19. júní


19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 33

19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 33
hennar má þó að líkindum telja þýðingu hennar á Bjólfskviðu (úr engilsaxnesku), sem hún átti að- eins eftir að fullgera, er hún lézt, 28. sept. 1968. Valger'Sur GuSmundsdóttir var fædd 7. okt. 1889 að Hólakoti i Hrunamannahreppi. Hún giftist 6. júli 1912 Ófeigi Jónssyni, og bjuggu þau fyrstu árin að Miðhúsum og síðan í Kolsholti í Villinga- holtshreppi til ársins 1926, er þau fluttu til Reykja- víkur, og áttu lengstum heimili á Brávallagötu 6. Þau eignuðust tvö börn, Guðmund og Guðrúnu. Valgerður var lengi í Kvenréttindafélagi Islands og reyndist ávallt traust og skyldurækin í öllum félagsstörfum. Hún starfaði lika af miklum áhuga fyrir Thorvaldsensfélagið og fleiri félög. Hún var mjög félagslynd, vinsæl og vel greind kona. Hún andaðist 5. maí 1968. HallfriSur Jónasdóttir var fædd 8. október 1903, og voru foreldrar hennar Jónas Gunnlaugsson bóndi í Landbrotum og Hraunsmúla í Kolbeins- staðahreppi og kona hans Elín Jónsdóttir. Hallfríð- ur fór ung til Reykjavíkur og stundaði nám hér við ICvennaskólann. Hinn 26. maí 1928 giftist hún Brynjólfi Bjarnasyni, seinna alþingismanni og menntamálaráðherra. Þau eignuðust eina dóttur, Elínu, sem er gift og búsett í Danmörku. Hallfríður Jónasdóttir starfaði mjög lengi í K.R. F.I. og sýndi þar, eins og í öllu öðru félagsstarfi sínu, mikinn áhuga og dugnað. Hún var svo fé- lagslynd og mikilhæf forystukona, að það virtist furðu gegna, hve mörgum félögum henni tókst að stjórna með ágætum. 1 stjórn Mæðrafélagsins og seinna formaður þess var hún frá því félagið var stofnað 1936 og þaðan í frá, meðan henni entist aldur. Sumardvalarheimili barna, Vorboðinn í Rauðhólum, var eitt af hennar áhugamálum, þar var hún árvökul og sístarfandi, í Mæðrastyrks- nefnd var hún fulltrúi Mæðrafélagsins í fjölda mörg ár og hún lét orlof húsmæðra mikið til sín taka, var í nefnd þess og fór með hóp orlofskvenna úr Reykjavík að Laugum i Dalasýslu, síðasta sum- arið sem hún lifði. Hún var mjög vinsæl, hrein- lynd og samvinnugóð svo af bar. Hún lézt hinn 15. desember 1968 í Danmörku, þar sem hún var um það leyti í heimsókn hjá dóttur sinni. Gudrún IJei'Öberg kaupkona var fædd 21. okt. 1888, d. 8. apríl 1969. Hún var ein af þeim kon- um, sem með brennandi áhuga vinna að sínum hugðarefnum án þess að láta undan síga, fyrr en sigur hefur verið unninn. Hún starfaði mikið í K.R.F.I. og Bandalagi kvenna í Reykjavík, þá var hún og formaður fjáröflunarnefndar fyrir Kvenna- heimilið Hallveigarstaði og sýndi í því sem öðru hagsýni og dugnað. Hún var mjög samvinnuþýð og vinsæl meðal þeirra, sem áttu við hana sam- skipti. Framkoma hennar var ljúf og fáguð og það var eins og mikil góðvild geislaði frá henni. GuSrún Margrét Pálsdóttir frá HallormsstáS var fædd í Þykkvabæ í Landbroti 24. sept. 1904, dóttir hjónanna Páls Sigurðssonar og Margrétar Elías- dóttur. Hinn 24. sept. 1931 giftist hún Guttormi Pálssyni skógarverði á Hallormsstað. Þau eignuð- ust saman 5 börn, sem öll hafa gengið menntaveg- inn. Hingað til Reykjavíkur fluttist Guðrún 1955, og fór þá að kenna vefnað. Hún var gáfuð kona, hafði auðugt hugmyndaflug, lét sig þjóðfélagsleg málefni ætíð miklu skipta og var sískrifandi. Sam- kennd hennar með öllum, sem óréttlæti urðu að þola, hvar í heimi sem var, friðarhugsjón hennar, trúarhneigð og áhugi á trúmálum brann í vitund hennar eins og eldur, sem aldrei kulnar. Guðrún Pálsdóttir andaðist 19. nóv. 1968. GuSný Ásberg var búsett í Keflavík og vann þar mikið og gott starf að kvenréttinda- og mann- úðarmálum. Hún sat oft um langt skeið sem full- trúi á Landsfundum K.R.F.Í. Guðný Ásberg var vel látin og mæt kona. Kristbjörg Jóhannesdóttir, búsett í Kópavogi, var góð og dugandi félagskona, sem jafnan var reiðubúin til þess að vinna að hagsmunum K.R. F.I., livenær sem þess var óskað. Hún var traust og áhugasöm kona, sem ekki brást skyldu sinni. Með söknuði kveður „19. júní“ nú níu mætar konur, sem allar voru velunnarar blaðsins. SigríSur Einars. 19. JÚNÍ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.