19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 18

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 18
þjóðfélaginu, hljóta að hafa áhrif á stúlkur, sem enn eru á æskuskeiði, og brýnt fyrir þeim nauðsyn þess að velja sér ákveð- ið lífsstarf eftir áhuga og getu hverrar og einnar. Eitt af mörgu, sem hreyfing- in hefur vakið athygli á, er hve mörgum stúlkum, sem verið hafa fjárhagslega sjálfstæðar, veitist erfitt að þiggja allt úr hendi maka sinna, og glata þar með ákveðnu sjálfræði. Því, sá sem er fjárhagslega háður ein- hverjum, er aldrei með öllu frjáls. Þetta atriði virðist mörg- um, jafnvel frjálslyndustu karl- mönnum, erfitt að skilja. Flestum er nú orðinn ljós skortur sá, sem hér er á leik- skólum og dagheimilum, og að þessi skortur torveldar mæðr- um að vinna utan heimilis. Einnig tel ég, að augu karla og kvenna hafi opnazt fyrir því, hve erfið sé staða þeirra kvenna, sem bundnar eru heima yfir (mörgum) börnum á skólaaldri. Þær eru allt í senn, ræstingar- konur, þvottakonur, matseljur, þjónustur, friðstiilendur, kenn- arar og sálusorgarar barna sinna. Auk þess sem þær eiga að vita, hvar allir hlutir allra á heimilinu eru. Þótt þær séu allan daginn að, sér lítinn stað verka þeirra að kvöldi. — Þjóð- félagið metur störf þeirra að engu. Falli þær frá, liggja þær óbættar hjá garði. Mér finnst sem skilningur sé að vakna á því, að eðlilegra væri, að öflun tekna skiptist á milii maka og þá einnig, að bæði kynin sinntu heimilisstörfum og uppeldi barnanna. Ég hygg, að það sé mikill akkur fyrir hvert barn að kynnast föður sínum strax í bernsku. Ekki bara sem manninum, er vinnur fyrir heim- ilinu og kemur þreyttur heim að kvöldi, heldur fylgja honum eft- ir við starf og njóta daglegrar leiðsagnar hans og viðræðna. Það hlýtur og að vera ánægju- legt fyrir föður að fá að sýsla við barn sitt allt frá fæðingu þess, njóta gleðinnar, sem það gefur og iíka taka sinn þátt í erfiðleikunum. Á þann hátt mynduðust traustari bönd milli föður og barns. Að benda á ofangreind atriði og vekja máls á þeim, tel ég hreyfingunni til tekna, — en eins og oft vill verða, þegar um- bylta á ævafornum hugmyndum og háttum, verður baráttan oft öfgakennd og óraunhæf. Ég álít það forréttindi, sem skaparinn hefur veitt oss kon- um, að fæða börnin, hafa þau á brjósti og eiga síðan di’júgan þátt í uppeldi þeirra. Þessi for- réttindi skulum við meta að verðleikum, varðveita og njóta og reyna á farsælan hátt að samræma þau félagslegri þörf og sjálfstæðishvöt okkar. Mun það bezt gerast með því móti, að mæðrum verði gert kleift að vinna hálfan — eða tvo þriðju hluta vinnudags utan heimilis. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir. Rauðsokkahreyfingin er ennþá innanríkismál Baldur GuÖlaugsson Konur hafa vitaskuld lengi háð baráttu fyrir þjóðfélagslegu jafnrétti kynjanna. „Kvenrétt- indahreyfing" sú, sem nú er haf- in, er hins vegar af allt öðrum toga spunnin en fyrri hreyfing- ar. Hún á sér að vísu það mark- mið að tryggja á borði það jafn- rétti, sem kynjunum hefur í flestum greinum þegar verið fengið í orði. En kjarna hreyf- ingarinnar tel ég samt sem áður vera herför að rótgrónum hugs- unarhætti um ,,eðlislægan“ mun kynjanna og „hlutverk konunn- ar“, hugsunarhætti, sem haldizt hefur næsta óbreyttur, þrátt fyrir stóraukin formleg réttindi konunni til handa. Konunni hef- ur verið markaður þröngur þjóðfélagslegur bás, á því leik- ur enginn vafi, enda krökkt dæma úr löggjöf, uppeldisvenj- um og samfélagsviðhorfum, svo sem sýnt hefur verið fram á með óyggjandi rökum, sem óþarft er að tíunda hér. Skráð og óskráð viðhorf þjóðfélagsins í heild sinni hafa til þessa lagt megináherzlu á eitt og aðeins eitt höfuðhlutverk konunnar, sem sé barneignir, barnauppeldi 16 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.