19. júní


19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 39
un, öðlast konur engan aðgang að embættum né heldur rétt á að njóta góðs af styrktarfé því, er hingað til hefur ákveðið verið námsmönnum við presta- og læknaskólann. Konur mega heldur ekki stiga í stól- inn, þótt þær njóti kennslu í prestaskólanum eða hafi gengið undir próf það í guðfræði, er um getur í 2. grein." (Stjórnartiðindi). IIIII7 Bríet Bjarnhéðinsdóttir heldur fyrirlestur opinberlega 30. des. 1887. Fyrirlesturinn gefinn út á prenti 1888. 1UI19 Kvenrjafræðarinn — 370 blaðsiðna bók um heimilis- störf og matargerð — eftir Elinu Jónsdóttur Briem, forstöðukonu Kvennaskólans á Ytri-Ey i Húnavatns- sýslu, gefinn út i Reykjavik 1889. (4. útgáfa 1911). — Camilla (Stefánsdóttir) Bjarnarson (Torfason síðar) tók stúdentspróf í Kaupmannahöfn árið 1889 og ári síðar cand. phil. próf við Hafnarháskóla. (Melkorka 1960, 1. liefti 16. árg., grein eftir Ragnheiði Guð- mundsdóttur, lækni). 1U90 Ölafia Jóhannesdóttir gengur undir fjórðabekkjarpróf í Latínuskólanum. Var fyrst synjað um það, þrátt fyrir lögin 1886. Sótti um að taka stúdentspróf eftir eitt ár, en var synjað um það. Nafn Úlafíu finnst ekki i skólaskýrslum hins lærða skóla. (Ólafía Jóhannes- dóttir — Rit I, bls. 114—117, og Hannes Þorsteins- son — Endurminningar . . . 1962, bls. 152). IH94 8 konur í Reykjavík boða til fundar 26. janúar 1894 til þess að koma á samskotum til styrktar háskóla á Islandi. Um 200 konur úr Reykjavík og af Seltjarnar- nesi komu á fundinn. Þessi fundur var upphaf Hins íslenzka kvenfélags, sem hafði réttindamál kvenna aðallega á stefnuskrá. Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir var lífið og sálin í félaginu, en Ólafia Jóhannesdóttir var hennar önnur hönd. (Nýtt Kvennablað 1944, 5. árg., 4. tbl., grein eftir Ragnhildi Pétursdóttur og Ólafiu Jóhannesd. — Rit I, bls. 25, og neðanmáls á bls. 137). 1095 Tvö kvennablöð hefja göngu sina 1895: Framsókn á Seyðisfirði 8. janúar. Ritstjórar Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir. KvennablaSiS í Reykjavík 21.febrúar. Ritstjóri Briet Bjarnhéðinsdóttir. 1097 Fyrsta kona á íslandi tekur burtfararpróf í Lærða- skólanum í Reykjavik. 1 skólaskýrslu fyrir skólaárið 1896—97 segir svo: „í desember mánuði var yngis- mey Elínborgu Jakobsen, dóttur skóara J. Jakobsens (fæddri í Reykjavik 10. okt. 1871), veitt inntaka í 6. bekk skólans af stiftsyfirvöldunum samkvæmt bréfi ráðgjafans fyrir Island, dags. 10. nóv. 1896.“ Stú- dentsprófinu lauk hún 30. júní 1897, en 4. bekkjar- próf tók hún í júní mánuði 1894. 1090 Fyrstu lærðu lijúkrunarkonurnar á Islandi, sem um er vitað, útskrifast frá Diakonissestiftelsen í Kaup- mannahöfn: Guðný Guðmnudsdóttir og Kristín Hall grimsdóttir. Ársskýrsla Diakonissestiftelsen 1898, bls. 16: „De to förste islandske elever, som vare uddannede paa Dia- konissestiftelsen, Kristin Hallgrimsdatter og Gudny Gudmundsdatter, rejste hjem i Efteraaret og begyndte Pleje paa det nye Spedalskhedshospital i Reykjavik stralcs ved dets Aabning i Okt. 1898;.......