19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 37
HUGLEIÐING
ganga veginn til enda. Og ef til vill er enginn
endir.
Lífið er án upphafs og endis eins og hringurinn.
Ni'i hafa margir reynt það að missa hluta af lík-
ama sínum, til dæmis hönd eða fót, og þessi miss-
ir verður til trafala oftast í þessari líkamlegu til-
veru.
En maðurinn sjálfur, þetta ég, sem talar, hefur
ekki minnkað, aldrei hef ég vitað til þess.
Eg er ég eftir sem áður. Má þá ekki eins hugsa
sér, að hægt sé að taka allan likamann í hurtu og
ég standi eftir óbreytt. Þetta finnst mér liklegast.
Eg trúi þvi ekki, að svo auðvelt sé að sleppa frá
öllu, sem maður hefur gert, gott eða verra. En
þetta er auðvitað bara min skoðun. Og menn hafa
ótal skoðanir. Ef til vill er bezt að hafa enga, vera
aðeins með eins opin augu og kostur er. Reyna að
finna það, sem allir leita mitt á milli dags og næt-
ur, þegar hvorki er dagur né nótt, heldur eilifð,
kannski er það auðveldast, þegar miðnætursólin
vaggar sér á bárunum.
Það er aftur farið að dimma. Okkar stutta sum-
ar er fljótt að líða. Þó að enn syngi lóan við glugg-
ann, finn ég haustið nálgast. Mér finnst fylgja
rökkrinu aukinn friður og öryggi.
Fólk kemur hingað utan úr heimi til að fá að
lifa hinar björtu nætur og lita miðnætursólina
augum. Víst er sá tími þrunginn töfrum, en ein-
hvern veginn finnst manni hitt eðlilegra, að nóttin
komi og breiði yfir alla hlýtt teppi. Hún er sögð
systir dauðans.
Það er annars einkennilegt þetta með dauðann.
Flestir munu ekki hugsa mikið um hann. Þegar
hann svo kemur, stundum öllum óvörum, er ekki
timi til umhugsunar. En oft er líka beðið eftir
honum lengi og honum fagnað sem vini.
Hvað er dauði? Hættum við að vera? Liggur
vitund okkar í frumum likamans, sem leysast sund-
ur og dreifast?
Dreifast sálir okkar þannig um viða veröld til
þess að brotin megi seinna verða notuð sem uppi-
staða í nýjar sálir? Þetta eru kjánalegar spurning-
ar og ég ætlast ekki til svars, því að algild svör
eru ekki til. Hver og einn hefur sina reynslu. Við
fáum ekki lært af öðrurn. Við verðum sjálf að
Til útsölumanna
Eins og að undanförnu verður 19. júni, blað
Kvenréttindafélags fslands, sent kvenfélögum og
öðrum þeim, sem hafa liaft útsölu blaðsins út um
land. Sölulaun 15% dragast frá útsöluverðinu eins
og meðfylgjandi reikningar sýna. Auk þess má
draga frá sendingarkostnað þeirra peninga, sem
inn koma, og er æskilegt, að þeir verði sendir í
póstávísun og er þá nóg að taka póstkvittun, svo að
ekki þurfi að senda sérstakar kvittanir til útsölu-
manna. Ekki er nauðsynlegt að binda sölu blaðs-
ins við 19. júni, þótt góður söludagur sé, það má
geyma óseld blöð til haustsins, þegar félagsstörf
hefjast, en senda greiðslur sem fyrst fyrir það,
sem selst, og gera skil ekki seinna en i nóvember
vegna ársreikninganna.
Afgreiðsla 19. júní er nú á Hallveigarstöðum,
Túngötu 14, Reykjavík, skrifstofu K.R.F.I., og er
hún opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga
klukkan 16—18. Sínti: 18156. Póstliólf 1078.
19. JÚNÍ
35