19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1970, Qupperneq 8

19. júní - 19.06.1970, Qupperneq 8
þögul og döpur og kasta reiðilega frá sér leikföngum, sem þeim eru fengin. Og enn eru börn, sem verða sljó og sinnulaus, virðast alls engan áhuga hafa á leikföng- um eða því, að talað sé við þau. Mér kemur í hug 4 ára telpa, sem hafði þurft að gang- ast undir skurðaðgerð á andliti. Hún var horuð, föl, þögul og mjög niðurdregin. Hún hreyfði ekki við leik- föngunum, sem lálin voru hjá henni, en starði fram fyrir sig og nagaði sængurhcrnið án afláts. Ég tók eftir því, að fólki var tamara að fara til barnanna, sem voru ánægð við leik og dundur, en hennar - þetta er skiljan- legt, það er miklu auðveldara að mynda samband við börn, sem eru lífleg og full af áhuga, heldur en döpur eða jafnvel sinnulaus börn. En það eru vafalaust þessi þöglu og sinnulausu börn, sem helzt þurfa á blíðu ( g uppörvun að halda — og ofl þarf heilmikið lag og þolinmæði til að ná sambandi við þau og opna þau. Eflir að kennarinn hafði setið mörg- um sinnum hjá þessari litlu stúlku, fór hún að venjast komu hans og veita honum ósjálfrált athygli. Smám Eitthvað ti/ atí lýna mömmu. saman fór hún að taka við leikföngum, og seinni hlula spítalalegu sinnar var hún tekin að leika sér með dúkk- ur og fleira, í stað þess að naga sængurhornið sitt. Nýjar sérhæjðar stéttir A undanförnum árum hefur fyrirkomulag á sjúkra- húsum tekið miklum breytingum. Aður fyrr, þegar talað var um starfsfólk á sjúkrahúsum, var um lækna, hjúkr- unarkonur og gangastúlkur að ræða. En í seinni tíð liafa víða um lönd verið kallaðar til samstarfs við spilala- þjónusturnar ýmsar nýjar sérhæfðar stéttir eins og t. d. sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, sjúkra- kennarar cg aðrir sérhæfðir kennarar á ýmsum sviðum t. d. almennir kennarar cg talkennarar. Kennararnir sjá unglingum og börnum á öllum aldri fyrir fjölbreytileg- um athafnamöguleikum cg kennslu. Það er mikils virði fyrir sjúkrakennara að hafa góða samvinnu við: 1. Hjúkrunarkonurnar, sem sinna börnunum eins og mæður. Þær þvo börnunum og gefa þeim að borða. Þær fylgjast nákvæmlega með áslandi sjúklingsina allan sólarhringinn og geta því bezl gefið sjúkrakennaranum upplýsingar um líkamlegt og andlegt ástand sjúklings- ins hverju sinni. 2. Félagsráðgjafana, sem starfa sem lengiliður milli heimilis og spítala, og kynnast því ýmsum vandamálum sjúklings og heimili hans. Upplýsingar frá félagsráð- gjafa geta því leiðbeint kennaranum um verkefnaval og meðhöndlun á sjúklingum. 3. Talkennara. Þeir eru fengnir lil að þjálfa börn með talgalla cg komast oft í bezt samband við sjúklinginn í athafnaherberginu, því í leik, lálbragðsleik og myndlist eiga þessi börn oft auðveldast með að tjá sig og eru þá samvinnuþýðari. 4. Sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfari og kennari geta gefið hvor öðrum upplýsingar um sjúklinginn og barnið og einnig góð ráð, sem miða að betri árangri, og bælt þannig upp hvors annars starf, sérstaklega í sambandi við lítil börn, sem gela ekki svo vel einbeitt sér að líkamsæfingum, en möguleikar að sjá þeim fyrir marg- breytilegum og sí-endurleknum hreyfingum eru í at- hafnaherberginu. T. d. fá heilalömuð börn uppbyggjandi þjálfun í að nota hendurnar með því að vefa, flétta, mála með fingr- unum, vélrita og æfa sig við ýmiss spil, sem gerð eru nægilega traust og einföld. Þannig þjálfasl þau í að stilla og stjórna hreyfingum sínum. En markmiðið er að gera þau sem óháðust og sjálfstæðust í daglega lífinu - að þau geti t. d. klæðst og matasl sjálf. Með því að blása sápukúlur þjálfar barnið þá munnvöðva, sem það notar til að mynda orð með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.