19. júní


19. júní - 19.06.1971, Page 49

19. júní - 19.06.1971, Page 49
lag íslenzkra listdansara, og var Ásta Norðmann kosin fyrsti formaður þess. Félag- ið starfrækti skóla, og á veg- um skólans var færður upp fyrsti visirinn að ballett hér á landi. Fyrsti stórsigur fé- lagsins var að fá leiðréttan skemmtanaskattinn, sem var jafnhár af ballettsýningum og af almennum dansleikj- um og gerði danssýningar næstum ókleifar. Nú eru starfræktir nokkr- ir ballettskólar á höfuð- borgarsvæðinu. Þeir eru Skóli Sigriðar Ármann, Skóli Guðnýjar Pétursdóttur, Skóli Eddu Scheving, Skóli Katrínar Guðjónsdóttur, auk Ballettskóla Þjóðleikhússins. Ballettskóli Þjóðleikhúss- ins var stofnaður árið 1952. Fyrsti kennarinn var Erik Bidsted. Hann kom fyrst hingað til að dansa í Leður- blökunni, en var svo ráðinn áfram og starfaði hér í 8 ár. Bidsted stjórnaði Tivolí-ball- ettinum á sumrin, en kenndi hér á veturna, og má segja, að hann hafi komið hingað á hverju hausti uppfullur af nýjum hugmyndum, enda var hann mjög drífandi og atorkusamur kennari. „Ólafur Liljurós“, sem var einn fyrsti íslenzki ballettinn, var frumsýndur hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1952. Ballettinn er eftir Sigríði Ármann og tónlist eftir Jórunni Viðar. Þetta var fyrsta stóra hlutverk Jóns Valgeirs Stefánssonar, en hann dansar nú með ballett Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Álfkonurnar eru Björg Bjarnadóttir, Katrín Guðjóns- dóttir, Kristín Kristinsdóttir og Edda Scheving. Hér sjáum við mynd úr „Visions fugitives“ eftir Fay Werner, sem var danskennari Þjóðleikhússins í nokkur ár. Tónlistin var eftir Prokofiev. Dansarar eru Þórhildur Þorleifsdóttir, Aðalheiður Nanna Ólafsdóttir, Þórarinn Baldvinsson, Hlíf Svavarsdóttir og Margrét Brandsdóttir. 19. Júní 47

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.