“ 1900 Ný hjúskaparlög. Gift kona fær að ráða yfir eigin tekjum og séreignum sinum. Að öðru leyti hefur bóndi einn umráð yfir félagsbúinu. (Lög nr. 3 12. jan. 1900 um fjármál hjóna. — Stjórnartiðindi). 1902 Kjörgengi til sveitarstjórna og sóknarnefnda fá nú þær konur, sem fengu kosningarrétt samkv. lögum 12. maí 1882. (Lög 6. nóv. 1902 — Stjórnartíðindi). 1904 Konum leyfð innganga í Menntaskólann i Reykjavik með reglugerð um skólann 9. sept. 1904, 3. grein: „Þegar því veiúur við komið, skal skólinn vera sam- skóli, jafnt fyrir stúlkur sem pilta.“ (Stjórnartíðindi). Laufejr Valdimarsdóttir (dóttir Brietar Bjarnhéðins- dóttur) sezt í skólann strax sama haust og lýkur stú- dentsprófi 1910. (Skólaskýrslur Hins almenna menntaskóla í Reykjavik). 1905 Stofnaður lýðháskóli að Hvítárbakka i Borgarfirði. Skólinn er samskóli, jafnt fyrir stúlkur sem pilta. Samkennsla í öllum námsgreinum nema leikfimi. Allt að einn þriðji hluti nemenda var að jafnaði stúlkur. (Hvitárbakkaskólinn — saga lians og starf eftir Sigurð Þórólfsson 1920). 1906 Björg Þ. Blöndal skrifar í des. 1906 grein um Barns- mœSur, er birtist í Skírni 1907. Rekur hún sögu rétt- arstöðu ógiftra mæðra og barna þeirra á Islandi og á Norðurlöndum. 1907 27. janúar 1907 stofnar Briet Bjarnhéðinsdóttir Kven- réttindafélag Islands. Sama ár flytur Guðrún Péturs- dóttir tillögu um réttindi óskilgetinna barna og mæðra þeirra á fundi i júnímánuði. (40 ára afmælisrit KRFl). — Konur í Reykjavik og Hafnarfirði fá kosningarrétt og kjörgengi til bæjarstjórnarkosninga með sömu skil- yrðum og karlmenn með lögum frá 22. nóv. 1907. (Rvik nr. 86 og Hf. nr. 75. — Stjórnartíðindi). 1900 Mesti pólitíski sigur íslenzkra kvenna; Kvennalisti til bæjarstjórnarkjörs í Reykjavik 24. janúar 1908 var kosinn með öllum 4 konunum sem á honum voru. 50% af konum á kjörskrá i Reykjavik tóku þátt i kosningunum og 58% af þeim kaus kvennalistann. (40 ára afmælisrit Kvenréttindafélags Islands — 1947 og Isafold 25. jan. 1908). — Ungmennafél. Islands sendi frá II. sambandsþingi sínu áskorun til Alþingis um m. a. að Iækka kosningar- réttaraldur og að veita konum jafnrétti við karlmenn. (Ungmennafélög íslands 1907—1937. Utg. 1938). — Halldóra Bjarnadóttir verður fyrsti skólastjóri við næststærsta barnaskóla landsins — á Akureyri — eftir að skólaskylda kemst á með lögum 22. nóv. 1907. (Kennaratal á íslandi). 1909 Lög nr. 35 30. júlí 1909 um stofnun háskóla, 17. grein: „Hver sá, kona sem karl, er lokið hefur stúdentsprófi við hinn almenna menntaskóla eða annan lærðan skóla honum jafngildan, á rétt á að vera skrásettur háskólaborgari .............“ (Stjómartíðindi). 1911 Lög nr. 37 11. júlí 1911 um rétt kvenna til embættis- náms, námsstyrks og embætta hljóða svo: „l.grein. Konur eiga sama rétt eins og karlar til að njóta kemtslu og Ijúka fullnaóarprófi í öllum menntaskól- um landsins. — 2. gr. Konur eiga sama rétt eins og karlar til hlutdeildar í styrktarfé þvi, sem veitt er af 1 9. JÚNÍ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.