19. júní


19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 42
Frá félagsstarfsemi K.R.F.L og Landsfundurinn 1968 Félagsstarfið hefur verið með líku móti og áður, reynt að fá athyglisverð erindi flutt á fundum félagsins. Má nefna m. a. erindi um tryggingamál, flutt af tryggingafræðingi Guðjóni Hansen. Erindi um Alþjóðamannréttindaárið flutti Anna Sigurðardóttir og einnig á fundum hjá aðildarfélög- um i Reykjavik og hjá Kvenfélaginu á Selfossi. Á des.-fundinum var bókmenntakynning að vanda og ung- ar skáldkonur fluttu ljóð sin. Fundur með kvenréttindanefndum var haldinn og sá vara- formaður Petrina Jakohsson um fundinn í fjarveru formanns. Guðný Helgadóttir skýrði frá Menningar- og minningarsjóði kvenna og frá minningarbókum kvenna, og Petrina Jakohs- son sagði frá fundi norrænu kvenréttindafélaganna á Þing- viillum 1968. Útvarpsdagskráin 19. júní var helguð Alþjóðamannrétt- indaárinu og flutti Guðrún Erlendsdóttir hrl., ritari Félags Sameinuðu þjóðanna á Islandi, erindi um það, en Sigríður J. Magnússon sagði frá 21. fundi Alþjóðasambands kvenna í London 1967. I september-dagskránni voru umræður um hlutverkaskipan í þjóðfélaginu. Aðalfundur félagsins var haldinn i marz. I upphafi fund- arins var minnzt þeirra félagskvenna, sem látizt höfðu á s.l. starfsári, en þær voru: Ása Guðmundsdóttir, Guðný Ásberg, Guðrún Pálsdóttir, Halldóra B. Bjömsson, Hallfriður Jónas- dóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristbjörg Jóhannesdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir. Á fundinum voru endanlega samþ. ný félagslög K.R.F.I. og samkv. þeim átti að kjósa: formann til tveggja ára, vara- formann til eins árs og þrjár stjómarkonur. Formaður Lára Sigurbjörnsdóttir baðst eindregið undan endurkosningu, sömuleiðis stjórnarkonumar Anna Sigurðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Stjórri K.R.F.Í.: Sigurveig Guðmundsdóttir, formaður, Guðný Helgadóttir, varaformaður, Katrin Smári, Anna Þorsteinsdóttir, Brynhildur Kjartansdóttir, Fanney Long, Valborg Bentsdóltir, varakona Guðrúnar Heiðberg, sem lézt í apríl, Lóa Kristjánsdóttir, og Valgerður Gísladóttir. Tilmæli bámst frá Alþjóðafélaginu um að K.R.F.I. skip- aði blaðafulltrúa, og var Anna Sigurðardóttir kjörin til þess i nóv. um óákveðinn tima. Kosin hefur verið æskunefnd félagsins með öllum félags- konum innan 35 ára, og er formaður liennar Hlédís Guð- mundsdóttir. Verkefni nefndarinnar eru bréfaskipti við æsku- nefnd Alþjóðafélagsins. Yfirleitt hefur sala skuldabréfa Hallveigarstaða gengið vel, þó eru allmörg eftir óseld, og fást þau á skrifstofu K.R.F.I. Tilllögur og áskoranir. Skorað á menntamálaráðherra að veita Margrétu Indriða- dóttur stöðu fréttastjóra Rikisútvarpsins. Undir þessa tillögu tók Landsfundurinn 1968. Send bréf til biskupsins yfir íslandi og heilbrigðismála- ráðherra vegna leiðbeiningarstöðva um fjölskyldumál. Skorað á félagsmálaráðherra að hækka fæðingarstyrkinn, svo hann nemi kostnaði við barnsfæðingu, þ. e. daggjöld á fæðingardeild og heimili hér í Reykjavik. Sent bréf til utanrikisráðuneytisins vegna væntanlegrar fullgildingar á Alþjóðamannréttindasáttmálanum. Tekið undir samjiykkt Bandalags kvenna í Reykjavik frá aðalfundi þess, þar sem bent er á þá brýnu nauðsyn að stækka Fæðingardeild Landspítalans og að bæta aðstöðu til nútima geislalækningar. Sent bréf til Alþingis og látin í ljós ónægja K.R.F.I. vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um vernd barna og ungmenna, en þar er talið sjálfsagt, að konur eigi sæti í Barnaverndarráði. K.R.F.I. benti þó á, að a. m. k. 2 konur þyrftu að vera i þvi ráði. Sent bréf til Alþingis og mótmælt eindregið framleiðslu og sölu á áfengu öli hér á landi. LANUSFUISDUR 1968. 12. landsfundur kvenna var haldinn dagana 8.—11. júm' 1968, að Hallveigarstöðum. 1 byrjun fundarins flutti Sig- riður Anna Valdimarsdóttir hugleiðingu og formaður bauð fulltrúa velkomna til landsfundar, i fyrsta sinn að Hall- veigarstöðum. Aðalmál fundarins voru: Endurskoðun laga K.R.F.I. og stefnuskrá félagsins. Stefnuskránni var visað til milliþinga- nefndar, en lögin voru samþykkt með nokkrum hreytingum til næsta aðalfundar K.R.F.I., sem samþykkti þau eins og þau komu frá landsfundi. Fundarkonur fóru til Bessastaða í boði forseta Islands, Ásgeirs Ásgeirssonar, miðvikudaginn 12. júní ásamt fulltrú- unum á norræna fundinum. 40 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.