19. júní


19. júní - 19.06.1971, Síða 12

19. júní - 19.06.1971, Síða 12
þessi störf, þarf að vera jafn vel að sér í barnasálfræði, mat- reiðslu og þvottatækni, svo eitt- hvað sé nefnt. Hin sterka þróun í átt til sérhæfingar innan ým- issa sérgreina, hefur ekki náð til þessarar greinar. Með öðrum orðum, hin margumtalaða vinnuhagræðing hefur ekki nema að litlu leyti náð fótfestu við heimilisstörfin. Ástæðurnar eru sjálfsagt margar, en engin ein sérstök. Hér mætti nefna eina veiga- mikla, en hún er hin efnahags- lega þröngi stakkur, sem flest- um fjölskyldum er sniðinn. ör- fáar fjölskyldur hafa efni á að kaupa heimilishjálp, og fer sá fjöldi hraðminnkandi. Á Norðurlöndum og megin- landi Evrópu, hafa verið uppi ýmsar stefnur varðandi lausn vandamálsins. Einna helzt hef- ur verið rætt um félagssambýli, eða svokölluð ,,kollektivhús“. I þessum húsum eru heimilisstörf- in að meira eða minna leyti leyst á félagslegum grund- velli, með aðkeyptum vinnu- krafti. Sem dæmi má nefna: matseld, ræstingu, þvott,, fata- viðgerðir, barnaeftirlit, barna- heimili, sjúkrastofur, samkomu- sali, verzlun og sameiginlega bílskúra. Af ýmsum ástæðum hefur þessi sambýlisháttur aldrei náð neinum vinsældum, nema hjá takmörkuðum hópi fólks. Þeir helztu eru: Stúdentar, fólk á eft- irlaunum (elliheimili) og ógift fólk. Hjá fjölskyldufólki hefur þetta sambýlisform ekki náð fót- festu. Skýra má þetta að ein- hverju leyti með ýmsum atrið- um, svo sem skorti á valfrelsi milli hinna ýmsu þjónustuforma, þörfum fólks á persónubundnu íbúðaformi og sálrænum tengsl- um milli barns og móður. Eins og gefur að skilja er það alger forsenda þess að félags- sambýli sé fjárhagslega hag- kvæmt, að hver eining sé sem allra stærst, og að íbúarnir nýti til fullnustu þá sameiginlegu þjónustu sem boðið er upp á. Hér hefur verið tekið á málun- um líkt og við verksmiðjurekst- ur. Hagfræðilega og stjórnsýslu- lega séð hafa þarfir fólksins ver- ið leystar, en það á kostnað hinna einstaklingsbundnu þarfa fjölskyldumeðlimanna. Lausn vandamálsins er marg- þætt og vafalaust ekki möguleg nema með sameiginlegu álaki og skilningi samfélagsins og þeirra, sem hlut eiga að máli. Aukin menntun kvenna er einn þáttur til að gera þær sam- keppnisfærar við karlmenn, á vinnumarkaðinum. Auk þess leysir menntunin hina efnahags- legu hlið vandamálsins, og skap- ar nauðsynlegt valfrelsi milli ýmissa þjónustugreina, sem á boðstólum eru. Þau mál, sem hér hefur verið tæpt á, væru verðugt í’annsókn- arefni, og reyndar nauðsynlegt að slík athugun verði fram- kvæmd á kerfisbundinn hátt. Til að rannsóknin verði sem árang- ursríkust þyrfti fólk úr mörgum starfsgreinum að standa að henni, svo sem félagsfræðingar, sálfræðingar, hagfræðingar, arkitektar og verkfræðingar. Þannig rannsókn myndi þá fyrst og fremst beinast að barnafjöl- skyldunni og þeim vandamálum, sem skapast í sambandi við ann- að fyrirkomulag á framkvæmd heimilisstarfanna. Sigurður Thoroddsen. Okkar kynsloð er brúin Anna María Þórisdóttir Við, sem erum miðaldra, höf- um í reynd kynnzt þrem stig- um í menntun kvenna hér á landi, og leyfi ég mér til skýr- ingarauka og í grófum dráttum að kalla þau: hússtjórnarmennt- unarstigið, hálfmenntunarstigið og jafnmenntunarstigið. Mæður okkar, sem margar hverjar hlutu menntun sína í húsmæðraskólum, höfðu hennar full not innan heimilisins við þau störf, sem þvottavélar, hræri- vélar, ryksugur, kjötbúðir, mjólkurbú, fatahreinsanir o. fl. þjónustustofnanir hafa nú tek- ið á sig. En þó að heimilisstörfin séu margfalt léttari nú en þá, er hægur vandinn að gera sér allt að erfiði og fyrirhöfn með því að taka þau of hátíðlega og beita ekki heilbrigðu verksviti. 10 19. Jtjní

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.