Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Síða 1
Sigbjörn á þing Sigbjörn Gunnarsson er fæddur á Akureyri 2. maí 1951, og er eitt fjögurra barna Guðrúnar Sigbjörnsdóttur og Gunnars Steindórssonar. Sigbjörn ólst upp á Akureyri og hefur búið þar nánast samfleytt. Sigbjörn gekk hefðbundnar námsleiðir og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1972. Síðan kenndi hann við Gagnfræðaskóla Akureyrar um tveggja ára skeið, en stundaði síðan nám í lögfræði um eins árs skeið, en hætti þá frekara námi. Sigbjörn setti síðan á stofn verslunina Sporthúsið á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni og fleirum og hefur starfað við verslunina frá 1976 ásamt því að stunda jafnframt kennslu fyrstu árin. Hugur Sigbjörns hefur löngum staðið til íþróttaiðkana og var hann um árabil leikmaður IBA og síðar KA í knattspyrnu. Þá lék Sigbjörn lengi handknattleik með KA. Eftir að beinni þátttöku í keppnisíþróttum lauk hefur Sigbjörn tekið mjög virkan þátt í stjórnunarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar. Auk þess hefur Sigbjörn fengist við þjálfun knattspyrnumanna. Sigbjörn er núverandi formaður íþróttaráðs Akureyrar. Auk (þróttanna hafa stjórnmál verið ofarlega í huga Sig- björns um árabil. Hins vegar hefur minna farið fyrir beinni þátt- töku á þeim vettvangi einkum vegna þess að íþróttastarfið tók allan hans tíma lengi vel. Sigbjörn skipaði þó þriðja sætið á lista Alþýðuflokksins í desemberkosningunum 1979. Nú skipar Sigbjörn hins vegar baráttusætið á lista flokksins í kjördæminu og hefur sköruleg framganga hans að undanförnu vakiö mikla athygli. Eins og nærri má geta um mann sem hefur starfað mikið að íþróttamálum, skipa ýmiss félagsmál háan sess í huga Sigbjörns, enda telur hann að sinnuleysi hvað varðar ýmiss félagsmál og mannréttindamál hafi haft mun meiri áhrif á byggðaröskun undanfarinna ára en almennt er talið. Sigbjörn telur einnig að starf hinna frjálsu og óháðu æskulýðs- og íþróttafélaga sé síst ofmetið og telur stuðning við þau félög skila öflugra og jákvæðara ungu fólki. Jöfnun orkukostnaðar um landið er einnig ofarlega í huga Sigbjörns. Þannig eru það einkum félagsmál sem tengjast jafnvægi í byggð landsins sem Sigbjörn leggur áherslu á. Miðstýring ríkisvaldsins og hags- munaklíka verði brotin á bak aftur og völd sveitastjórna og þar með heimamanna til að hafa áhrif á ákvarðanatöku verði auk- in. Eiginkona Sigbjörns er Guðbjörg Þorvaldsdóttir frá Akureyri og eiga þau fjögur börn, Hildi Björk, tvíburana Guðrúnu Ýr og Þorvald Makan auk Rósu Maríu. Sigbjörn Gunnarsson yrði verðugur fulltrúi á Alþingi. Því leggur Alþýðuflokkurinn mikla áherslu á að hann nái kjöri og kjördæmið eignist ungan og dugmikinn málsvara á þeim vett- vangi. Enn dekkri tölur Meðfylgjandi rammaklausa er tekin upp úr íslendingi, málgagni sjálfstæðismanna í Norðurlandi eystra, útg. 14. apríl 1983. P*á stóðu fyrir dyrum Alþingiskosningar, rétt eins og nú. F*á þótti íhaldinu henta að vekja athygli á samdrætti í íbúðabyggingum á Akureyri. Fátt hefur heyrst úr þeim herbúðum nú fyrir kosningarnar, eftir fjögurra ára landsstjórn íhalds og Framsóknar. Skyldi þessu ekki hafa verið kippt í liðinn undir þeirra stjórn,- eða hvað? Alþýðumaðurinn aflaði sér upplýsinga um nýbygg- ingar á Akureyri frá 1983 til 1986 - og „afrek“ núver- andi stjórnarflokka kemur berlega í ljós - eða eigum við að líta á hliðstæða töflu fyrir þessi ár: Fullg. íb. Hafin 1983 130 bygging á 1984 99 30 1985 38 17 1986 30 28 Fannig lítur dýrðin þá út. Nánast allar íbúðir, sem hafin hefur verið bygging á þessum árum, er á vegum verkamannabústaðakerfisins. Einstaklingar á Akureyri hafa ekki treyst sér til að