Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Síða 4

Alþýðumaðurinn - 16.04.1987, Síða 4
4 - ALÞÝÐUMAÐURINN Leiðari: Valkostirnir eru tveir! Kosningarnar 25. apríl n.k. geta orðið örlagaríkar fyrir íslenska þjóð. Kjósendur standa frammi fyrir tveimur afgerandi valkostum. Þeir verða að svara þeirri spurningu, hvort þeir vilja að áhrifa nýfrjálshyggjunn- ar gæti áfram í stjórn landsmála, eða hvort jöfnuður og réttlæti fái að hafa meiri áhrif en verið hefur. Fulltrúar nýfrjálshyggjunnar boða það, að markaðs lögmálin skuli í einu og öllu ráða tekjuskiptingu, þró- un byggðar og þeir hafa gert harða atlögu að vel- ferðarkerfinu með þeim afleiðingum, að heilbrigðis- og menntakerfið hefur orðið fyrir alvarlegum skakka- föilum. Misréttið blasir hvarvetna við. í landinu búa tvær þjóðir í tvennum skilningi. Ann- ars vegar eru það hinir efnaminni, sem hafa greitt nið- ur verðbólguna með iáglaunastefnunni, og hins vegar fjármagnseigendur, sem hafa leikið sér á verðbréfa- markaðnum og rakað saman miklum fjármunum. Þá hefur landbyggðin orðið að þola gífurlegt misrétti. Þar eru launatekjur iægri en á höfuðborgarsvæðinu, eignaupptaka hefur átt sér stað vegna lækkunar fast- eignaverðs, vandi landbúnaðarins hefur haft alvar- legar afieiðingar fyrir þjónustu- og framleiðsluiðnað á þéttbýlisstöðum og bændur sjálfa. Vöruverð og fram- færslukostnaður er hærri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, og hverskonar opinber þjón- usta er lakari. Byggðastefna íhaldsmanna í Sjálfstæðisflokki og Framsókn hefur brugðist. Fólksflótti af landsbyggð- inni er staðreynd. Það verður eitt af meginverkefnum nýrrar ríkisstjórnar að snúa þessari þróun við, brjóta niður áhrif nýfrjálshyggjunnar og færa valdið og fjár- munina heim í héruð. En misrétti nýfrjálshyggjunnar birtist í fleiri myndum. Frumskógarlögmálið hefur valdið því, að ungt fólk hefur orðið að taka á sig manndrápsbyrðar til að lúta því lögmáli sjálfseignarstefnunnar að eign- ast þak yfir höfuðið. Þeirra hlutskipti hefur orðið sleitulaust strit, óbærilegir skuldabaggar og tjöld hafa verið dregin fyrir alla framtíðarsýn. Á þessu sviði þarf að gera grundvallarbreytingar á samfélagsbyggingunni. Það verður að tryggja það, að ungt fólk geti notið bestu ára ævinnar, bæði við heimilisstofnun og uppeldi barna sinna. Þetta gildir jafnt um þá, sem stunda langskólanám og þá, sem fara ungir út á vinnumarkaðinn. Á íslandi hefur verið fyigt stefnu, sem í eðli sínu er mannfjandsamieg. Öllu hefur verið snúið við. Ungs fólks bíður ekkert annað en glórulaust brauðstritið í einhverju mesta lág- launalandi Evrópu. Konum er gert að vinna fyrir smánarlaun, hávaxtastefnan og lánakjör eru á þann veg að það jafngildir einskonar skuldafangelsi að taka fjármuni að láni. Með tillögum sínum um kaupleiguíbúðir, breyting- ar á vaxtastefnu, réttlátari tekuskiptingu og um breyt- ingar á skattakerfinu, bendir Alþýðuflokkurinn á leið- ir, sem geta snúið þessari öfugþróun við. Alþýðu- flokkurinn vill að börnin fái foreldra sína aftur, og að unnt verði að skapa rauverulegar tómstundir svo mannleg samskipti geti komist í eðlilegt horf. Ein- hverjum kann að finnast þetta sérkennilegt kosninga- mál, en við biðjum hvern mann að hugleiða ástandið eins og hann þekkir það hið næsta sér. Jafnaðarmenn geta ekki látið það líðast, að einhver tiltekinn hópur þjóðfélagsins nái í krafti fjármagnsins þeirri aðstöðu og völdum, að hann geti ráðið kjörum og örlögum hins vinnandi manns. Kosningabaráttan núna snýst um framtíð og afkomu mikils hluta þjóðar- innar, sem hefur orðið að þola misrétti nýfrjáls- hyggjunnar á flestum sviðum. Jafnaðarstefnan á nú meira erindi til íslendinga en nokkru sinni fyrr. Frá yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra Yfirkjörstjórn Noröurlandskjördæmis eystra hefur aösetur í Oddeyrarskólanum á Akureyri á kjördegi 25. aparíl 1987. Sími 22954. Undirkjörstjórnir eru beðnar aö koma atkvæöaköss- um þangaö strax aö lokinni kosningu í hverri kjör- deild. Talning atkvæöa hefst þar strax að loknum undirbúningi. Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra, Ragnar Steinbergsson Johann Sigurjónsson Jóhannes Jósepsson Freyr Ófeigsson Guðm. Þór Benediktsson Komi Alþýðuflokkurinn ekki sterkur frá þessum kosningum ' áframhaldandi framsókn og vinningar verða ekki - segir Sigbjörn Gunnarsson, verslunarmaður, 2. maður á lis Nú síðustu dagana fyrir kosningar er farið að öria á harðari kosningabaráttu en verið hefur undangengnar vikur, eins og vera ber. Þessi kosningahríð virðist ætla að verða stutt en snörp - hart verður sótt og varist síðustu dag- ana - og þá brennur vitanlega heitast á þeim, sem skipa þau sæti á framboðslistunum, sem mestur vafi leikur á að gefi þingsæti eða ekki. Flestir ættu að geta verið sammála um, að annað sæti á lista Alþýðuflokksins, sem Sig- björn Gunnarsson, verslunarmaður á Akur- eyri, skipar er baráttusæti. Undanfarna daga hafa birst skoðanakannanir, sem sýna miklar sveiflur hjá öllum flokkum - raunar ótrúlegar sveiflur - en fylgi Alþýðuflokks hefur sam- kvæmt þeim dregist örlítið saman. Nú eru framundan síðustu dagar kosningabarattunn- ar og á þeim dögum ráðast urslitin. Alþýðu- flokksfólk á Akureyri er staðráðið í að láta ekki deigan síga og tryggja Sigbirni sæti á Alþingi. Mikill baráttuhugur ríkir - en hvað segir Sig- björn sjálfur um stöðuna eins og hún blasir við honum í dag? Býst hann við að taka sæti á Alþingi í haust? „Ég vænti þess að sjálfsögðu að komast á þing. Samkvæmt skoðanakönnun Dags, sem birt- ist á dögunum, virðist ekki vanta mikið á að sjöunda sætið hlotnist Alþýðuflokknum og þar með verð ég á þingi. Það hefir myndast mikil stemmning að undanförnu og undirtektir við sjónarmið Alþýðuflokksins hafa verið góðar. Ég set sérstakt traust mitt á það að Akureyr- ingar standi saman og styðji við bakið á mér og Alþýðuflokkn- um. Fólk hefir vonandi fundið fyrir breyttri og ákveðnari stjórnun á málefnum Akureyr- arbæjar eftir að Alþýðuflokkur- inn efldist svo mjög við bæjar- stjórnarkosningarnar sl. vor.“ Hefir þér komið eitthvað sér- stakt á óvart í kosningabaráttunni? „Já, ég get ekki neitað því. Ég vissi fyrir hversu mikil tök atvinnurekendur víða í kjör- dæminu virðast hafa á starfs- fólki sínu. En þau eru miklu meiri heldur en ég átti von á. Margir eru í felum og þora ekki að opinbera afstöðu sína í pólitík, ef þeir eru fylgjandi öðrum en Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkum. Fólk ótt- ast hreinlega um stöðu sína hvað varðar atvinnu og afkomu. Fólk er að hvísla að mér í skúmaskotum og undir vegg. Þá hefir hroki og yfirgangur sjálf- stæðismanna á sameiginlegum fundum vakið mikla athygli. Tómas Ingi t.d. reyndi að auðmýkja þá sem hann kallar litlu flokkana á fundi austur á Flúsavík. Viðbrögð fundar- manna og frambjóðenda létu ekki á sér standa og víst er að sá málflutningur sem Tómas við- hafði líkaði Húsvíkingum ekki.“ Þá flutti Björn Dagbjartsson dæmafá ósannindi um Árna Gunnarsson á fundi í Ólafsfirði, sem var svarað snöfurlega. Halldór Blöndal neyddist til að biðjast afsökunar fyrir sína hönd og Björns og virtist það Halldóri ekki sérlega ljúft.“ Telur þú einhver mál vera sérstök hagsmunamál unga fólksins í dag? „Það fer ekkert á milli mála

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.