19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 22

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 22
Ragnhildur Helgadóttir: Uin almanna* trjggingar Ýmis samtök kvenna hafa lengi haft á stefnu- skrám sínum sitthvað, er snertir félagslegt ör- yggi og sérstaklega þá þætti, er mestu varða konur og börn. Ekki er þó svo að skilja, að þær hafi þar einblínt á eigin hagsmuni og barna sinna, heldur hefur einnig oftlega verið tekin afstaða til málefna þeirra, sem við skerta starfsorku búa vegna aldurs eða sjúkleika. Því er það, að sam- tök þessi hafa látið frá sér fara ýmsar ályktanir og tillögur um þessi mál. Nægir að nefna Kven- félagasamband fslands, Bandalag kvenna í Reykja- vik og Kvenréttindafélag fslands. Á vegum ríkisstjórnarinnar hefur verið unnið að endurskoðun laga um almannatryggingar síð- astliðið ár. Árangur þess starfs hefur birzt í formi lagafrumvarps, sem nú nýverið hefur ver- ið samþykkt með nokkrum breytingum og af- greitt sem lög frá Alþingi. Stjórn Kvenréttinda- félags íslands nefndi á seinasta sumri þrjár kon- ur til að gera úr garði tillögur til hinnar stjórn- skipuðu nefndar. Völdust í nefndina þær Guðný Helgadóttir, Jóna Guðjónsdóttir og höfundur þess- arar greinar. Við gerð tiliagnanna tókum við mið af ýmsum grundvallaratriðum í eldri tillögum Kvenréttindafélagsins um tryggingamál. Eru ýmis þeirra atriða, er okkur voru efst í huga, nú í hinum nýju tryggingalögum. Grundvöllur og meginsjónarmið. Við umræður um almannatryggingarnar veld- ur það oft misskilningi, hve hinir ýmsu þættir, sem lögin fjalla um, hvíla á mismunandi grund- velli. Sameiginlegt þeim öllum er, að um almenn- an bótarétt er að ræða handa þeim borgurum, sem uppfylla viss skilyrði, er lögin greina. Rétt- ur þessi miðast ekki við efnahag nú orðið, eins og var á fyrri árum trygginganna. Seinustu skerð- ingarákvæðin, þ. e. ákvæðin, sem skertu bóta- rétt við vissar tekjur umsækjanda, féllu úr gildi í árslok 1960. Með afnámi skerðingarákvæðanna sigraði hið svonefnda tryggingarsjónarmið — að hver og einn, sem tryggður er, eigi rétt á bótum við viss atvik og það því fremur sem um skyldu- tryggingu er að ræða. Hitt sjónarmiðið, sem ýms- ir telja að eigi að gilda um almannatryggingar, er framfærslusjónarmiðið — að þeir einir, sem geta ekki séð sér farborða af eigin rammleik, eigi að njóta bóta. Er það í rauninni sama sjón- armiðið og gildir í framfærslumálum sveitarfé- laganna. 1 verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga hafa framfærslumál frá fornu fari verið að mestu á hendi síðarnefnda aðilans, og raunar var þetta helzti grundvöllurinn að hreppaskipting- unni í landinu á fyrri tíð. Þegar hugleitt er, hvort sjónarmiðið eigi að gilda í almannatryggingum, er rétt að líta á, hvernig hinir ýmsu þættir eru fjármagnaðir. Þættirnir eru lífeyristryggingar, fjölskyldubætur, slysatryggingar og sjúkratryggingar. Tekjur lífeyristrygginga koma að tæpum þriðj- 20 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.