hefja byggingaframkvæmdir á þessum árum. Eigum við von á öðrum fjórum árum í líkingu við þessi, ef núverandi stjórnarflokkar fá fylgi til áframhaldandi : etu? Er ekki vissara að gefa þessum herrum frí og láta aðra spreyta sig? Nokkrar hugleiðingar um skipan sveitastjórnarmála Sveitastjórnarmál hafa mikið verið til umræðu í kosningabar- áttunni. Hér á eftir fara nokkrar hugleiðingar um skipan sveitar- stjórnarmála og hugmyndir um breytingar, sem gætu bætt stöðu landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu. 1. Meginverkefni sveitarfélaga ber að skilgreina í lögum betur en nú er gert. Greint verði á milli þeirra verkefna sem þeim sé skylt að sinna og heimilt að sinna. 2. Stuðla ber að eflingu fárra stórra sveitarfélaga svo þau verði betur fær um að valda núverandi verkefnum og taka við nýjum. Einnig svo auka megi virkni stjornsýslukerfisins og draga úr kostnaði við rekstur þess. 3. Innan hinna stóru sveitar- félaga starfi staðbundnar ráð- gjafanefndir sem jafnframt geti annast um þau verkefni er sveit- arstjórnir feli þeim, t.d. afrétta- mál og fjallskil. 4. Réttarstaða allra sveitar- félaga verði sem líkust, en þó verði sett sérstök lög um höfuð- borgarsvæðið sem geri ráð fyrir nokkurri sjalfstjórn hverfis- stjórna þar. 5. Sveitarfélögin verði lög- sagnarumdæmi. 6. Tryggja verður sveitar- félögunum tekjustofna til að standa undir lögboðnum verkefn- um. Meginreglan verði sú að rík- ið innheimti óbeina skatta en sveitarfélögin beina skatta og fái þá til ráðstöfunar. Dregið verði úr vægi fasteignagjalda og gatna- gerðargjalda í tekjum sveitar- félaga og bifreiðaeign skattlögð í staðinn. 7. Dregið verði úr kostnaðar- skiptingu- milli ríkis og sveitar- félaga innan einstakra verkefna- flokka og verkefnin höfð meira aðskilin á milli stjórnsýslustiga Með því fer saman ákvörðun, framkvæmd og fjárhagslega ábyrgð innan hvors stórnsýslu- stigs um sig. 8. Stuðla ber að lýðræðislegum stjórnarháttum í meðferð sveit- arstjórnarmála. Sveitarstjórnir skipi 9-15 manns kosnir eftir listum. Settar verði í lög tak- markanir á kjörgengi manna í sveitarstjórnir. Fastráðnum starfsmönnum sveitarfélaga, ráð- herrum, alþingismönnum og æðstu embættismönnum ríkisins verði óheimil seta í sveitarstjórn- um. 9. Sveitarfélög hafi frjálsan ákvörðunarrétt um gjaldskrár eigin fyrirtækja og stofnana. 10. Ákveðinn verði 25 ára aðlögunartími að hinni breyttu skipan sveitarstjórnarmála. Strax verði settar upp 22-25 héraðs- stjórnir sem þriðja stjórnsýslu- stigið. Verkefnin verði síðan smám saman færð frá núverandi sveitarstjórnum til hinna nýju sveitarstjórna, sem nefndar verði héraðsstjórnir á meðan á aðlög- unartímanum stendur. Jafnframt verði aðlögunartíminn nýttur til að breyta ýmsum lögum, reglu- gerðum og samstarfssamningum sem snerta stjórnsýslu ríkisins og sveitarfélaganna. Tryggjum Akureyringi þingsæti í alþingiskosningunum um aðra heigi er úrval flokka og frambjóð- enda meira en nokkru sinni fyrr. Hvort þetta verður kjördæminu okkar og þjóðinni til gæfu, er önnur saga. En það er eitt atriði, sem mig lang- ar að vekja athygli á. Akureyringar eiga litla möguleika á því að eign- ast þingmenn, þ.e. að Akureyringar nái kjöri. Eina vonin er sú, að Sig- björn Gunnarsson, sem skipar 2. sætið á lista Al þýðuflokksins, kom- ist á þing. Hann er borinn og barnfæddur Akureyringur, og myndi án efa setja málefni Akureyringa á oddinn, ef hann kæmist á þing. Með þessum línum vil ég skora á Akureyringa að tryggja Sigbirni kosningu á þing. Það væri einn sterkast leikur bæjarbúa í öllu því kraðaki stjórnmálanna, sem nú blasir við. Baldur Jónsson, yfirlæknir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.