19. júní


19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 41
6 vikna tíma fyrir barnsburð, og jafnlengi eftir með fullu kaupi. (Nýtt kvennablað, júní 1944. — Mel- korka 2. hefti, l.árg., des. 1944). — Samkvæmt forsetabréfi 11. júli 1944 (nr. 42) um hina islenzku fálkaorðu „má sæma þá menn, inn- lenda og erlenda, og þær konur, sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður fósturjarðarinnar eða unnið afrek i þágu mannkynsins." (Lagasafn — Gildandi islenzk lög 1945 1 lögum nr. 60, 12. marz 1945, um laun starfsmanna ríkisins, 36. grein segir: „Við skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka skulu konur að öðru jöfnu hafa sama rétt og karlar." (Lagasafn — Gildandi ís- lenzk lög 1954). — Skipulagsskrá Menningar- og minningarsjóðs kvenna staðfest af forseta fslands 26. ágúst 1945, en sjóður- inn var stofrwður 27.sept. 1941. (40 ára afmælisrit K.R.F.l. — 1947 og Æviminningabók sjóðsins I — 1955). 1946 Jöfn laun karla og kvenna hjá Nót, félagi netavinnu- fólks, með samningi 19. april 1946 eftir 6 vikna verk- fall — hækkun karlakaups 24%, kvennakaups 62,5%. (Vinnan 6. tbl. 1946). — Sett lög um almannatryggingar — nr. 50, 7. mai 1946. Sakir meðferðar mciri hluta Alþingis á þeim atriðum tryggingafrumvarpsins, sem fjölluðu um ekknabætur og mæðralaun, sendi K.R.F.f. og fleiri kvennasamtök mótmæli til Alþingis 17. april 1946. (Þjóðviljinn 27. apríl 1946). — Teresia Guðmundsson fær stöðu veðurstofustjóra I. febr. 1946. (19. júní 1952 — viðtöl við konur í opin- berri þjónustu. — íslenzkir samtíðarmenn). 1949 Frumvarp flutt á Alþingi um algert jafnrétti kvenna við karla. Flutningsmaður Hannibal Valdimarsson. Frumvarpið var fellt. (Melkorka 1. hefti 1949 — grein eftir Svöfu Þórleifsdóttur: Alþingi og réttindi kvenna. — Syrpa 3. árg. 3. hefti, maí 1919: Sami réttur — sömu skyldur eftir Hannibal Valdimarsson). — Tvær konur kosnar á Alþing — 23. og 24. okt. 1949: Kristin L. Sigurðardóttir (9. landkjörinn þingmaður) og Rannveig Þorsteinsdóttir (8. þingmaður Reykvik- inga). Aðrar konur, sem kosnar hafa verið áður á Al- þing, auk Ingibjargar H. Bjarnason, eru Guðrún Lár- usdóttir (1930) og Katrin Thoroddsen (1946). 1951 Kvenréttindafélag íslands hefur útgófu ársrits með nafninu 19. júni. 1952 Ríkisfang giftrar konu fylgir ekki lengur sjálfkrafa rikisborgararéttindum eiginmannsins. Lög nr. 100, 23. des. 1952, um rikisborgararétt. (Lagasafn — Gild- andi islenzk lög ....). — Sett lög um heimilishjálp í viSlögum, sem sérstak- lega er ætlun í veikindatilfellum eða sængurlegu húsmóður. Lög nr. 10, 25. jan. 1952. (Lagasafn — Gildandi íslenzk lög ....). 1954 1 lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rikisins, nr. 38 14. apríl 1954, er ókvæði um að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa og til sömu launa fyrir sömu störf (áður höfðu barnakennarar (1919) og embœttismenn (1911) fengið þann rétt með lögum. (Lagasafn 1954). 1957 50 ára afmæli Kvenréttindafélags fslands 27. janúar 1957. Sýning á listaverkum og bókum kvenna. Upp- lestur úr ritverkum kvenna. f sýningarskránni eru skróð öll (eða flest) ritverk kvenna, sem birzt hafa sem bækur eða bæklingar. — 8. mai 1957 heimilar Alþingi rikisstjórninni að full- gilda jafnlaunasamþykkt alþjóðavinnumálastofnunar- innar, nr. 100, frá 1951. (Stjórnartíðindi 1958). 1958 Auglýsing um fullgildingu á alþjóðasamþykkt nr. 100 um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf, dags. 10. marz 1958. (Stjórnartiðindi). — Sérsköttun á tekjur hjóna heimiluð með lögum nr. 36, 19. mai 1958, um breytingar á skattalögunum, en meginreglan um skattlagningu á tekjur lijóna er, að 50% af tekjum eiginkonu framteljanda reiknast hon- um ekki skattskyldar tekjur. (Stjórnartiðindi). — Jafnlaunanefnd skipuð 21. mai 1958. 5 manna nefnd, þar af 4 konur, en formaður nefndarinnar er karl- niaður. (19.júní 1958). 1959 Rannveig Þorsteinsdóttir fær réttindi sem hæstarétt- arlögmaður (19.júní 1959). 1990 Selnia Jónsdóttir listfræðingur (forstöðumaður Lista- safns rikisins frá 1953) ver doktorsritgerð við Háskóla íslands 16. janúar 1960. (Melkorka 1960, 1. hefti, 3. árg., — 19.júní 1960). — Margrét Sigurðardóttir, sem situr á Alþingi sem vara- þingmaður, flytur frumvarp til laga um fæðingar- orlof með launum fyrir konur, sem eru i atvinnu- starfi. (Alþingistiðindi — 19.júni 1961). — Lög um orlof húsmæðra samþykkt 9. júni 1960. (19. júni 1962 — grein eftir Herdisi Ásgeirsdóttur um or- lofsmál húsmæðra). 1961 Samkv. lögum um launajöfnuð kvenna og karla, nr. 60, 29. marz 1961, skulu laun kvenna hækka á ór- unum 1962—1967 til jafns við laun karla fyrir sömu störf í eftirfarandi starfsgreinum: almennri verka- kvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verzlunar- og skrifstofuvinnu. (Stjórnartiðindi). 1965 Makalifeyrir úr lífeyrissjóðum starfsmanna ríkisins skiptist hlutfallslega, ef um tvo eða fleiri eftirlifandi maka er að ræða (Lög nr. 29, 29. april 1963). — Endurskoðuð almannatryggingalög: Vjölskyldubætur veittar einstœSum mæSrutn, eins og hjónum og ein- stæðum feðrum óður, eftir langa og harða haráttu kvennasanitakanna í landinu. Lög nr. 40, 30. april 1963. (Stjórnartíðindi — Grein eftir önnu Sigurðar- dóttur, sem birtist í Timanum 14. apríl 1960 undir fyrirsögninni „Ná fjölskyldubætur jafnt til allra?“ og i Þjóðviljanum 21. apríl 1960: „Börnum mismun- að“ — Alþingistiðindi: Fylgiskjal frá Kvenréttinda- félagi Islands 28. febrúar 1962 á þingskjali 681 (1961 —62). 1967 Kvennaheimilið Hallveigarstaðir vigt 19. júní 1967. Málverka- höggmynda- og listiðnaðarsýning. Vestur- íslenzkar konur gefa húsinu flygil. (19. júní 1967 og 1968). 1960 F'undur norrænna kvenréttindafélaga haldinn í júní- mánuði á Þingvöllum. Meðal erlendu fulltrúanna voru 3 karlmenn. (Fjölrituð erindi og skýrsla fund- arins ó skrifstofu K.R.F.I.). 19. JÚNÍ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.