19. júní


19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 38
Anna Siguröardóttir: Ártöl og áfangar Alþjóðasamband kvenna — International Alliance of Wo- inen — óskaði eftir ártalaskrá lielztu atburða í sögu kvenna frá 1696. Ætlunin er að gefa út bók um kvenréttindi í heið- uurs skyni við Dame Margery Corbett Ashby, sem var for- seti sambandsins 1923—1946 og hefur lengst allra starfað jiar og er eina konan, sem eftir er á lífi, þeirra er sátu stofnfund sambandsinse árið 1904 í Berlín. Dame Margery var öðluð fyrir einu eða tveim árum — Dame-titillinn mun vera hliðstæður Sir-titli karla í Bret- landi. Dame Margory er heiðursforseti alþjóðasambandsins (IAW) frá ])ví hún hætti sem forseti þess. Þetta er m. a. tilefni þess, að ég fór að safna ártölum atburða, sem gildi hafa í sögu íslenzkra kvenna. Þau ártöl helztu áfanga og atburða í sögu íslenzkra kvenna, sem hér fara á eftir, eru mörg hin sömu og send voru til IAW, en af talsverðu er að taka, ef nákvæmlega er að gætt. Við hvert ártal er dagsetningu laga og annarra heimilda getið, sem gildar mega teljast. 1746 Prestum er bannað með lögum að gifta fólk, sem hefur ekki fengið uppfræðslu í kristindóminum, og að minnsta kosti verður annaS hjónanna aS geta les- iS á hók (Tilskipun 3. júní 1746. Lovsamling for Is- land, útg. 1853). 1736 Prestar fá ströng fyrirmæli um að sjá um, að öll til börn læri að lesa, og að lokum er algjört bann við 1760 að ferma ólæs börn, að viðlögðum hempumissi. (T. d. tilskipun 13. jan. 1736 og athugasemd í sambandi við við tilskipun 10. april 1760 í Lovsamling for Islands). 1760 1 erindisbréfi 19. maí 1760 til Bjama Pálssonar, fyrsta landlæknis á Islandi, er honum gert skylt að veita ljósmæðmm tilhlýðilega fræðslu í IjósmóSurlist. (Lov- samling for Island og Ágrip af sögu ljósmæðra- fræðslu og Ijósmæðrastéttar á Islandi eftir Sigurjón Jónsson, 1959). 1800 Fyrsta bókin eftir íslenzka konu, Mörtu Mariu Ste- phensen, gefin út: Einfaldt matreidslu vasa-qver. 1850 Dætmm veittur sami erfðaréttur og sonum 25. sept. 1850: „Eftir þenna dag skal mismunur sá, sem eftir dönsku og norsku laga 5-2-29 skyldi vera á arfahlut- um karla og kvenna, vera aftekinn á landi Voru Is- landi.“ (Lovsamling for Island, útg. 1868). 186'J Fyrsta kvenfélag, sem sögur fara af á Islandi, var stofnað í Skagafirði árið 1869. Fyrsti formaður þess var Sigurlaug Gunnarsdóttir i Ási. (Húsfreyjan 1. tbl. 19. árg. 1968, bls. 39). 1874 Tvö kvenfélög voru stofnuð á þessu ári: Thorvald- sensfélagið, sem mun vera elzta starfandi kvenfélag á Islandi. (ÍJtvarpserindi Rannveigar Þorsteinsdóttur í Nýju kvennablaði 6. tbl. október 1949). — 25. nóvember 1874 var stofnað Kvenfélag i Svina- vatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Félag þetta veitti verðlaun fyrir velunnin verk, vinnukonum jafnt sem húsfreyjum, t. d. fyrir vefnað og prjón, og jafnvel fyrir smjör og ost. (Lög félagsins eru prent- uð í 18. árgangi Húsfreyjunnar 3. tbl. 1967). — Fyrsti kvennaskóli landsins er settur l.október 1874. Þóra Melsted var skólastjóri og stofnandi Kvenna- skólans í Reykjavik. (Kvennaskólinn í Reykjavik 1874—1906. Útg. 1907). 1876 Fyrsta ljóðabók eftir konu á Islandi gefin út á Akur- eyri: Stúlka eftir Júlíönu Jónsdóttur. (Sýningarskrá Afinælissýningar K.R.F.l. 1957). 1882 Konur, sem eiga meS sig sjálfar, fá kosningarrétt, sbr. lög nr. 10 12. mai 1882, 3. grein: „Ekkjur og og aðrar ógiftar konur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga meS sig sjálfar, skulu hafa kosn- ingarrétt, þegar kjósa á í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjóm og á safnaðarfundum, ef þær eru 25 ára og að öðru leyti fullnægja þeim skilyrðum, sem lög ákveða fyrir þessum réttindum." (Stjórnartiðindi). 1884 Andrea Guðmundsdóttir saumakona á Isafirði er fyrsta kona, sem vitað er að hafi notað atkvæðisrétt sinn við kosningar á Islandi. (Leiðrétting í 19. júní 1955 (prentvilla á titilblaði: 1954) frá Ólafi Þ. Krist- jánssyni við frásögn í 19. júní 1954, að Kristin Bjarna- dóttir á Esjubergi væri fyrsta kona á Islandi, sem neytt hafi kosningarréttarins frá 1882. Heimild ÓÞK: Þjóðviljinn, Isafirði 30. jan. 1888, sem leiðrétti frétt í Isafold, eftir kosningarnar i Reykjavík 3. janúar 1888). 1885 Páll Briem amtmaður heldur fyrirlestur ó vegum Thorvaldsensfélagsins um frelsi og menntun kvenna 19. júlí 1885. (Útgefinn 1885). — Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifar grein í Fjallkonunni 5. júní 1885. Fyrsta blaðagrein konu ó Islandi. 1886 Konur, sem með lögum nr. 10 12. maí 1882 fengu kosningarrétt við hreppsnefnda- og sóknarnefnda- kjör o. fl., fá nú kosningarrétt við prestkosningar. (Stjórnartiðindi — Lög nr. 1, 8. janúar 1886). — Tilskipun nr. 27 4. des. 1886 er um „rétt kvenna til að ganga undir próf hins lærða skóla í Reykjavik, prestaskólans og læknaskólans, og til að njóta kennslu á þessum siðar töldu skólum.“ Með þessum lögum geta konur gengið undir árspróf 4. bekkjar lærða skólans, og eins burtfararpróf skól- ans með sömu skilyrðum og lærisveinar, sem lært hafa utan skóla. Réttindi til náms og prófa í prestaskólanum er tals- verðum takmörkunum háð, en hvað kennslu og próf i læknaskólanum snertir njóta konur réttar til fulls. Hins vegar segir svo í 3. grein orðrétt: „Með því að ganga undir próf þau, er getur uin í þessari tilskip- 36 1 9. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.