Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Blaðsíða 2
2 - ALÞYÐUMAÐURINN Meistarahús — Meistarahús í pökkum Til Björns Dagbjartssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins: Svaraðu Björn, já eða nei... Hvað er nú það? Upplýsingar hjá Reyni s/f Furuvöllum 1 • Akureyri • Sími 24000 Á framboðsfundi í Tjarnarborg í Ólafsfirði þann 13. apríl beindir þú m.a. spjótum þínum rudda- lega að Jónínu Óskarsdóttur, 7. manni á lista Alþýðuflokksins. Þú sagðist ekki vera hissa á því þó „kratar“ hafi hafnað henni i PHILCO Á HÖRKUGÓÐU VERÐI. ÞVOTTAVÉL FYRIR KR. 29.900* OG ÞURRKARINN FYRIR KR. 22.700* Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þú velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvottar. Þurrktími getur varaö allt aö tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco aö enn betri og öruggari þvottavél en áöur. Vélin vindur meö allt aö 1000 snúninga hraöa á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæöi heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtalsverð orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco ogerufráHeimilistækjum. Þaðtalarsínu máli: Traust nöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum. Staögreiösluverö puflðS 3 og Uv-OVJ^ Heimilistæki hf Umboð á Akureyri HAFNARSTRÆTl 3 20455- SÆTUNI 8 15655 fyrsta sæti í bæjarstjórn Ólafs- fjarðar. Undirrituð er í stjórn Alþýðu- flokksfélags Ólafsfjarðar og veit vel hvað þar gerist. Hins vegar veit ég ekki í hvaða sorptunnur þú sækir þann óþvera sem þú berð fyrir væntanlega kjósendur. Eg veit heldur ekki hvað þér þyk- ir hæfilegur vinnudagur kvenna. Um áðurnefnda Jónínu vil ég segja þér og öðrum þetta: Jónína er gift og þriggja barna móðir. Hún er aðstoðarmatráðskona í Hornbrekku, dvalarheimili aldr- aðra hér í bæ. Hún er mjög virk í ýmsum félagasamtökum hér í Ólafsfirði, nægir þar að nefna Slysavarnadeild kvenna og Iþróttafélagið Leiftur en Jónína vinnur mikið fyrir og með skíða- deildinni. Maður hennar er sjó- maður og ekki alltaf heima en heima hjá þeim hjónum hef ég séð net og önnur veiðarfæri sem hún vinnur við í „tómstundum“. Mér er einnig kunnugt um að í fiskhúsi þeirra er hún stundum fram á nætur. I fyrra, þegar verið var að koma upp lista vegna bæjar- stjórnakosninga, baðst hún und- an því að vera í efsta sæti fyrir Alþýðuflokkinn. Þess má geta að Alþýðuflokkur, Alþýðubanda- lags- og Framsóknarflokkur voru með sameiginlegt framboð, H- lista. Þetta skildum við vel og ekki síst vegna þess að eftir ára- mótin 1985-’86 var tengdamóðir hennar orðin mjög veik. Hún þráði að vera sem lengst heima hjá sér en í heimili hennar voru ekki aðrir en eiginmaðurinn og yngsti sonurinn, innan við tvítugt. Við þessu brást Jónína eins og hennar var von og vísa. Hún var hjá tengdamóður sinni nótt og dag. Hún annaðist hana eins og besta hjúkrunarkona og hún skildi ekkert síður andlegar þarfir hinnar deyjandi konu. Jónína er ekki lærð á heilsu- gæslusviði en hún hefur hagar hendur og hjartað á réttum stað. Á meðan á þessu stóð var elsta stúlkan hennar Jónínu fcrmd og auðvitað var hún með barninu sínu þann dag en fyrir miðnætti var hún komin að sjúkrabeð tengdamóður sinnar og þar var hún þar til yfir lauk þann 17. júní. Vegna nefndra ummæla þinna um að Alþýðuflokkurinn hafi hafnað Jónínu í efsta sætið í fyrra, bar ég frant á fundinum skriflega fyrirspurn sem þú áttir að svara en lést ógert og nú endurtek ég: Er allur málflutningur þinn og annarra sjálfstæðismanna jafn sannur þeirri fullyrðingu þinni að „kratar“ hafi hafnað Jónínu Ósk- arsdóttur í bæjarstjórn Ólafs- fjarðar? Að lokum þetta: Jónína er varabæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins í Ólafsfirði og hefur þurft að starfa töluvert á þeim vettvangi vegna veikinda aðalfulltrúa. Það er hverjum manni skylt að hafa það sem sannara reynist. Ólafsfirði 14. apríl 1987, Hulda Kristjánsdóttir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.