrandarsýslu, og var
yngst bama hans, en hann fluttist til ísafjarðar
haustið 1905, og þar ólst hún upp og dvaldist til
ársins 1936, er hún fór til Reykjavíkur og réðst þá
til starfa í Landsbanka fslands, þar sem hún vann
óslitið og oftast sem gjaldkeri frá þeim tíma og
meðan heilsa hennar leyfði, en hún andaðist
8. marz 1968.
Ása Guðmundsdóttir var fjölda mörg ár endur-
skoðandi reikninga Kvenréttindafélags íslands, og
hún var jafnan reiðubúin til hvers þess starfs, sem
henni var falið eða óskað var eftir, að hún tæki
að sér. Hún var hin mætasta kona og hvers manns
hugljúfi, er kynni höfðu af henni.
Ingibjörg GuÖmundsdóttir var fædd 18. marz
1916, dóttir hjónanna Guðmundar Þorbjarnarsonar
múrarameistara á Seyðisfirði og Aðalbjargar Stef-
ánsdóttur konu hans. Hún vann í mörg ár á Veð-
urstofu fslands, og fyrsta árið, sem veðurathugun-
arstöð var rekin á Hveravöllum, var hún þar með
manni sínum, Björgvin Ólafssyni vélsetjara, og
annaðist veðurathuganir þar. Um þessa ársdvöl á
Hveravöllum skrifaði hún í blaðið 19. júní 1967
ítarlega og skemmtilega grein.
fngibjörg giftist 11. ágúst 1937 Kristmanni Guð-
mundssyni rithöfundi, og eignuðust þau saman
eina dóttur, Vildísi, sem gift er Árna Edwins verzl-
unarmanni. Þau skildu. Með öðrum manni sínum,
Geir Gunnarssyni, ritstjóra, átti hún son, sem
heitir Óðinn. Þriðji maður hennar var Bjarni Dan-
íelsson.
fngibjörg var lengi i K.R.F.Í. og var góður félagi.
Hvert það starf, sem hún tók að sér, leysti hún af
hendi vel og samvizkusamlega. Hún lézt 9. sept.
1968.
Halldóra B. Björnsson skáldkona var fædd að
Litla-Botni í Hvalfjarðarstrandarherppi. Foreldrar
hennar voru hjónin Helga Pétursdóttir frá Drag-
hálsi og Beinteinn Einarsson bóndi í Litla-Botni,
sem seinna bjuggu á Draghálsi í Borgarf jarðarsýslu.
Hún giftist 26. des. 1936 Karli Leó, syni Guð-
mundar Björnssonar sýslumanns á Patreksfirði og
seinna í Borgarnesi. Þau eignuðust eina dóttur,
Þóru Elfu Björnsson, sem gift er Gísla Guðmunds-
syni loftskeytamanni. Mann sinn missti Halldóra
6. júli 1941.
Halldóra Björnsson var i ritnefnd 19. júní frá
1959 til 1964 og gegndi því starfi af miklum áhuga
og lét þar mikið til sín taka, bæði með eigin fram-
lagi í ljóðum, smásögum og ritgerðum, og með
fundvísi á annarra verk. Eftir hana hafa komið út:
Ljóð, 1949. Eitt er það land, 1954. Trumban og
lútan (ljóðaþýðingar), 1959. Við Sanda, 1968, og
Jarðljóð í des. 1968.
Halldóra var félagslynd og gegndi formanns-
störfum í Rithöfunafélagi fslands og Menningar-
og friðarsamtökum íslenzkra kvenna. Hún starfaði
við skjalavörzlu á lestrarsal Alþingis frá 1944 til
aprílloka 1968. Mörg Ijóð og sögur eftir hana hafa
birzt í timaritum og safnritum. Hún var mikils
metin skáldkona, vinsæl og samvinnugóð. Hún hné
að velli of fljótt, frá mörgum ófullgerðum ritverk-
um, en átti samt margt fullgert í handraða sínum,
bæði ljóð, sögur og safn fróðleiks. Stærstu afrek
30
19. JÚNÍ