Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUMAÐURINN - 3 Þokum okkur saman Stundum flytja blöðin okkur efni, sem hrífur hugann og lyftir okkur upp úr lágkúru hversdags- leikans, eygjum sólroðinn fjalls- tind yfir mengunarþoku flatn- eskjunnar og múgamennskunn- ar. Ein slík grein er viðtalið við Jón Baldvin Hannibalsson í Alþýðublaðinu 14. apr. Þar er á ferðinni ein af stóru greinunum, sem sjást svo óendanlega sjaldan á hinum síðari árum. Ef einhvern tíma verður birt úrval stefnuyfir- lýsinga stjórnmálaforingja aldar- innar, á þessi grein tvímælalaust sæti í fremstu röð. En hvers vegna? Vegna þeirrar hrein- skilni, djörfungar og drengskapar ásamt raunsæi og djúpum skiln- ingi, sem leiftrar í hverri setn- ingu. Málflutningur Jóns sýnir án vafninga, hver er stefna Alþýðu- flokksins og um leið, að hún er eina leiðin, sem liggur í átt til að skapa hér gott þjóðfélag. Þar er afdráttarlaust mörkuð stefna velferðarríkisins, ekki sem óljós draumsýn, ekki sem glæsilituð skrumauglýsing, heldur sem raunhæf leið, ef við erum sam- taka um að brúa torfærurnar og ryðja stórbjörgunum úr vegi, þar sem sérhagsmunum, einokun auðsins, skattsvikum og sið- leysisbruðli er sagt stríð á hendur. Engum, sem greinina les, dylst að þar er á ferðinni vaskur for- ingi, sem kveður þjóðina til víga gegn ranglæti því og spillingu, sem sameinað átak stjórnarflokk- anna Sjálfstæðis og Framsóknar, hefir þróað og haldið hlífiskildi yfir. Og enginn efar, að þeir flokkar muni halda áfram á sömu braut ef þeim gefst færi á, og Borgaraflokkurinn styðja þá af öllum mætti, og allir muni þeir í sameiningu sigla hafskipi sínu og leita lægis í höfn nýfrjáls- hyggjunnar. En það er ekki nóg að eiga frækinn foringja, sem ber hátt inerki velferðarinnar, merki betri framtíðar. Til þess að hann fái sigrað myrkraöfl þjóðfélagsins, grafið fyrir rætur spillingarinnar og gefið brauð fyrir steina, þarf að fylgja honum fast eftir. Bar- áttusveitir hans mega hvergi hika, né sýna á sér bilbug, þótt virkið falli ekki við fyrsta högg. Múrinn brotnar, ef nógu ötullega er á honum hamrað ekki af ein- um fræknum foringja heldur öllum, sem sjá og skynja hvert stefnt er. Gæfa íslensku þjóðarinnar er háð því að Alþýðuflokkurinn efl- ist svo að hann verði að loknum kosningum 25. apríl þungamiðj- an í stjórnmálum þjóðarinnar, og fái markað stefnuna. Við hér í Norðurlandskjör- dæmi eystra eigum nú í fyrsta sinni möguleika á að senda tvo fulltrúa Alþýðuflokksins á þing, og um leið að láta nokkuð kveða að rödd landsbyggðarinnar í söl- um Alþingis. En til þess svo megi verða hljótum vér að standa sam- an og fylgja merkinu af sama drengskap og djörfung og for- maðurinn hefur lyft því. Fylkjum okkur öll um Alþýðu- flokkinn, hvar í stétt, sem við stöndum hvort heldur við erum ung eða gömul. Enginn er of ung- ur né of gamall til að leggja góðu máli lið eftir því sem kraftar hans leyfa. Sýnum og sönnum á kjördegi að sýn Norðlendingsins Jónasar Hallgrímssonar verði veruleiki. Fríður foringi stýri fræknu liði, þá fylgi sverði sigur. Steindór Steindórsson, frá Hlöðum. Bylting í íslenskum sjávarútvegi Tölvuvindan Einfaldari stjómun Fullkomnari veiðikerfi Mjög afkastamikið og öruggt veiðitæki Fáanleg fyrir smokkfískveiðar og m. línuspili Tveggja ára ábyrgð og örugg þjónusta um allt land Óseyri 4 • Sími 96-26842 ■ Pósthólf 157 • 602 Akureyri Hagkaup auglýsír Höfum opið til kl. 21.00 þann 15. apríl og til kl. 20.00 þann 22. apríl. HAGKAUP Akureyri Viðskiptavinir athugið Kjörbúðir KEA Akureyri verða opnar laugardaginn fyrir páska frá kl. 9-12. ★ Söluop verða lokuð föstudaginn langa og páskadag annars opin eins og venjulega. S#Matvörudei Id V DÖMUR MÍNAR OG HERRAR „VELKOMIN TIL AKUREYRAR " // LEIKHÚSPAKKAFERÐIR >/ KABARETT PERLAN í PAKKANUM SÖNGLEIKURINN: FLUG - FIMM GISTISTAÐIR - FIMM VEITINGASTAÐIR. ÞÚ VELUR SJÁLFUR í PAKKANN. Dæmi: Leikhúsmiði + tvær nætur á hóteli með baði. Kr. 2690.- fyrir manninn Leikhúsmiði + leikhúskvöldverður kr. 1600,- fyrir manninn. ^SPARNAÐARPAKKI: miðvikudagur - fimmtudagur. U1 MIÐASALA SlMI 96-24073 IflKFGLAG AKURGYRAR (Æ fluqfélaq noróurlands hf". Umboðsmenn

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.